Hætta í íshokkí til þess að gerast klappstýrur 4. ágúst 2011 12:45 Alexander Ström og Pétur Sveinsson ætla að kynna klappstýruíþróttina fyrir Íslendingum um helgina. Fréttablaðið/Valli „Þetta er vinaleg íþrótt sem leggur mikið upp úr góðum liðsanda og jákvæðni," segir sænski klappstýrumeistarinn Alexander Ström, sem ásamt félaga sínum Pétri Sveinssyni ætlar að kynna klappstýruíþróttina fyrir Íslendingum og standa fyrir námskeiði um helgina. „Ég er viss um að Íslendingar eru forvitnir að vita um hvað íþróttin snýst," segir Pétur og bætir við að klappstýring sé íþróttagrein og ekki einungis klapp frá hliðarlínunni á öðrum íþróttaleikjum. Vinsældir klappstýruíþróttarinnar fara vaxandi í Skandinavíu, á meginlandi Evrópu og í Bandaríkjunum. Alexander er til að mynda margfaldur sænskur meistari í íþróttinni og sá um að kynna hana fyrir Pétri. „Ég fór á eitt mót í Svíþjóð fyrir fimm mánuðum og varð uppnuminn af íþróttinni. Það er svo mikil orka og jákvæðni sem streymir í gegn að ég vildi strax fara að æfa," segir Pétur, sem hefur hvorki æft dans né fimleika áður. „Ég hef bakgrunn úr fótbolta og það að ég geti æft þessa íþrótt sýnir að allir geta verið með." Alexander tekur undir þessi orð Péturs og bætir við að það sé einn af kostum íþróttarinnar. „Allir fá sitt hlutverk óháð líkamlegri getu og stærð. Þetta er hið fullkomna liðssport þar sem allir verða að leggjast á eitt og treysta hver öðrum." Alexander hefur verið staddur hér á landi í þrjár vikur og það kom honum skemmtilega á óvart hversu góða aðstöðu Ísland hefur upp á að bjóða. „Það er ekkert skrýtið að þið náið langt í íþróttum því þið hafið allt til alls. Ég er viss um að Ísland getur náð langt í íþróttinni og verið á toppnum eftir nokkur ár." En hvað vill hann segja við þá sem halda að íþróttin sé bara fyrir stelpur? „Lítið á mig. Auðvitað eru fleiri stelpur en strákar í þessu núna en hún er samt karlmannleg. Ég hef til dæmis fengið vini mína til að yfirgefa íshokkí og byrja að æfa klappstýruíþróttina frekar." Alexander og Pétur hvetja alla til að skrá sig á námskeiðið sem haldið verður í húsnæði Gerplu um helgina. Ekkert aldurstakmark og enginn sérstakur íþróttalegur bakgrunnur er nauðsynlegur. Þeir ætla svo að sýna afrakstur námskeiðsins víðs vegar um borgina um helgina. Hægt er að skrá sig og fá nánari upplýsingar á vefsíðunni icelandcheer.com. alfrun@frettabladid.is Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Fleiri fréttir Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Sjá meira
„Þetta er vinaleg íþrótt sem leggur mikið upp úr góðum liðsanda og jákvæðni," segir sænski klappstýrumeistarinn Alexander Ström, sem ásamt félaga sínum Pétri Sveinssyni ætlar að kynna klappstýruíþróttina fyrir Íslendingum og standa fyrir námskeiði um helgina. „Ég er viss um að Íslendingar eru forvitnir að vita um hvað íþróttin snýst," segir Pétur og bætir við að klappstýring sé íþróttagrein og ekki einungis klapp frá hliðarlínunni á öðrum íþróttaleikjum. Vinsældir klappstýruíþróttarinnar fara vaxandi í Skandinavíu, á meginlandi Evrópu og í Bandaríkjunum. Alexander er til að mynda margfaldur sænskur meistari í íþróttinni og sá um að kynna hana fyrir Pétri. „Ég fór á eitt mót í Svíþjóð fyrir fimm mánuðum og varð uppnuminn af íþróttinni. Það er svo mikil orka og jákvæðni sem streymir í gegn að ég vildi strax fara að æfa," segir Pétur, sem hefur hvorki æft dans né fimleika áður. „Ég hef bakgrunn úr fótbolta og það að ég geti æft þessa íþrótt sýnir að allir geta verið með." Alexander tekur undir þessi orð Péturs og bætir við að það sé einn af kostum íþróttarinnar. „Allir fá sitt hlutverk óháð líkamlegri getu og stærð. Þetta er hið fullkomna liðssport þar sem allir verða að leggjast á eitt og treysta hver öðrum." Alexander hefur verið staddur hér á landi í þrjár vikur og það kom honum skemmtilega á óvart hversu góða aðstöðu Ísland hefur upp á að bjóða. „Það er ekkert skrýtið að þið náið langt í íþróttum því þið hafið allt til alls. Ég er viss um að Ísland getur náð langt í íþróttinni og verið á toppnum eftir nokkur ár." En hvað vill hann segja við þá sem halda að íþróttin sé bara fyrir stelpur? „Lítið á mig. Auðvitað eru fleiri stelpur en strákar í þessu núna en hún er samt karlmannleg. Ég hef til dæmis fengið vini mína til að yfirgefa íshokkí og byrja að æfa klappstýruíþróttina frekar." Alexander og Pétur hvetja alla til að skrá sig á námskeiðið sem haldið verður í húsnæði Gerplu um helgina. Ekkert aldurstakmark og enginn sérstakur íþróttalegur bakgrunnur er nauðsynlegur. Þeir ætla svo að sýna afrakstur námskeiðsins víðs vegar um borgina um helgina. Hægt er að skrá sig og fá nánari upplýsingar á vefsíðunni icelandcheer.com. alfrun@frettabladid.is
Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Fleiri fréttir Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Sjá meira