Hætta í íshokkí til þess að gerast klappstýrur 4. ágúst 2011 12:45 Alexander Ström og Pétur Sveinsson ætla að kynna klappstýruíþróttina fyrir Íslendingum um helgina. Fréttablaðið/Valli „Þetta er vinaleg íþrótt sem leggur mikið upp úr góðum liðsanda og jákvæðni," segir sænski klappstýrumeistarinn Alexander Ström, sem ásamt félaga sínum Pétri Sveinssyni ætlar að kynna klappstýruíþróttina fyrir Íslendingum og standa fyrir námskeiði um helgina. „Ég er viss um að Íslendingar eru forvitnir að vita um hvað íþróttin snýst," segir Pétur og bætir við að klappstýring sé íþróttagrein og ekki einungis klapp frá hliðarlínunni á öðrum íþróttaleikjum. Vinsældir klappstýruíþróttarinnar fara vaxandi í Skandinavíu, á meginlandi Evrópu og í Bandaríkjunum. Alexander er til að mynda margfaldur sænskur meistari í íþróttinni og sá um að kynna hana fyrir Pétri. „Ég fór á eitt mót í Svíþjóð fyrir fimm mánuðum og varð uppnuminn af íþróttinni. Það er svo mikil orka og jákvæðni sem streymir í gegn að ég vildi strax fara að æfa," segir Pétur, sem hefur hvorki æft dans né fimleika áður. „Ég hef bakgrunn úr fótbolta og það að ég geti æft þessa íþrótt sýnir að allir geta verið með." Alexander tekur undir þessi orð Péturs og bætir við að það sé einn af kostum íþróttarinnar. „Allir fá sitt hlutverk óháð líkamlegri getu og stærð. Þetta er hið fullkomna liðssport þar sem allir verða að leggjast á eitt og treysta hver öðrum." Alexander hefur verið staddur hér á landi í þrjár vikur og það kom honum skemmtilega á óvart hversu góða aðstöðu Ísland hefur upp á að bjóða. „Það er ekkert skrýtið að þið náið langt í íþróttum því þið hafið allt til alls. Ég er viss um að Ísland getur náð langt í íþróttinni og verið á toppnum eftir nokkur ár." En hvað vill hann segja við þá sem halda að íþróttin sé bara fyrir stelpur? „Lítið á mig. Auðvitað eru fleiri stelpur en strákar í þessu núna en hún er samt karlmannleg. Ég hef til dæmis fengið vini mína til að yfirgefa íshokkí og byrja að æfa klappstýruíþróttina frekar." Alexander og Pétur hvetja alla til að skrá sig á námskeiðið sem haldið verður í húsnæði Gerplu um helgina. Ekkert aldurstakmark og enginn sérstakur íþróttalegur bakgrunnur er nauðsynlegur. Þeir ætla svo að sýna afrakstur námskeiðsins víðs vegar um borgina um helgina. Hægt er að skrá sig og fá nánari upplýsingar á vefsíðunni icelandcheer.com. alfrun@frettabladid.is Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Fleiri fréttir Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Sjá meira
„Þetta er vinaleg íþrótt sem leggur mikið upp úr góðum liðsanda og jákvæðni," segir sænski klappstýrumeistarinn Alexander Ström, sem ásamt félaga sínum Pétri Sveinssyni ætlar að kynna klappstýruíþróttina fyrir Íslendingum og standa fyrir námskeiði um helgina. „Ég er viss um að Íslendingar eru forvitnir að vita um hvað íþróttin snýst," segir Pétur og bætir við að klappstýring sé íþróttagrein og ekki einungis klapp frá hliðarlínunni á öðrum íþróttaleikjum. Vinsældir klappstýruíþróttarinnar fara vaxandi í Skandinavíu, á meginlandi Evrópu og í Bandaríkjunum. Alexander er til að mynda margfaldur sænskur meistari í íþróttinni og sá um að kynna hana fyrir Pétri. „Ég fór á eitt mót í Svíþjóð fyrir fimm mánuðum og varð uppnuminn af íþróttinni. Það er svo mikil orka og jákvæðni sem streymir í gegn að ég vildi strax fara að æfa," segir Pétur, sem hefur hvorki æft dans né fimleika áður. „Ég hef bakgrunn úr fótbolta og það að ég geti æft þessa íþrótt sýnir að allir geta verið með." Alexander tekur undir þessi orð Péturs og bætir við að það sé einn af kostum íþróttarinnar. „Allir fá sitt hlutverk óháð líkamlegri getu og stærð. Þetta er hið fullkomna liðssport þar sem allir verða að leggjast á eitt og treysta hver öðrum." Alexander hefur verið staddur hér á landi í þrjár vikur og það kom honum skemmtilega á óvart hversu góða aðstöðu Ísland hefur upp á að bjóða. „Það er ekkert skrýtið að þið náið langt í íþróttum því þið hafið allt til alls. Ég er viss um að Ísland getur náð langt í íþróttinni og verið á toppnum eftir nokkur ár." En hvað vill hann segja við þá sem halda að íþróttin sé bara fyrir stelpur? „Lítið á mig. Auðvitað eru fleiri stelpur en strákar í þessu núna en hún er samt karlmannleg. Ég hef til dæmis fengið vini mína til að yfirgefa íshokkí og byrja að æfa klappstýruíþróttina frekar." Alexander og Pétur hvetja alla til að skrá sig á námskeiðið sem haldið verður í húsnæði Gerplu um helgina. Ekkert aldurstakmark og enginn sérstakur íþróttalegur bakgrunnur er nauðsynlegur. Þeir ætla svo að sýna afrakstur námskeiðsins víðs vegar um borgina um helgina. Hægt er að skrá sig og fá nánari upplýsingar á vefsíðunni icelandcheer.com. alfrun@frettabladid.is
Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Fleiri fréttir Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Sjá meira