Lífið

Lohan leitar uppi vandræði

Lindsay Lohan hætti við viðtal við Plum Miami Magazine á síðustu stundu og lét illa á tökustað.
Lindsay Lohan hætti við viðtal við Plum Miami Magazine á síðustu stundu og lét illa á tökustað. Nordicphotos/Getty
Leikkonan Lindsay Lohan vakti ekki mikla lukku meðal starfsmanna Plum Miami Magazine. Lohan mætti í myndatöku fyrir tímaritið en ákvað þó að hætta við að veita þeim viðtal á síðustu stundu. Blaðamaðurinn Jacquelynn Powers ákvað í staðinn að skrifa grein um það sem gerðist á tökustað.

„Þegar við keyrðum upp að anddyri Fontainebleau sat umferðarkeila á miðri heimreiðinni, Lohan skrúfaði niður bílrúðuna og öskraði: „Færið þessa keilu, ég er Lindsay Lohan!“ og því var hlýtt.“

Í greininni segir Powers einnig frá því að Lohan hafi drukkið áfengi á meðan hún talaði um edrúmennsku sína á milli þess sem hún reifst og skammaðist í fólkinu í kring. Lohan viðurkenndi jafnframt að henni hafi þótt leiðinlegt að hún hafi ekki verið boðuð í prufu fyrir kvikmyndina Black Swan. „Hún sagðist hafa æft ballett til nítján ára aldurs og skildi ekki af hverju henni var ekki boðið hlutverk í kvikmyndinni,“ skrifaði Powers.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.