Miðbæjarrotta í Eurovision 15. desember 2011 13:15 Stendur við stóru orðin Rósa Birgitta Ísfeld sagðist vilja taka þátt í Eurovision ef land eins og Aserbaídsjan bæri sigur úr býtum. Það kom á daginn og Rósa mun syngja lag Sveins Rúnars Sigurðssonar í undankeppni Söngvakeppni Sjónvarpsins.Fréttablaðið/Rósa „Ég var mikill Eurovision-aðdáandi þegar ég var lítil og kunni öll lögin utan að,“ segir Rósa Birgitta Ísfeld, söngkona Feldberg og Sometime. Rósa tekur þátt í forkeppni Eurovision, en hún mun syngja eitt þriggja laga Sveins Rúnars Sigurðssonar. Íris Hólm og Magni Ásgeirsson munu syngja hin lögin tvö. Rósa sagði lagið sjálft vera leyndarmál, það myndi bara koma í ljós hvernig það hljómaði, en tók skýrt fram að hún myndi ekki syngja eitthvað sem henni þætti ekki gott. Þetta væri ekki einhver Celine Dion-slagari. „Ég leyfði Einari [Tönsberg] að heyra það og hann gaf grænt ljós á það líka, fannst það bara flott.“ Seint verður sagt að Rósa geti talist með dæmigerðum Eurovision-þátttakendum. Nærtækara væri kannski að flokka hana sem dæmigerða miðbæjarrottu. Eða hvað? „Ég væri til í að taka þátt í Eurovision á næsta ári ef eitthvert skemmtilegt land vinnur keppnina. Helst land eins og Aserbaídsjan.“ Þetta sagði Rósa nefnilega í viðtali við Föstudag, fylgiblað Fréttablaðsins, daginn áður en keppnin fór fram í Ósló fyrr á þessu ári. Rósu varð að ósk sinni, Eldar & Nigar sigruðu með laginu Running Scared og þar með höfðu örlögin gripið í taumana hvað söngkonuna varðar. „Þetta var djók innan sviga, ég er í Eurovision-partíhópi sem horfir alltaf saman á keppnina og ég hugsaði af hverju ég gæti ekki farið í þessa keppni. Ég vildi hins vegar fara til einhvers spennandi lands, það er ekkert stuð að fara til Þýskalands,“ segir Rósa. Vinum Rósu þykir þátttaka hennar eilítið skondin en sjálf gefur hún lítið fyrir staðalímyndir Eurovision-keppandans, bendir meðal annars á að Halla Margrét hafi verið einn af sínum eftirlætiskeppendum og ekki hafi hún verið týpísk. „Ég horfði á undirbúningsþátt þegar Jóhanna Guðrún var að keppa og sá þegar þeir voru að setja saman sviðið. Þá velti ég því fyrir mér hvort það yrði ekki mikið ævintýri að standa á svona sviði. Ég væri allavega til í að sjá hvernig þetta er allt sett saman og kynnast því hvernig umgjörðin er í kringum þessa keppni.“ freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Lífið „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Fleiri fréttir Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Sjá meira
„Ég var mikill Eurovision-aðdáandi þegar ég var lítil og kunni öll lögin utan að,“ segir Rósa Birgitta Ísfeld, söngkona Feldberg og Sometime. Rósa tekur þátt í forkeppni Eurovision, en hún mun syngja eitt þriggja laga Sveins Rúnars Sigurðssonar. Íris Hólm og Magni Ásgeirsson munu syngja hin lögin tvö. Rósa sagði lagið sjálft vera leyndarmál, það myndi bara koma í ljós hvernig það hljómaði, en tók skýrt fram að hún myndi ekki syngja eitthvað sem henni þætti ekki gott. Þetta væri ekki einhver Celine Dion-slagari. „Ég leyfði Einari [Tönsberg] að heyra það og hann gaf grænt ljós á það líka, fannst það bara flott.“ Seint verður sagt að Rósa geti talist með dæmigerðum Eurovision-þátttakendum. Nærtækara væri kannski að flokka hana sem dæmigerða miðbæjarrottu. Eða hvað? „Ég væri til í að taka þátt í Eurovision á næsta ári ef eitthvert skemmtilegt land vinnur keppnina. Helst land eins og Aserbaídsjan.“ Þetta sagði Rósa nefnilega í viðtali við Föstudag, fylgiblað Fréttablaðsins, daginn áður en keppnin fór fram í Ósló fyrr á þessu ári. Rósu varð að ósk sinni, Eldar & Nigar sigruðu með laginu Running Scared og þar með höfðu örlögin gripið í taumana hvað söngkonuna varðar. „Þetta var djók innan sviga, ég er í Eurovision-partíhópi sem horfir alltaf saman á keppnina og ég hugsaði af hverju ég gæti ekki farið í þessa keppni. Ég vildi hins vegar fara til einhvers spennandi lands, það er ekkert stuð að fara til Þýskalands,“ segir Rósa. Vinum Rósu þykir þátttaka hennar eilítið skondin en sjálf gefur hún lítið fyrir staðalímyndir Eurovision-keppandans, bendir meðal annars á að Halla Margrét hafi verið einn af sínum eftirlætiskeppendum og ekki hafi hún verið týpísk. „Ég horfði á undirbúningsþátt þegar Jóhanna Guðrún var að keppa og sá þegar þeir voru að setja saman sviðið. Þá velti ég því fyrir mér hvort það yrði ekki mikið ævintýri að standa á svona sviði. Ég væri allavega til í að sjá hvernig þetta er allt sett saman og kynnast því hvernig umgjörðin er í kringum þessa keppni.“ freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Lífið „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Fleiri fréttir Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Sjá meira