Sérstakur saksóknari: Þetta er nokkuð stór rannsókn 31. maí 2011 18:55 Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, gefur ekki upp hvort fleiri verði handteknir vegna rannsóknar embættisins á málefnum Vátryggingafélags Íslands. Um nokkuð stóra rannsókn sé að ræða. Grunur lék um brot á lögum um vátryggingarstarfsemi og umboðssvik vegna umdeildra lánveitinga. Fjórir voru handteknir þegar embættið framkvæmdi húsleit í höfuðstöðvum VÍS, Vátryggingafélags Íslands, síðdegis í dag. Fjármálaeftirlitið vísaði málum tengdum Vís til sérstaks saksóknara á dögunum. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru þetta Lýður Guðmundsson, sem var aðaleigandi Exista, Erlendur Hjaltason sem var forstjóri Exista, og Guðmundur Örn Gunnarsson sem hefur verið forstjóri VÍS. Hann lét af starfi nýlega. Húsleit var jafnframt gerð hjá VÍS og Existu í dag vegna málsins. Guðmundur og Erlendur hafa hafa verið látnir lausir. Ólafur Þór segir rannsóknina á frumstigi. „Þetta er nokkuð stór rannsókn hvað varðar fjárhæðir eins eru nokkuð mörg tilvik sem þarf að fara ofan í saumana á og finna út hvernig fjármunum þessa félags var fjármunað." Stutt er síðan viðskiptahættir í VÍS voru gagnrýndir í skýrslu sem endurskoðunarfyrirtækið Grant Thornton vann fyrir Fjármálaeftirlitið. Guðmundur Örn Gunnarsson lét af störfum sem forstjóri VÍS eftir að Fjármálaeftirlitið úrskurðaði um að hann væri ekki hæfur til að gegna stöðunni áfram. Í skýrslunni komu fram ýmsar aðfinnslur á lánveitingar VÍS til móðurfélags VÍS, Existu, starfsmanna VÍS og annarra innan Exista samstæðunnar. Í kjölfar þess að skýrslan var gerð kærði Fjármálaeftirlitið nokkur lögbrot í rekstri VÍS frá áðurnefndu tímabili til embættis sérstaks saksóknara. ----------------------- Viðbót: Í þessari frétt var upphaflega fullyrt að Sigurður Valtýsson, fyrrverandi forstjóri hefði verið handtekinn. Það er ekki rétt og er beðist velvirðingar á því. Tengdar fréttir Guðmundur og Erlendur látnir lausir Guðmundur Örn Gunnarsson, fyrrverandi forstjóri VÍS, og Erlendur Hjaltason, fyrrverandi forstjóri Existu, hafa verið látnir lausir úr haldi lögreglu. Þeir voru færðir til yfirheyrslu hjá sérstökum saksóknara í dag vegna rannsóknar embættisins á lánveitingum VÍS á árunum 2007-2009. 31. maí 2011 17:58 Sérstakur saksóknari gerði húsleit í VÍS Sérstakur saksóknara hefur gert húsleit í höfðuðstöðvum VÍS og Exista. Húsleitin var gerð í kjölfar rannsóknar Fjármálaeftirlitsins á tilteknum lánveitingum út úr félaginu á árunum 2007 - 2009. Starfsfólk félagsins vinnur með embættinu að gagnaöfluninni. Skammt er 31. maí 2011 16:35 Fjórir menn handteknir í tengslum við húsleit Fjórir menn voru handteknir í tengslum við rannsókn sérstaks saksóknara á lánveitingum VÍS í dag. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru þetta Lýður Guðmundsson, sem var aðaleigandi Exista, Erlendur Hjaltason, sem var forstjóri Existu, og Guðmundur Örn Gunnarsson sem hefur verið forstjóri VÍS. 31. maí 2011 17:02 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar Sjá meira
Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, gefur ekki upp hvort fleiri verði handteknir vegna rannsóknar embættisins á málefnum Vátryggingafélags Íslands. Um nokkuð stóra rannsókn sé að ræða. Grunur lék um brot á lögum um vátryggingarstarfsemi og umboðssvik vegna umdeildra lánveitinga. Fjórir voru handteknir þegar embættið framkvæmdi húsleit í höfuðstöðvum VÍS, Vátryggingafélags Íslands, síðdegis í dag. Fjármálaeftirlitið vísaði málum tengdum Vís til sérstaks saksóknara á dögunum. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru þetta Lýður Guðmundsson, sem var aðaleigandi Exista, Erlendur Hjaltason sem var forstjóri Exista, og Guðmundur Örn Gunnarsson sem hefur verið forstjóri VÍS. Hann lét af starfi nýlega. Húsleit var jafnframt gerð hjá VÍS og Existu í dag vegna málsins. Guðmundur og Erlendur hafa hafa verið látnir lausir. Ólafur Þór segir rannsóknina á frumstigi. „Þetta er nokkuð stór rannsókn hvað varðar fjárhæðir eins eru nokkuð mörg tilvik sem þarf að fara ofan í saumana á og finna út hvernig fjármunum þessa félags var fjármunað." Stutt er síðan viðskiptahættir í VÍS voru gagnrýndir í skýrslu sem endurskoðunarfyrirtækið Grant Thornton vann fyrir Fjármálaeftirlitið. Guðmundur Örn Gunnarsson lét af störfum sem forstjóri VÍS eftir að Fjármálaeftirlitið úrskurðaði um að hann væri ekki hæfur til að gegna stöðunni áfram. Í skýrslunni komu fram ýmsar aðfinnslur á lánveitingar VÍS til móðurfélags VÍS, Existu, starfsmanna VÍS og annarra innan Exista samstæðunnar. Í kjölfar þess að skýrslan var gerð kærði Fjármálaeftirlitið nokkur lögbrot í rekstri VÍS frá áðurnefndu tímabili til embættis sérstaks saksóknara. ----------------------- Viðbót: Í þessari frétt var upphaflega fullyrt að Sigurður Valtýsson, fyrrverandi forstjóri hefði verið handtekinn. Það er ekki rétt og er beðist velvirðingar á því.
Tengdar fréttir Guðmundur og Erlendur látnir lausir Guðmundur Örn Gunnarsson, fyrrverandi forstjóri VÍS, og Erlendur Hjaltason, fyrrverandi forstjóri Existu, hafa verið látnir lausir úr haldi lögreglu. Þeir voru færðir til yfirheyrslu hjá sérstökum saksóknara í dag vegna rannsóknar embættisins á lánveitingum VÍS á árunum 2007-2009. 31. maí 2011 17:58 Sérstakur saksóknari gerði húsleit í VÍS Sérstakur saksóknara hefur gert húsleit í höfðuðstöðvum VÍS og Exista. Húsleitin var gerð í kjölfar rannsóknar Fjármálaeftirlitsins á tilteknum lánveitingum út úr félaginu á árunum 2007 - 2009. Starfsfólk félagsins vinnur með embættinu að gagnaöfluninni. Skammt er 31. maí 2011 16:35 Fjórir menn handteknir í tengslum við húsleit Fjórir menn voru handteknir í tengslum við rannsókn sérstaks saksóknara á lánveitingum VÍS í dag. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru þetta Lýður Guðmundsson, sem var aðaleigandi Exista, Erlendur Hjaltason, sem var forstjóri Existu, og Guðmundur Örn Gunnarsson sem hefur verið forstjóri VÍS. 31. maí 2011 17:02 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar Sjá meira
Guðmundur og Erlendur látnir lausir Guðmundur Örn Gunnarsson, fyrrverandi forstjóri VÍS, og Erlendur Hjaltason, fyrrverandi forstjóri Existu, hafa verið látnir lausir úr haldi lögreglu. Þeir voru færðir til yfirheyrslu hjá sérstökum saksóknara í dag vegna rannsóknar embættisins á lánveitingum VÍS á árunum 2007-2009. 31. maí 2011 17:58
Sérstakur saksóknari gerði húsleit í VÍS Sérstakur saksóknara hefur gert húsleit í höfðuðstöðvum VÍS og Exista. Húsleitin var gerð í kjölfar rannsóknar Fjármálaeftirlitsins á tilteknum lánveitingum út úr félaginu á árunum 2007 - 2009. Starfsfólk félagsins vinnur með embættinu að gagnaöfluninni. Skammt er 31. maí 2011 16:35
Fjórir menn handteknir í tengslum við húsleit Fjórir menn voru handteknir í tengslum við rannsókn sérstaks saksóknara á lánveitingum VÍS í dag. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru þetta Lýður Guðmundsson, sem var aðaleigandi Exista, Erlendur Hjaltason, sem var forstjóri Existu, og Guðmundur Örn Gunnarsson sem hefur verið forstjóri VÍS. 31. maí 2011 17:02