Sérstakur saksóknari: Þetta er nokkuð stór rannsókn 31. maí 2011 18:55 Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, gefur ekki upp hvort fleiri verði handteknir vegna rannsóknar embættisins á málefnum Vátryggingafélags Íslands. Um nokkuð stóra rannsókn sé að ræða. Grunur lék um brot á lögum um vátryggingarstarfsemi og umboðssvik vegna umdeildra lánveitinga. Fjórir voru handteknir þegar embættið framkvæmdi húsleit í höfuðstöðvum VÍS, Vátryggingafélags Íslands, síðdegis í dag. Fjármálaeftirlitið vísaði málum tengdum Vís til sérstaks saksóknara á dögunum. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru þetta Lýður Guðmundsson, sem var aðaleigandi Exista, Erlendur Hjaltason sem var forstjóri Exista, og Guðmundur Örn Gunnarsson sem hefur verið forstjóri VÍS. Hann lét af starfi nýlega. Húsleit var jafnframt gerð hjá VÍS og Existu í dag vegna málsins. Guðmundur og Erlendur hafa hafa verið látnir lausir. Ólafur Þór segir rannsóknina á frumstigi. „Þetta er nokkuð stór rannsókn hvað varðar fjárhæðir eins eru nokkuð mörg tilvik sem þarf að fara ofan í saumana á og finna út hvernig fjármunum þessa félags var fjármunað." Stutt er síðan viðskiptahættir í VÍS voru gagnrýndir í skýrslu sem endurskoðunarfyrirtækið Grant Thornton vann fyrir Fjármálaeftirlitið. Guðmundur Örn Gunnarsson lét af störfum sem forstjóri VÍS eftir að Fjármálaeftirlitið úrskurðaði um að hann væri ekki hæfur til að gegna stöðunni áfram. Í skýrslunni komu fram ýmsar aðfinnslur á lánveitingar VÍS til móðurfélags VÍS, Existu, starfsmanna VÍS og annarra innan Exista samstæðunnar. Í kjölfar þess að skýrslan var gerð kærði Fjármálaeftirlitið nokkur lögbrot í rekstri VÍS frá áðurnefndu tímabili til embættis sérstaks saksóknara. ----------------------- Viðbót: Í þessari frétt var upphaflega fullyrt að Sigurður Valtýsson, fyrrverandi forstjóri hefði verið handtekinn. Það er ekki rétt og er beðist velvirðingar á því. Tengdar fréttir Guðmundur og Erlendur látnir lausir Guðmundur Örn Gunnarsson, fyrrverandi forstjóri VÍS, og Erlendur Hjaltason, fyrrverandi forstjóri Existu, hafa verið látnir lausir úr haldi lögreglu. Þeir voru færðir til yfirheyrslu hjá sérstökum saksóknara í dag vegna rannsóknar embættisins á lánveitingum VÍS á árunum 2007-2009. 31. maí 2011 17:58 Sérstakur saksóknari gerði húsleit í VÍS Sérstakur saksóknara hefur gert húsleit í höfðuðstöðvum VÍS og Exista. Húsleitin var gerð í kjölfar rannsóknar Fjármálaeftirlitsins á tilteknum lánveitingum út úr félaginu á árunum 2007 - 2009. Starfsfólk félagsins vinnur með embættinu að gagnaöfluninni. Skammt er 31. maí 2011 16:35 Fjórir menn handteknir í tengslum við húsleit Fjórir menn voru handteknir í tengslum við rannsókn sérstaks saksóknara á lánveitingum VÍS í dag. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru þetta Lýður Guðmundsson, sem var aðaleigandi Exista, Erlendur Hjaltason, sem var forstjóri Existu, og Guðmundur Örn Gunnarsson sem hefur verið forstjóri VÍS. 31. maí 2011 17:02 Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, gefur ekki upp hvort fleiri verði handteknir vegna rannsóknar embættisins á málefnum Vátryggingafélags Íslands. Um nokkuð stóra rannsókn sé að ræða. Grunur lék um brot á lögum um vátryggingarstarfsemi og umboðssvik vegna umdeildra lánveitinga. Fjórir voru handteknir þegar embættið framkvæmdi húsleit í höfuðstöðvum VÍS, Vátryggingafélags Íslands, síðdegis í dag. Fjármálaeftirlitið vísaði málum tengdum Vís til sérstaks saksóknara á dögunum. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru þetta Lýður Guðmundsson, sem var aðaleigandi Exista, Erlendur Hjaltason sem var forstjóri Exista, og Guðmundur Örn Gunnarsson sem hefur verið forstjóri VÍS. Hann lét af starfi nýlega. Húsleit var jafnframt gerð hjá VÍS og Existu í dag vegna málsins. Guðmundur og Erlendur hafa hafa verið látnir lausir. Ólafur Þór segir rannsóknina á frumstigi. „Þetta er nokkuð stór rannsókn hvað varðar fjárhæðir eins eru nokkuð mörg tilvik sem þarf að fara ofan í saumana á og finna út hvernig fjármunum þessa félags var fjármunað." Stutt er síðan viðskiptahættir í VÍS voru gagnrýndir í skýrslu sem endurskoðunarfyrirtækið Grant Thornton vann fyrir Fjármálaeftirlitið. Guðmundur Örn Gunnarsson lét af störfum sem forstjóri VÍS eftir að Fjármálaeftirlitið úrskurðaði um að hann væri ekki hæfur til að gegna stöðunni áfram. Í skýrslunni komu fram ýmsar aðfinnslur á lánveitingar VÍS til móðurfélags VÍS, Existu, starfsmanna VÍS og annarra innan Exista samstæðunnar. Í kjölfar þess að skýrslan var gerð kærði Fjármálaeftirlitið nokkur lögbrot í rekstri VÍS frá áðurnefndu tímabili til embættis sérstaks saksóknara. ----------------------- Viðbót: Í þessari frétt var upphaflega fullyrt að Sigurður Valtýsson, fyrrverandi forstjóri hefði verið handtekinn. Það er ekki rétt og er beðist velvirðingar á því.
Tengdar fréttir Guðmundur og Erlendur látnir lausir Guðmundur Örn Gunnarsson, fyrrverandi forstjóri VÍS, og Erlendur Hjaltason, fyrrverandi forstjóri Existu, hafa verið látnir lausir úr haldi lögreglu. Þeir voru færðir til yfirheyrslu hjá sérstökum saksóknara í dag vegna rannsóknar embættisins á lánveitingum VÍS á árunum 2007-2009. 31. maí 2011 17:58 Sérstakur saksóknari gerði húsleit í VÍS Sérstakur saksóknara hefur gert húsleit í höfðuðstöðvum VÍS og Exista. Húsleitin var gerð í kjölfar rannsóknar Fjármálaeftirlitsins á tilteknum lánveitingum út úr félaginu á árunum 2007 - 2009. Starfsfólk félagsins vinnur með embættinu að gagnaöfluninni. Skammt er 31. maí 2011 16:35 Fjórir menn handteknir í tengslum við húsleit Fjórir menn voru handteknir í tengslum við rannsókn sérstaks saksóknara á lánveitingum VÍS í dag. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru þetta Lýður Guðmundsson, sem var aðaleigandi Exista, Erlendur Hjaltason, sem var forstjóri Existu, og Guðmundur Örn Gunnarsson sem hefur verið forstjóri VÍS. 31. maí 2011 17:02 Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
Guðmundur og Erlendur látnir lausir Guðmundur Örn Gunnarsson, fyrrverandi forstjóri VÍS, og Erlendur Hjaltason, fyrrverandi forstjóri Existu, hafa verið látnir lausir úr haldi lögreglu. Þeir voru færðir til yfirheyrslu hjá sérstökum saksóknara í dag vegna rannsóknar embættisins á lánveitingum VÍS á árunum 2007-2009. 31. maí 2011 17:58
Sérstakur saksóknari gerði húsleit í VÍS Sérstakur saksóknara hefur gert húsleit í höfðuðstöðvum VÍS og Exista. Húsleitin var gerð í kjölfar rannsóknar Fjármálaeftirlitsins á tilteknum lánveitingum út úr félaginu á árunum 2007 - 2009. Starfsfólk félagsins vinnur með embættinu að gagnaöfluninni. Skammt er 31. maí 2011 16:35
Fjórir menn handteknir í tengslum við húsleit Fjórir menn voru handteknir í tengslum við rannsókn sérstaks saksóknara á lánveitingum VÍS í dag. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru þetta Lýður Guðmundsson, sem var aðaleigandi Exista, Erlendur Hjaltason, sem var forstjóri Existu, og Guðmundur Örn Gunnarsson sem hefur verið forstjóri VÍS. 31. maí 2011 17:02