Það fer ekki milli mála hvaða hljómsveit er efst í huga Íslendinga þessa dagana. Gusgus gaf út nýjustu plötu sína, Arabian Horse, í síðustu viku og er hún farin strax farin að hljóma í heyrnatólum og græjum út um allt land.
Þessi áhugi lýsir sér best í miðasölu á útgáfutónleika sveitarinnar, sem fara fram á Nasa 18. júní. Miðarnir fóru í sölu í gærmorgun og seldust upp á sólahring.
Meðlimir sveitarinnar vilja þó ekki skilja þá aðdáendur sína sem ekki náðu miða eftir með sárt ennið og herma nýjustu fréttir að verið sé að athuga með aukatónleika. Fylgist með á Lífinu á Vísi.

