Veiddu ekki hval innan línunnar - gerðu bara að honum 30. apríl 2011 17:26 Sjómenn gera að hvali. Athugið að myndin tengist ekki fréttinni beint. Mynd / Gunnar Bergmann „Dýrið var veitt fyrir utan línuna, það er alveg á hreinu. Aftur á móti var gert að því innan línunnar," segir Gunnar Bergmann Jónsson, framkvæmdastjóri hrefnuveiðimanna ehf., sem á og rekur hvalveiðiskipið Hrafnreyði. Landhelgisgæslan stóð bátinn að meintum ólöglegum veiðum en hann var innan svæðis í Faxaflóa, sem honum er óheimilt að veiða á. Bátnum var vísað til Hafnarfjarðar þar sem mál hans verður tekið fyrir af viðkomandi lögreglustjóra eins og segir í tilkynningu frá gæslunni. Gunnar Bergmann játar að skipverjar hafi gert að dýrinu innan línunnar en það er einnig ólöglegt samkvæmt reglugerð sjávarútvegsráðherra. Hann segir dýrið sjálft hinsvegar hafa verið veitt fyrir utan línuna, sem er tilkomin vegna hvalaskoðunariðnaðarins. Sjálfur segir Gunnar að skipið hefði verið um hálfa sjómílu fyrir innan línunnar. Gunnari þykir leitt að þessi árekstur hafi orðið enda hafi hann sjálfur trú á því að hvalaskoðun og hvalveiði geti þrifist á sama tíma. „Við munum setjast niður með skipstjóranum og skerpa á vinnulagsreglum hvað þetta varðar," segir Gunnar Bergmann sem hefur engan áhuga á því að ferðamenn verði vitni af því þegar sjómenn geri að dýrunum, sem getur komið óhugnanlega fyrir sjónir manna. „Við erum ekki að leika okkur að því stuða nokkurn mann," segir Gunnar en útgerðin veiðir um 50 hrefnur á ári, en veiðitímabilið hófst í morgun. Hann segir það eina jákvæða við þetta allt saman sé að fólk geti fengið ferskt hrefnukjöt í verslunum í næstu viku. Aðspurður hvort hann búist við viðurlögum vegna veiðanna segist Gunnar svo sem alveg búast við sektargreiðslu. Hann segir atvikið þó minniháttar og vonar að útgerðin sleppi með áminningu. Tengdar fréttir Sagðir hafa stundað hvalveiðar á hvalaskoðunarsvæði Landhelgisgæslan hafði afskipti af hvalveiðibáti sem var á veiðum innan ákveðinnar línu sem afmarkar svæði fyrir hvalaskoðun norður af syðra hrauni í Faxaflóa, en það var sjávarútvegsráðuneytið sem setti reglugerð um svæðið fyrir um tveimur árum síðan. 30. apríl 2011 16:05 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Sjá meira
„Dýrið var veitt fyrir utan línuna, það er alveg á hreinu. Aftur á móti var gert að því innan línunnar," segir Gunnar Bergmann Jónsson, framkvæmdastjóri hrefnuveiðimanna ehf., sem á og rekur hvalveiðiskipið Hrafnreyði. Landhelgisgæslan stóð bátinn að meintum ólöglegum veiðum en hann var innan svæðis í Faxaflóa, sem honum er óheimilt að veiða á. Bátnum var vísað til Hafnarfjarðar þar sem mál hans verður tekið fyrir af viðkomandi lögreglustjóra eins og segir í tilkynningu frá gæslunni. Gunnar Bergmann játar að skipverjar hafi gert að dýrinu innan línunnar en það er einnig ólöglegt samkvæmt reglugerð sjávarútvegsráðherra. Hann segir dýrið sjálft hinsvegar hafa verið veitt fyrir utan línuna, sem er tilkomin vegna hvalaskoðunariðnaðarins. Sjálfur segir Gunnar að skipið hefði verið um hálfa sjómílu fyrir innan línunnar. Gunnari þykir leitt að þessi árekstur hafi orðið enda hafi hann sjálfur trú á því að hvalaskoðun og hvalveiði geti þrifist á sama tíma. „Við munum setjast niður með skipstjóranum og skerpa á vinnulagsreglum hvað þetta varðar," segir Gunnar Bergmann sem hefur engan áhuga á því að ferðamenn verði vitni af því þegar sjómenn geri að dýrunum, sem getur komið óhugnanlega fyrir sjónir manna. „Við erum ekki að leika okkur að því stuða nokkurn mann," segir Gunnar en útgerðin veiðir um 50 hrefnur á ári, en veiðitímabilið hófst í morgun. Hann segir það eina jákvæða við þetta allt saman sé að fólk geti fengið ferskt hrefnukjöt í verslunum í næstu viku. Aðspurður hvort hann búist við viðurlögum vegna veiðanna segist Gunnar svo sem alveg búast við sektargreiðslu. Hann segir atvikið þó minniháttar og vonar að útgerðin sleppi með áminningu.
Tengdar fréttir Sagðir hafa stundað hvalveiðar á hvalaskoðunarsvæði Landhelgisgæslan hafði afskipti af hvalveiðibáti sem var á veiðum innan ákveðinnar línu sem afmarkar svæði fyrir hvalaskoðun norður af syðra hrauni í Faxaflóa, en það var sjávarútvegsráðuneytið sem setti reglugerð um svæðið fyrir um tveimur árum síðan. 30. apríl 2011 16:05 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Sjá meira
Sagðir hafa stundað hvalveiðar á hvalaskoðunarsvæði Landhelgisgæslan hafði afskipti af hvalveiðibáti sem var á veiðum innan ákveðinnar línu sem afmarkar svæði fyrir hvalaskoðun norður af syðra hrauni í Faxaflóa, en það var sjávarútvegsráðuneytið sem setti reglugerð um svæðið fyrir um tveimur árum síðan. 30. apríl 2011 16:05