Ætlum ekki að vera aular fyrir framan áhorfendur 13. október 2011 08:00 hafa báðir grátið Því gat oft fylgt mikil geðshræring þegar þeir Óskar og Ólafur voru að stíga sín fyrstu skref í kvikmyndagerðinni. Óskar segist hafa farið að hágráta þegar hann var í skóla og kennarinn var ósammála honum um endi á stuttmynd. Fréttablaðið/Anton Kvikmyndaleikstjórarnir Óskar Jónasson og Ólafur Jóhannesson vöknuðu báðir með hnút í maganum á mánudagsmorgun enda stór stund fram undan, þeir eru að frumsýna myndir sínar. Kvikmyndirnar Borgríki og Hetjur Valhallar: Þór verða báðar frumsýndar í þessari viku. Þær eiga það sameiginlegt að vera íslenskar en þar með er líkindunum lokið, Borgríki er tryllir sem fylgist með undirheimum Reykjavíkur og baráttu lögreglunnar við misyndismenn en Hetjur Valhallar: Þór er teiknimynd fyrir alla fjölskylduna, innblásin af norrænu goðafræðinni. Borgríki var gerð fyrir áttatíu milljónir en Hetjur Valhallar: Þór fyrir einn og hálfan milljarð. Hreyfilist í draumiLeikstjórarnir Óskar og Ólafur viðurkenna báðir að hafa vaknað á mánudagsmorgun með hnút í maganum. „Ég fór að velta því fyrir mér hvort ég hefði drukkið of mikið kaffi,“ segir Óskar en Ólafur segist hafa verið viðbúinn sínum. „Það er alveg sama hvort maður fer í jóga eða ræktina, þessi hnútur verður þarna enn þá. Maður er bara í sjálf-gíslatöku og vaknar og sofnar í köldum svita.“ Óskar ákveður á þessum tímapunkti að deila draumi sem hann dreymdi; hann var að lesa Fréttablaðið og verður var við eitthvert skrjáf fyrir framan sig. „Og ég uppgötva að þetta er tjald og ég stend uppi á sviði, algjörlega óundirbúinn og ákveð að bjarga mér með hreyfilist.“ Ólaf hefur hins vegar ekki dreymt neitt á þessa lund. Og kannski er það bara fyrir bestu. Engan kjánahroll, takkViðtalið hefst reyndar á því að Ólafur Jóhannesson yfirheyrir Óskar um gerð teiknimyndar og Óskar kryfur vinnuna nánast í þaula, segir teiknimyndagerð mikla þolinmæðisvinnu þar sem huga verði að hverju einasta smáatriði. „Ég veit ekki hvort ég treysti mér til að gera þetta aftur,“ segir Óskar og Ólafur kinkar kolli, þetta eru tveir kvikmyndagerðarmenn og hjörtu þeirra slá nánast í takt. Og það kemur berlega í ljós þegar þeir deila með sér sögu af fyrstu kynnum sínum af kvikmyndagerð, þeir felldu til að mynda báðir tár af spennu þegar þeir voru að vinna sínar fyrstu myndir. „Ég fór að hágráta í skólanum þegar kennarinn sagði mér að breyta endi á stuttmynd. Ég var ekki sammála honum og einn skólafélagi minn kom að mér þar sem ég var hágrátandi.“ Og Ólafur tekur undir þetta, fyrstu verkefnin hafi verið virkilega taugatrekkjandi. „Eina markmiðið núna er að láta mig ekki líta út fyrir að vera aula í stórum sal fullum af áhorfendum, vera með allt mitt á hreinu,“ segir Ólafur og Óskar kinkar núna kolli, honum til samþykkis. „Stór hluti af viðfangsefni leikstjórans er að koma í veg fyrir kjánahroll, flestir áhorfendur þekkja þennan aulahroll og það er verkefni leikstjórans að koma auga á hann og klippa hann út.“ Hollywood opnar augunUmræðan fer síðan út í íslenska kvikmyndagerð, en hún hefur blómstrað frá því eftir hrun, til að mynda verða tíu íslenskar kvikmyndir frumsýndar á þessu ári. „Þetta hefur verið gott ár en ég held, því miður, að þetta sé síðasta góða árið, þetta er síðasta pústið. Næsta ár verður ákaflega erfitt og það eru ekkert sérstaklega mörg verkefni í gangi,“ segir Ólafur en bætir því við að þetta sé líka sagt hvert einasta ár. „Hins vegar er núna raunveruleg hætta á því að fagfólki fari að flytjast úr landi,“ skýtur Óskar að. Og þá er alltaf hægt að láta sig dreyma um Hollywood. Óskar leikstýrði kvikmyndinni Reykjavík-Rotterdam sem nú er orðin að Contraband með Mark Wahlberg í aðalhlutverki og Ólafur er kominn á samning hjá amerískri umboðsskrifstofu þar sem verið er að skoða endurgerðarmöguleika Borgríkis. Óskar segist vera búinn að sjá stiklu úr Contraband og er virkilega sáttur. „Mér fannst hún algjört æði,“ segir Óskar, en Reykjavík-Rotterdam er fyrsta endurgerða íslenska kvikmyndin. „Að sjá stikluna var flott því hún virðist vera nokkuð trú upprunalegu sögunni og þetta kitlar, vonandi verður þetta upphafið að einhverju meira. Þetta er bara virkilega hvetjandi. Bandaríkin eru bara þannig að það er erfitt að koma evrópskum kvikmyndum í bíóhús þar. En þetta er það sem þeir gera, þeir endurgera bara myndirnar og laga þær að sínu.“ freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Lífið KK og Sinfó: Clint Eastwood mætti í Eldborg Gagnrýni Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn Lífið „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Lífið Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Lífið Steldu senunni í veislu sumarsins Lífið Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Lífið Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Lífið Fleiri fréttir Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Steldu senunni í veislu sumarsins Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Skvísurnar tóku yfir klúbbinn Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Kjalar ástfanginn í tvö ár Diddú tíu þúsundasti gestur fótboltabullnanna Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Alda Karen keppir í hermiakstri Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Eilish sópaði að sér verðlaunum á AMA-hátíðinni Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Sara Björk og Árni kaupa í Urriðaholti Senjórítur og Pálmi Gunnars stálu senunni á Rottweiler Eyjaherrar heiðruðu sjötugan Ásgeir í stjörnufans „Þessi þriggja daga hátíð er algjört konfekt” Þarf ekki stóra íbúð til að gera heimilið fallegt Ásta Kristrún og Valgeir biðla til vina í leit að húsnæði Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Segist hafa neyðst til að vera Laufey í beinni útsendingu Stjörnulífið: Fröllur í poka og franska rívíeran Ástir, losti, fíkn og svik – dauði Marilyn Monroe Flytur til Sydney Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Sjá meira
Kvikmyndaleikstjórarnir Óskar Jónasson og Ólafur Jóhannesson vöknuðu báðir með hnút í maganum á mánudagsmorgun enda stór stund fram undan, þeir eru að frumsýna myndir sínar. Kvikmyndirnar Borgríki og Hetjur Valhallar: Þór verða báðar frumsýndar í þessari viku. Þær eiga það sameiginlegt að vera íslenskar en þar með er líkindunum lokið, Borgríki er tryllir sem fylgist með undirheimum Reykjavíkur og baráttu lögreglunnar við misyndismenn en Hetjur Valhallar: Þór er teiknimynd fyrir alla fjölskylduna, innblásin af norrænu goðafræðinni. Borgríki var gerð fyrir áttatíu milljónir en Hetjur Valhallar: Þór fyrir einn og hálfan milljarð. Hreyfilist í draumiLeikstjórarnir Óskar og Ólafur viðurkenna báðir að hafa vaknað á mánudagsmorgun með hnút í maganum. „Ég fór að velta því fyrir mér hvort ég hefði drukkið of mikið kaffi,“ segir Óskar en Ólafur segist hafa verið viðbúinn sínum. „Það er alveg sama hvort maður fer í jóga eða ræktina, þessi hnútur verður þarna enn þá. Maður er bara í sjálf-gíslatöku og vaknar og sofnar í köldum svita.“ Óskar ákveður á þessum tímapunkti að deila draumi sem hann dreymdi; hann var að lesa Fréttablaðið og verður var við eitthvert skrjáf fyrir framan sig. „Og ég uppgötva að þetta er tjald og ég stend uppi á sviði, algjörlega óundirbúinn og ákveð að bjarga mér með hreyfilist.“ Ólaf hefur hins vegar ekki dreymt neitt á þessa lund. Og kannski er það bara fyrir bestu. Engan kjánahroll, takkViðtalið hefst reyndar á því að Ólafur Jóhannesson yfirheyrir Óskar um gerð teiknimyndar og Óskar kryfur vinnuna nánast í þaula, segir teiknimyndagerð mikla þolinmæðisvinnu þar sem huga verði að hverju einasta smáatriði. „Ég veit ekki hvort ég treysti mér til að gera þetta aftur,“ segir Óskar og Ólafur kinkar kolli, þetta eru tveir kvikmyndagerðarmenn og hjörtu þeirra slá nánast í takt. Og það kemur berlega í ljós þegar þeir deila með sér sögu af fyrstu kynnum sínum af kvikmyndagerð, þeir felldu til að mynda báðir tár af spennu þegar þeir voru að vinna sínar fyrstu myndir. „Ég fór að hágráta í skólanum þegar kennarinn sagði mér að breyta endi á stuttmynd. Ég var ekki sammála honum og einn skólafélagi minn kom að mér þar sem ég var hágrátandi.“ Og Ólafur tekur undir þetta, fyrstu verkefnin hafi verið virkilega taugatrekkjandi. „Eina markmiðið núna er að láta mig ekki líta út fyrir að vera aula í stórum sal fullum af áhorfendum, vera með allt mitt á hreinu,“ segir Ólafur og Óskar kinkar núna kolli, honum til samþykkis. „Stór hluti af viðfangsefni leikstjórans er að koma í veg fyrir kjánahroll, flestir áhorfendur þekkja þennan aulahroll og það er verkefni leikstjórans að koma auga á hann og klippa hann út.“ Hollywood opnar augunUmræðan fer síðan út í íslenska kvikmyndagerð, en hún hefur blómstrað frá því eftir hrun, til að mynda verða tíu íslenskar kvikmyndir frumsýndar á þessu ári. „Þetta hefur verið gott ár en ég held, því miður, að þetta sé síðasta góða árið, þetta er síðasta pústið. Næsta ár verður ákaflega erfitt og það eru ekkert sérstaklega mörg verkefni í gangi,“ segir Ólafur en bætir því við að þetta sé líka sagt hvert einasta ár. „Hins vegar er núna raunveruleg hætta á því að fagfólki fari að flytjast úr landi,“ skýtur Óskar að. Og þá er alltaf hægt að láta sig dreyma um Hollywood. Óskar leikstýrði kvikmyndinni Reykjavík-Rotterdam sem nú er orðin að Contraband með Mark Wahlberg í aðalhlutverki og Ólafur er kominn á samning hjá amerískri umboðsskrifstofu þar sem verið er að skoða endurgerðarmöguleika Borgríkis. Óskar segist vera búinn að sjá stiklu úr Contraband og er virkilega sáttur. „Mér fannst hún algjört æði,“ segir Óskar, en Reykjavík-Rotterdam er fyrsta endurgerða íslenska kvikmyndin. „Að sjá stikluna var flott því hún virðist vera nokkuð trú upprunalegu sögunni og þetta kitlar, vonandi verður þetta upphafið að einhverju meira. Þetta er bara virkilega hvetjandi. Bandaríkin eru bara þannig að það er erfitt að koma evrópskum kvikmyndum í bíóhús þar. En þetta er það sem þeir gera, þeir endurgera bara myndirnar og laga þær að sínu.“ freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Lífið KK og Sinfó: Clint Eastwood mætti í Eldborg Gagnrýni Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn Lífið „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Lífið Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Lífið Steldu senunni í veislu sumarsins Lífið Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Lífið Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Lífið Fleiri fréttir Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Steldu senunni í veislu sumarsins Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Skvísurnar tóku yfir klúbbinn Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Kjalar ástfanginn í tvö ár Diddú tíu þúsundasti gestur fótboltabullnanna Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Alda Karen keppir í hermiakstri Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Eilish sópaði að sér verðlaunum á AMA-hátíðinni Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Sara Björk og Árni kaupa í Urriðaholti Senjórítur og Pálmi Gunnars stálu senunni á Rottweiler Eyjaherrar heiðruðu sjötugan Ásgeir í stjörnufans „Þessi þriggja daga hátíð er algjört konfekt” Þarf ekki stóra íbúð til að gera heimilið fallegt Ásta Kristrún og Valgeir biðla til vina í leit að húsnæði Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Segist hafa neyðst til að vera Laufey í beinni útsendingu Stjörnulífið: Fröllur í poka og franska rívíeran Ástir, losti, fíkn og svik – dauði Marilyn Monroe Flytur til Sydney Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Sjá meira