Innlent

23 morð á síðustu 13 árum

Haraldar Johannessen ríkislögreglustjóri
Haraldar Johannessen ríkislögreglustjóri
Lagt var hald á um 27 kíló af marijúana á síðasta ári, 11 kíló af amfetamíni og yfir 15 þúsund e-töflur. Þá var einnig lagt hald á rúmlega 9 þúsund stykki af hassplöntum. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í afbrotatölfræði ríkislögreglustjóra. Á síðasta ári voru tilkynnt rúmlega 73.500 brot til lögreglu  og heildarfjöldi brota voru færri en árin 2009 og 2008.

 Í tölfræðiskýrslunni kemur einnig fram að tilkynnti hafi verið um 323 kynferðisbrot á síðasta ári eða 1,6 prósent fleiri brot en árið áður. Þá segir einnig að á síðustu 13 árum hafa komið upp 23 manndrápsmál, sem gera 1,8 manndráp að meðaltali á árunum 1998 til 2010.

„Fíkniefnabrotum fjölgaði um 16% frá árinu áður. Brotum sem falla undir framleiðslu á fíkniefnum fjölgaði á árinu 2010 og voru þau 235 en meðaltal síðustu þriggja ára er 82 brot á ári,“ segir í skýrsluni.

Lesa má afbrotatölfræði ríkislögreglustjóra hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×