Innlent

Dagbókarbrot Páls Óskars: Von og vonleysi

Enginn veit að drengurinn sem Páll Óskar hitti er HIV-jákvæður nema mamma hans og amma, því kemur nafn hans ekki fram.
Enginn veit að drengurinn sem Páll Óskar hitti er HIV-jákvæður nema mamma hans og amma, því kemur nafn hans ekki fram.
Dagbókarbrot frá Páli Óskari Hjálmtýssyni í Síerra Leóne munu birtast næstu daga á Vísi, eitt á dag, fram að söfnunar- og skemmtiþætti UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, sem sýndur verður á föstudag, á degi rauða nefsins. Dagur rauða nefsins verður í opinni útsendingu á Stöð 2 og hér á Vísi.



„Ég fór til Síerra Leóne fyrir UNICEF út af degi rauða nefsins!

Á sjúkrahúsi í Freetown, höfuðborginni í landinu, hitti ég 13 ára strák sem var algjört æði. Hann er HIV-jákvæður og smitaðist sennilega við blóðgjöf þegar hann var 5 ára. Það eru ekki til fjármagn á sjúkrahúsinu til að skanna blóð.

Honum var vart hugað líf á tímabili, en í dag þiggur hann lyfjagjöf frá UNICEF og honum líður miklu betur. Hann mætir reglulega í tékk á sjúkrahúsið þar sem ég hitti hann.  Hann ber það ekki með sér að vera HIV-jákvæður, hann er ekki veikur, gengur í skóla, spilar sinn fótbolta.  Hann lifir nánast eðlilegu lífi í dag. En sjúkdómnum fylgir enn mikil skömm í Síerra Leone. 

Enginn veit að hann er HIV-jákvæður nema mamma hans og amma.  Hann þorir ekki að segja bestu vinum sínum frá þessu, af ótta við fordæmingar og útskúfun og því er best að vera ekkert að skrifa nafnið hans beint undir myndina. Hann er mjög skýr í kollinum og hélt yfir mér þrumuræðu um von og vonleysi. Hann þakkar UNICEF fyrir að vera enn á lífi.

Hérna erum við saman eftir að hann fékk lyfin sín og hafði kennt mér að syngja uppáhaldslagið sitt!

Munum svo öll eftir degi rauða nefsins næsta föstudag: Landssöfnun fyrir UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna!“

- Páll Óskar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×