Innlent

Ríkislögreglustjóri svarar ríkisendurskoðun

Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri.
Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri.
Ríkislögreglustjóri hefur svarað fyrirspurn Ríkisendurskoðanda vegna viðskipta embættisins við Radíóraf.

Ríkislögreglustjóri krafðist þess að Ríkisendurskoðandi viki sæti við afgreiðslu málsins þar sem hann taldi ríkisendurskoðanda vanhæfan til þess að fara með málið, þar sem hann fullyrti í fjölmiðlum að embætti ríkislögreglustjóra hefði brotið lög.

Innanríkisráðherra tók ekki afstöðu til þess hvort ríkisendurskoðandi ætti að víkja sæti vegna málsins.

Viðskipti ríkislögreglustjóra við Radíóraf náum 141 milljón króna. Hægt er að skoða útskýringar ríkislögreglustjóra í viðhengi hér fyrir neðan.

Hægt er að sjá svarið hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×