Innlent

Ráðist á vaktmann á Hlemmi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hlemmur getur verið hættulegur vinnustaður.
Hlemmur getur verið hættulegur vinnustaður.
Ráðist var á vaktmann á strætóstoppistöðinni á Hlemmi um sexleytið í dag. Starfstúlka í sælgætisverslun á Hlemmi tilkynnti um málið til lögreglunnar og komu tveir lögreglumenn á vettvang til þess að sækja árásarmanninn. Hann var handtekinn og gistir nú fangageymslur. Maðurinn var ölvaður. Lögreglan hefur ekki upplýsingar um það hvort maðurinn sem ráðist var á hafi slasast alvarlega.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×