Borgaraleg ferming vinsæll valkostur 23. mars 2011 16:33 Börn sem hljóta borgaralega fermingu fá kennslu í siðfræði, gagnrýnni hugsun og lífsleikni. Nordicphotos/Getty Borgaraleg ferming nýtur vaxandi hylli hérlendis. Þannig ætla 195 börn að fermast borgaralega í ár en þau voru 166 á síðasta ári. Hope Knútsson, formaður Siðmenntar, telur gott orðspor ráða því að sífellt fleiri velja þennan kost. „Það er helsta ástæðan sem mér dettur í hug. Þegar börnin fermast borgaralega eru vinir þeirra og vandamenn viðstaddir, upplifa athöfnina með eigin augum og þannig fjölgar þeim statt og stöðugt sem fara að velta þessum möguleika fyrir sér." Margir tengja ferminguna fyrst og fremst við kirkjulega athöfn þar sem einstaklingurinn staðfestir skírnarheit og játast kristni. Hver er þá tilgangurinn með borgaralegri fermingu ef slíkt stendur ekki til? „Þetta er valkostur fyrir þá sem vilja fagna tímamótum, góð viðbót í flóruna," svarar Hope og bætir við að fermingarbörnin læri að auki margt gagnlegt.Hope Knútsson, formaður Siðmenntar.„Þau fá sína fermingarfræðslu eins og önnur fermingarbörn en áherslurnar eru aðrar. Þannig einblínum við á siðfræði, gagnrýna hugsun og lífsleikni; jafnrétti, almenn mannréttindi, virðingu fyrir trúarbrögðum og ólíkum skoðunum og mannleg samskipti eru hluti af því sem við tökum fyrir." Hún getur þess að hvorki barnið né foreldrar eða aðstandendur þess þurfi að vera skráðir í Siðmennt til að geta fermst borgaralega. „Skráning í trúfélög er heldur engin fyrirstaða fyrir því," tekur hún fram og vísar á heimasíðu félagsins, sidmennt.is, þar sem nálgast megi allar nánari upplýsingar.- rve Fermingar Mest lesið Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fleiri fréttir Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Sjá meira
Borgaraleg ferming nýtur vaxandi hylli hérlendis. Þannig ætla 195 börn að fermast borgaralega í ár en þau voru 166 á síðasta ári. Hope Knútsson, formaður Siðmenntar, telur gott orðspor ráða því að sífellt fleiri velja þennan kost. „Það er helsta ástæðan sem mér dettur í hug. Þegar börnin fermast borgaralega eru vinir þeirra og vandamenn viðstaddir, upplifa athöfnina með eigin augum og þannig fjölgar þeim statt og stöðugt sem fara að velta þessum möguleika fyrir sér." Margir tengja ferminguna fyrst og fremst við kirkjulega athöfn þar sem einstaklingurinn staðfestir skírnarheit og játast kristni. Hver er þá tilgangurinn með borgaralegri fermingu ef slíkt stendur ekki til? „Þetta er valkostur fyrir þá sem vilja fagna tímamótum, góð viðbót í flóruna," svarar Hope og bætir við að fermingarbörnin læri að auki margt gagnlegt.Hope Knútsson, formaður Siðmenntar.„Þau fá sína fermingarfræðslu eins og önnur fermingarbörn en áherslurnar eru aðrar. Þannig einblínum við á siðfræði, gagnrýna hugsun og lífsleikni; jafnrétti, almenn mannréttindi, virðingu fyrir trúarbrögðum og ólíkum skoðunum og mannleg samskipti eru hluti af því sem við tökum fyrir." Hún getur þess að hvorki barnið né foreldrar eða aðstandendur þess þurfi að vera skráðir í Siðmennt til að geta fermst borgaralega. „Skráning í trúfélög er heldur engin fyrirstaða fyrir því," tekur hún fram og vísar á heimasíðu félagsins, sidmennt.is, þar sem nálgast megi allar nánari upplýsingar.- rve
Fermingar Mest lesið Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fleiri fréttir Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Sjá meira