Margar konur nefndar til sögunnar sem næsti biskup 27. desember 2011 12:18 Síðan Karl Sigurbjörnsson biskup Íslands tilkynnti við upphaf síðasta kirkjuþings að hann hygðist láta af embætti á næsta ári hefur legið fyrir að biskupskjör fer fram á næsta ári. Rétt til að kjósa biskup hafa biskupar og prestar þjóðkirkjunnar, kennarar við guðfræðideild Háskólans og margir leikmenn, en sú nýbreytni verður nú að formenn sóknarnefnda og varaformenn þeirra á suðvesturhorninu hafa nú atkvæðisrétt, svo hátt í 500 manns taka þátt í kjörinu. Þegar er tekið að skrafa um hugsanlega frambjóðendur, þó enginn hafi enn lýst formlega yfir áhuga á embættinu. Fréttastofa hafði samband við fjölda presta og grófst fyrir um hugsanlega kandídata, en áberandi fjöldi kvenna var nefndur. Sumir prestarnir töldu að meðbyr væri með konum, þótt óvíst væri hvort kona yrði biskup nú eða næst. Margir voru þó sammála um að næsti biskup yrði að hafa almenna tilhöfðun til almennings. Arnfríður Guðmundsdóttir, prófessor við guðfræðideild Íslands, var oft nefnd, en sjálf segir hún í samtali við fréttastofu að komið hafi verið að máli við hana og hún beðin um að íhuga að gefa kost á sér. Hún er þó þeirrar skoðunar að prinsippumræða um biskupsembættið þurfi að fara fram áður en umræða hefst um nöfn frambjóðenda. Auk hennar voru nefndar þær séra Sigríður Guðmarsdóttir í Grafarholtsprestkalli, Jóna Hrönn Bolladóttir í Garðasókn og Agnes M. Sigurðardóttir sóknarprestur í Bolungarvík, sem sóttist eftir embætti vígslubiskups í Skálholti við síðustu kosningu. Þá var nafn stjórnlagaráðsmannsins Arnar Bárðar Jónssonar í Neskirkju nefnt, auk kollega hans í sömu kirkju, Sigurðar Árna Þórðarsonar, en báðir sögðu þeir að vinir þeirra hafi lagt til við þá að gefa kost á sér og þeir hafi það til íhugunar. Hjálmar Jónsson, dómkirkjuprestur, mun ekki hafa hug á að sækjast eftir embættinu að svo stöddu. Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Sjá meira
Síðan Karl Sigurbjörnsson biskup Íslands tilkynnti við upphaf síðasta kirkjuþings að hann hygðist láta af embætti á næsta ári hefur legið fyrir að biskupskjör fer fram á næsta ári. Rétt til að kjósa biskup hafa biskupar og prestar þjóðkirkjunnar, kennarar við guðfræðideild Háskólans og margir leikmenn, en sú nýbreytni verður nú að formenn sóknarnefnda og varaformenn þeirra á suðvesturhorninu hafa nú atkvæðisrétt, svo hátt í 500 manns taka þátt í kjörinu. Þegar er tekið að skrafa um hugsanlega frambjóðendur, þó enginn hafi enn lýst formlega yfir áhuga á embættinu. Fréttastofa hafði samband við fjölda presta og grófst fyrir um hugsanlega kandídata, en áberandi fjöldi kvenna var nefndur. Sumir prestarnir töldu að meðbyr væri með konum, þótt óvíst væri hvort kona yrði biskup nú eða næst. Margir voru þó sammála um að næsti biskup yrði að hafa almenna tilhöfðun til almennings. Arnfríður Guðmundsdóttir, prófessor við guðfræðideild Íslands, var oft nefnd, en sjálf segir hún í samtali við fréttastofu að komið hafi verið að máli við hana og hún beðin um að íhuga að gefa kost á sér. Hún er þó þeirrar skoðunar að prinsippumræða um biskupsembættið þurfi að fara fram áður en umræða hefst um nöfn frambjóðenda. Auk hennar voru nefndar þær séra Sigríður Guðmarsdóttir í Grafarholtsprestkalli, Jóna Hrönn Bolladóttir í Garðasókn og Agnes M. Sigurðardóttir sóknarprestur í Bolungarvík, sem sóttist eftir embætti vígslubiskups í Skálholti við síðustu kosningu. Þá var nafn stjórnlagaráðsmannsins Arnar Bárðar Jónssonar í Neskirkju nefnt, auk kollega hans í sömu kirkju, Sigurðar Árna Þórðarsonar, en báðir sögðu þeir að vinir þeirra hafi lagt til við þá að gefa kost á sér og þeir hafi það til íhugunar. Hjálmar Jónsson, dómkirkjuprestur, mun ekki hafa hug á að sækjast eftir embættinu að svo stöddu.
Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Sjá meira