Heimsendir helmingi stærri en Fangavaktin 21. janúar 2011 10:00 Allt sem Vaktargengið hefur snert undanfarin misseri hefur breyst í gull. Jón Gnarr tekur ekki þátt í framleiðslu nýju þáttanna, en þó hefur verið skrifað fyrir hann lítið hlutverk.fréttablaðið/anton „Þetta er svo stór sería. Það er alveg gríðarlegt magn af fólki sem birtist, við erum með heilan geðspítala,“ segir leikstjórinn Ragnar Bragason. Eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu vinna Ragnar og félagar hans í Vaktagenginu, þeir Pétur Jóhann Sigfússon, Jörundur Ragnarsson og Jóhann Ævar Grímsson að sjónvarpsþáttunum Heimsendir, sem gerast á geðsjúkrahúsi. Jón Gnarr, félagi þeirra, hefur öðrum hnöppum að hneppa þessa dagana, en þeir eru samt búinn að skrifa fyrir hann lítið hlutverk. „Nú þurfum við að semja við ritarann hans og sjá hvort það sé hægt að finna tíma til að fá hann í upptökur,“ segir Ragnar. „Það er ekki hægt að gera þetta án þess að það sjáist allavega í hann.“ Eru nýju þættirnir stærri en Fangavaktin? „Ég myndi segja að Heimsendir væri helmingi stærri. En þættirnir gerast meira og minna allir á þessum spítala.“ Óvíst hvar þættirnir verða teknir upp, en upptökur hefjast í júní. Þættirnir verða svo frumsýndir á Stöð 2 í haust. Samstarf félaganna hefur verið gríðarlega farsælt, en þrátt fyrir það segir Ragnar það alls ekki vera auðvelt að byrja á nýjum þáttum. „Síðast vorum við að byggja á grunni sem varð til i Næturvaktinni,“ segir hann. „Í þetta skipti erum við að búa til nýtt gallerí frá grunni. Rannsóknar- og forvinnan hefur verið mikil, sérstaklega út af umfjöllunarefninu. Við vorum að kynna okkur þennan heim; staðreyndir og hluti sem tengjast heimi þeirra sem glíma við geðsjúkdóma.“ Og hafið þið hitt geðsjúka í þessari vinnu? „Mjög marga. Við erum búnir að hitta mjög marga sem hafa glímt við geðsjúkdóma og marga sem hafa unnið í þessu kerfi. Geðlækna, iðjuþjálfa, sálfræðinga – við erum búnir að vinna mjög mikla heimavinnu.“ Ragnar og félagar leita nú að stelpu á aldrinum 13 til 15 ára til að fara með eitt aðalhlutverkanna. „Hún á að leika dóttur Péturs Jóhanns,“ segir hann og bendir áhugasömum á að senda póst á stelpa@sagafilm.is. atlifannar@frettabladid.is Mest lesið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Fleiri fréttir Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Sjá meira
„Þetta er svo stór sería. Það er alveg gríðarlegt magn af fólki sem birtist, við erum með heilan geðspítala,“ segir leikstjórinn Ragnar Bragason. Eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu vinna Ragnar og félagar hans í Vaktagenginu, þeir Pétur Jóhann Sigfússon, Jörundur Ragnarsson og Jóhann Ævar Grímsson að sjónvarpsþáttunum Heimsendir, sem gerast á geðsjúkrahúsi. Jón Gnarr, félagi þeirra, hefur öðrum hnöppum að hneppa þessa dagana, en þeir eru samt búinn að skrifa fyrir hann lítið hlutverk. „Nú þurfum við að semja við ritarann hans og sjá hvort það sé hægt að finna tíma til að fá hann í upptökur,“ segir Ragnar. „Það er ekki hægt að gera þetta án þess að það sjáist allavega í hann.“ Eru nýju þættirnir stærri en Fangavaktin? „Ég myndi segja að Heimsendir væri helmingi stærri. En þættirnir gerast meira og minna allir á þessum spítala.“ Óvíst hvar þættirnir verða teknir upp, en upptökur hefjast í júní. Þættirnir verða svo frumsýndir á Stöð 2 í haust. Samstarf félaganna hefur verið gríðarlega farsælt, en þrátt fyrir það segir Ragnar það alls ekki vera auðvelt að byrja á nýjum þáttum. „Síðast vorum við að byggja á grunni sem varð til i Næturvaktinni,“ segir hann. „Í þetta skipti erum við að búa til nýtt gallerí frá grunni. Rannsóknar- og forvinnan hefur verið mikil, sérstaklega út af umfjöllunarefninu. Við vorum að kynna okkur þennan heim; staðreyndir og hluti sem tengjast heimi þeirra sem glíma við geðsjúkdóma.“ Og hafið þið hitt geðsjúka í þessari vinnu? „Mjög marga. Við erum búnir að hitta mjög marga sem hafa glímt við geðsjúkdóma og marga sem hafa unnið í þessu kerfi. Geðlækna, iðjuþjálfa, sálfræðinga – við erum búnir að vinna mjög mikla heimavinnu.“ Ragnar og félagar leita nú að stelpu á aldrinum 13 til 15 ára til að fara með eitt aðalhlutverkanna. „Hún á að leika dóttur Péturs Jóhanns,“ segir hann og bendir áhugasömum á að senda póst á stelpa@sagafilm.is. atlifannar@frettabladid.is
Mest lesið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Fleiri fréttir Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Sjá meira