Fjórir sjómenn níddust á þrettán ára dreng: "Var svona væg busun“ 15. nóvember 2011 11:01 Myndin er úr safni. Fjórir sjómenn hafa verið dæmdir í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að beita þrettán ára dreng kynferðislegu ofbeldi í tíu daga veiðiferð með skipi. Faðir drengsins var einnig á skipinu. Einn mannanna er meðal annars dæmdur fyrir að hafa „pungað" drenginn. Þá var hann staddur í stýrihúsinu. Sá dæmdi sagði þá: „Pungum hann". Drengurinn vissi ekki hvað það væri, en sá dæmdi beraði kynfæri sín og otaði þeim að andliti drengsins, sem kom sér undan með því að slá í kynfærin. Þá var einn hinna dæmdu ákærður fyrir að taka í fætur drengsins og halda honum á hvolfi yfir borðstokknum, milli skips og bryggju og hætta ekki fyrr en drengurinn hafði sagt að hinn dæmdi væri bestur. Hann var hinsvegar sýknaður af þeim ákæruliði. Þá greindi drengurinn einnig frá því að eitt sinn, þegar hann var að gera að fiski, beygði hann sig niður vegna þess að hann var að fara að æla af sjóveiki. Þá kom einn hinna dæmdu og potaði fingri sínum í rass drengsins. Drengurinn segir að faðir hans hafi séð þetta og orðið reiður, en sama dag fór drengurinn heim. Þrjú sálfræðiviðtöl voru tekin við drenginn. Í vottorðinu kemur meðal annars fram að sjóferðin hafi tekið verulega á drenginn. Hann hafi verið sjóveikur allan tímann og grín gert að honum vegna þess. Hann hafi verið niðurlægður með orðum og gerðum og hann hafi þurft að þola ýmsa áreitni sem hafi bæði meitt hann, niðurlægt og gert hann verulega hræddan, jafnvel um líf sitt. Hann hafi stöðugt þurft að vera á varðbergi og viðbúinn hverju sem væri, en það væru mjög kvíðavekjandi aðstæður. Hann hafi upplifað algert hjálparleysi þar sem hann hafi ekki ráðið líkamlega við skipverjana og verið hættur að búast við því að einhver kæmi honum til bjargar, þar sem þeir hefðu allir brugðist honum að því leyti. Einn sjómannanna sagði að stemningin um borð hefði verið þannig að menn hafi til dæmis verið að rassskella hver annan eða þykjast „ríða" hver öðrum. Munnsöfnuður manna hafi verið grófur og það verið blótað. Þá sagði ákærði að framkoma manna gagnvart drengnum hafi verið grín, en það hefði kannski mátt sleppa einhverjum atriðum. Þetta hefði verið „svona væg busun" og hún hafi alls ekki verið í kynferðislegum tilgangi. Tveir af hinum dæmdu skulu sæta 45 daga fangelsi en refsing fellur niður haldi þeir skilorð í tvö ár. Sá þriðji skal sæta 60 daga fangelsi en fresta skal fullnustu refsingarinnar og fellur hún niður tveimur árum síðar. Sá fjórði skal sæta fangelsi í þrjá mánuði, en fresta skal fullnustu refsingarinnar og hún fellur niður haldi hann skilorð í tvö ár. Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Fjórir sjómenn hafa verið dæmdir í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að beita þrettán ára dreng kynferðislegu ofbeldi í tíu daga veiðiferð með skipi. Faðir drengsins var einnig á skipinu. Einn mannanna er meðal annars dæmdur fyrir að hafa „pungað" drenginn. Þá var hann staddur í stýrihúsinu. Sá dæmdi sagði þá: „Pungum hann". Drengurinn vissi ekki hvað það væri, en sá dæmdi beraði kynfæri sín og otaði þeim að andliti drengsins, sem kom sér undan með því að slá í kynfærin. Þá var einn hinna dæmdu ákærður fyrir að taka í fætur drengsins og halda honum á hvolfi yfir borðstokknum, milli skips og bryggju og hætta ekki fyrr en drengurinn hafði sagt að hinn dæmdi væri bestur. Hann var hinsvegar sýknaður af þeim ákæruliði. Þá greindi drengurinn einnig frá því að eitt sinn, þegar hann var að gera að fiski, beygði hann sig niður vegna þess að hann var að fara að æla af sjóveiki. Þá kom einn hinna dæmdu og potaði fingri sínum í rass drengsins. Drengurinn segir að faðir hans hafi séð þetta og orðið reiður, en sama dag fór drengurinn heim. Þrjú sálfræðiviðtöl voru tekin við drenginn. Í vottorðinu kemur meðal annars fram að sjóferðin hafi tekið verulega á drenginn. Hann hafi verið sjóveikur allan tímann og grín gert að honum vegna þess. Hann hafi verið niðurlægður með orðum og gerðum og hann hafi þurft að þola ýmsa áreitni sem hafi bæði meitt hann, niðurlægt og gert hann verulega hræddan, jafnvel um líf sitt. Hann hafi stöðugt þurft að vera á varðbergi og viðbúinn hverju sem væri, en það væru mjög kvíðavekjandi aðstæður. Hann hafi upplifað algert hjálparleysi þar sem hann hafi ekki ráðið líkamlega við skipverjana og verið hættur að búast við því að einhver kæmi honum til bjargar, þar sem þeir hefðu allir brugðist honum að því leyti. Einn sjómannanna sagði að stemningin um borð hefði verið þannig að menn hafi til dæmis verið að rassskella hver annan eða þykjast „ríða" hver öðrum. Munnsöfnuður manna hafi verið grófur og það verið blótað. Þá sagði ákærði að framkoma manna gagnvart drengnum hafi verið grín, en það hefði kannski mátt sleppa einhverjum atriðum. Þetta hefði verið „svona væg busun" og hún hafi alls ekki verið í kynferðislegum tilgangi. Tveir af hinum dæmdu skulu sæta 45 daga fangelsi en refsing fellur niður haldi þeir skilorð í tvö ár. Sá þriðji skal sæta 60 daga fangelsi en fresta skal fullnustu refsingarinnar og fellur hún niður tveimur árum síðar. Sá fjórði skal sæta fangelsi í þrjá mánuði, en fresta skal fullnustu refsingarinnar og hún fellur niður haldi hann skilorð í tvö ár.
Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira