Jóhanna: Þeir beita hreinu ofbeldi Hugrún Halldórsdóttir skrifar 16. apríl 2011 12:20 Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra Jóhanna Sigurðardóttir lýsir miklum vonbrigðum með að ekki hafi náðst samkomulag um kjaraviðræður Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífisins í gærkvöldi. Hún segir SA beita hreinu ofbeldi með vinnubrögðum sínum. Forsætisráðherra segir alveg ljóst að það voru sjávarútvegsmálin sem að urðu til þess að ekki náði saman í gær. „Það er mjög sérkennilegt að SA skuli þarna taka kröfur LÍÚ í sjávarútvegsmálum fram yfir hagsmuni á annað hundrað þúsund launþega, sem beið eftir að fá verulegar kjarabætur bæði í gegnum launahækkanir og verulegt útspil frá ríkisstjórninni," segir Jóhanna.„Það er greinilegt að óbilgirni LÍÚ kemur þarna í veg fyrir að við getum litið fram á kjarasamninga til lengri tíma sem eru nauðsynlegir til þess að tryggja hér stöðugleika." Kemur til greina að gefa eitthvað eftir í sjávarútvegsmálum til þess að liðka fyrir samningum? „Það er alveg ljóst, og við höfum sagt það alveg frá því í janúar, að kjarasamningar eða breytingar á kvótakerfinu eiga ekki að tengjast kjarasamningum. Þetta er allt annað mál. Ég er hjartanlega sammála ASÍ, sem segir að breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu hafi ekkert með almannakjarasamningaviðræður að gera. Þetta er nokkuð sem er á stefnuskrá flokkanna, sem við höfum verið að vinna með og munum væntanlega leggja fram frumvarp um í næsta mánuði. Við höfum boðið SA og LÍÚ að fara yfir hagfræðilega úttekt á okkar tillögum þegar hún liggur fyrir um efnahagsleg áhrif og rekstrarskilyrði í sjávarútvegi og ef ástæða er til í ljósi þeirrar úttektar að skoða einhverjar breytingar á okkar tilllögum eða lengri aðlögunartíma, þá erum við tilbúin að skoða það. En lengra töldum við okkur ekki geta gengið inn í þessa kjarasamninga með þetta mál sem er alls óskylt," segir Jóhanna í samtali við fréttastofu. Forsvarsmenn SA sögðu fyrir atkvæðagreiðsluna um Icesave fyrr í mánuðinum að þriggja ára kjarasamningar væru út af borðinu yrðu samningar felldir og nú vilja þeir að ASÍ skrifi undir sameiginlega yfirlýsingu um að ríkisstjórnin beri ábyrgð á að þriggja ára samningur hafi ekki náðst. Jóhanna segist ekki hrifin af þessum vinnubrögðum. „Mér finnst þeir beita hreinu ofbeldi, þetta eru svona eitt af þeim ósvífnustu vinnbrögðum sem ég hef séð á mínum langa ferli í pólitíkinni," segir Jóhanna. Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Jóhanna Sigurðardóttir lýsir miklum vonbrigðum með að ekki hafi náðst samkomulag um kjaraviðræður Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífisins í gærkvöldi. Hún segir SA beita hreinu ofbeldi með vinnubrögðum sínum. Forsætisráðherra segir alveg ljóst að það voru sjávarútvegsmálin sem að urðu til þess að ekki náði saman í gær. „Það er mjög sérkennilegt að SA skuli þarna taka kröfur LÍÚ í sjávarútvegsmálum fram yfir hagsmuni á annað hundrað þúsund launþega, sem beið eftir að fá verulegar kjarabætur bæði í gegnum launahækkanir og verulegt útspil frá ríkisstjórninni," segir Jóhanna.„Það er greinilegt að óbilgirni LÍÚ kemur þarna í veg fyrir að við getum litið fram á kjarasamninga til lengri tíma sem eru nauðsynlegir til þess að tryggja hér stöðugleika." Kemur til greina að gefa eitthvað eftir í sjávarútvegsmálum til þess að liðka fyrir samningum? „Það er alveg ljóst, og við höfum sagt það alveg frá því í janúar, að kjarasamningar eða breytingar á kvótakerfinu eiga ekki að tengjast kjarasamningum. Þetta er allt annað mál. Ég er hjartanlega sammála ASÍ, sem segir að breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu hafi ekkert með almannakjarasamningaviðræður að gera. Þetta er nokkuð sem er á stefnuskrá flokkanna, sem við höfum verið að vinna með og munum væntanlega leggja fram frumvarp um í næsta mánuði. Við höfum boðið SA og LÍÚ að fara yfir hagfræðilega úttekt á okkar tillögum þegar hún liggur fyrir um efnahagsleg áhrif og rekstrarskilyrði í sjávarútvegi og ef ástæða er til í ljósi þeirrar úttektar að skoða einhverjar breytingar á okkar tilllögum eða lengri aðlögunartíma, þá erum við tilbúin að skoða það. En lengra töldum við okkur ekki geta gengið inn í þessa kjarasamninga með þetta mál sem er alls óskylt," segir Jóhanna í samtali við fréttastofu. Forsvarsmenn SA sögðu fyrir atkvæðagreiðsluna um Icesave fyrr í mánuðinum að þriggja ára kjarasamningar væru út af borðinu yrðu samningar felldir og nú vilja þeir að ASÍ skrifi undir sameiginlega yfirlýsingu um að ríkisstjórnin beri ábyrgð á að þriggja ára samningur hafi ekki náðst. Jóhanna segist ekki hrifin af þessum vinnubrögðum. „Mér finnst þeir beita hreinu ofbeldi, þetta eru svona eitt af þeim ósvífnustu vinnbrögðum sem ég hef séð á mínum langa ferli í pólitíkinni," segir Jóhanna.
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira