Íslendingar hafa eytt 900 milljónum í Harry Potter Freyr Gígja Gunnarsson skrifar 9. september 2011 11:00 Vísir/Getty Íslendingar hafa keypt Harry Potter-bækur, mynddiska og bíómiða fyrir 900 milljónir íslenskra króna. Þá er ekki tekið með í reikninginn tölvuleikirnir og þær ótalmörgu skólatöskur, pennaveski og jafnvel boltar sem hafa selst eins og heitar lummur í leik- og ritfangaverslunum landsins. Síðustu forvöð eru að sjá síðustu Harry Potter-myndina, Harry Potter og Dauðadjásnin 2, í bíó um þessar mundir. Fyrsta Harry Potter-bókin af sjö eftir J.K. Rowling, Harry Potter og viskusteinninn, kom út hér á landi í íslenskri þýðingu árið 1999 á vegum bókaútgáfunnar Bjarts. Á þeim bænum höfðu menn óljósan grun um hvað væri í vændum. „Að meðaltali hefur hver bók selst í tuttugu þúsund eintökum,“ segir Guðrún Vilmundardóttur hjá Bjarti-Veröld, sem gefur bækurnar út hér á landi. Sem þýðir að 140 þúsund Harry Potter-bækur hafa selst hér á landi. Ef hver þeirra kostar í kringum 2.500 krónur hafa Potter-bækur verið seldar fyrir 350 milljónir íslenskra króna. Þorvaldur Árnason, framkvæmdarstjóri Samfilm, segir að frá því að fyrsta myndin um Potter og vini hans var frumsýnd árið 2001 hafi 430 þúsund gestir séð Harry Potter-myndirnar átta, bíómiðar hafi því verið seldir fyrir 360 milljónir. Nýjasta myndin, Harry Potter og Dauðadjásnin 2, hefur þegar halað inn 63 milljónir í miðasölu. „Í upphafi óraði engan fyrir að þetta yrði svona vinsælt í tíu ár. Maður er náttúrulega bara rosalega glaður og það er ekki hægt að kvarta undan Harry Potter,“ en hver einasta Potter-mynd hefur halað inn yfir milljarð dala í miðasölu á heimsvísu. En þá er ekki allt upptalið því Þorvaldi reiknast til að hátt í 75 þúsund Harry Potter-mynddiskar hafi selst hér á landi og miðað við útsöluverð, sem er 2.500 krónur, gerir það sölu upp á 187 milljónir. Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Íslendingar hafa keypt Harry Potter-bækur, mynddiska og bíómiða fyrir 900 milljónir íslenskra króna. Þá er ekki tekið með í reikninginn tölvuleikirnir og þær ótalmörgu skólatöskur, pennaveski og jafnvel boltar sem hafa selst eins og heitar lummur í leik- og ritfangaverslunum landsins. Síðustu forvöð eru að sjá síðustu Harry Potter-myndina, Harry Potter og Dauðadjásnin 2, í bíó um þessar mundir. Fyrsta Harry Potter-bókin af sjö eftir J.K. Rowling, Harry Potter og viskusteinninn, kom út hér á landi í íslenskri þýðingu árið 1999 á vegum bókaútgáfunnar Bjarts. Á þeim bænum höfðu menn óljósan grun um hvað væri í vændum. „Að meðaltali hefur hver bók selst í tuttugu þúsund eintökum,“ segir Guðrún Vilmundardóttur hjá Bjarti-Veröld, sem gefur bækurnar út hér á landi. Sem þýðir að 140 þúsund Harry Potter-bækur hafa selst hér á landi. Ef hver þeirra kostar í kringum 2.500 krónur hafa Potter-bækur verið seldar fyrir 350 milljónir íslenskra króna. Þorvaldur Árnason, framkvæmdarstjóri Samfilm, segir að frá því að fyrsta myndin um Potter og vini hans var frumsýnd árið 2001 hafi 430 þúsund gestir séð Harry Potter-myndirnar átta, bíómiðar hafi því verið seldir fyrir 360 milljónir. Nýjasta myndin, Harry Potter og Dauðadjásnin 2, hefur þegar halað inn 63 milljónir í miðasölu. „Í upphafi óraði engan fyrir að þetta yrði svona vinsælt í tíu ár. Maður er náttúrulega bara rosalega glaður og það er ekki hægt að kvarta undan Harry Potter,“ en hver einasta Potter-mynd hefur halað inn yfir milljarð dala í miðasölu á heimsvísu. En þá er ekki allt upptalið því Þorvaldi reiknast til að hátt í 75 þúsund Harry Potter-mynddiskar hafi selst hér á landi og miðað við útsöluverð, sem er 2.500 krónur, gerir það sölu upp á 187 milljónir.
Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira