Hannar hreyfingar George Clooney og Söndru Bullock 28. febrúar 2011 12:00 Daði Einarsson vann náið með mexíkóska verðlaunaleikstjóranum Alfonso Cuarón við nýjustu kvikmynd hans, Gravity. Fréttablaðið/Valli „Ég var að vinna í þessu síðasta sumar, var hálft ár í London og þurfti því að kúpla mig út úr vinnunni hér heima," segir Daði Einarsson hjá tæknibrellufyrirtækinu Framestore Reykjavík. Hann vann náið með mexíkóska verðlaunaleikstjóranum Alfonso Cuarón við nýjustu kvikmynd hans, Gravity, sem skartar meðal annars stórleikurunum George Clooney og Söndru Bullock í aðalhlutverkum. Mikil tölvugrafík verður í myndinni og því varð að forvinna hana mjög mikið. Daði þurfti til að mynda að hanna hreyfingar leikara og gera nánast myndina fyrir eiginlegar tökur ásamt því að skipuleggja hvernig ætti að taka upp aðalleikarana þegar eiginlegar tökur hæfust. Hann ber Alfonso Cuarón vel söguna en leikstjórinn á að baki myndir á borð við Harry Potter og fangann frá Azkeban og Children of Men með Clive Owen. „Hann er rosalegur karakter og mikill kvikmyndagerðarmaður. Það var virkilega skemmtilegt og forvitnilegt að fá að vinna þessa kvikmynd í svona nánu samneyti við innsta hringinn."Daði segir Cuarón vera mikinn kvikmyndagerðarmann.Daði flutti heim til Íslands fyrir fjórum árum eftir að hafa búið í London og New York frá því fyrir aldamót. Hann var á mála hjá tölvubrellufyrirtækinu Framestore þegar hann og eiginkona hans tóku þá ákvörðun að snúa aftur til föðurlandsins. Framestore vildi hins vegar síður en svo sjá á eftir sínum manni og fékk hann til að opna með sér útibú í gamla Landsímahúsinu við Austurvöll. Þar starfa nú fimmtán Íslendingar við gerð tölvubrellna og tæknilega eftirvinnslu og úrvinnslu kvikmynda og auglýsinga. Og þetta er allt lítið mál á stafrænni öld. „Við erum með mjög öflugar tölvur og öfluga nettengingu við London og New York þaðan sem við fáum stærsta partinn af okkar vinnu." En það eru ekki bara tæknibrellu-skrýmsli sem rata inn á borð til Daða og Framestore. Því hann er einnig að vinna við kvikmynd Baltasars Kormáks, Contraband. „Í nútíma kvikmyndum er eiginlega allt lagað, litir og leikkonur. Í Titanic til að mynda voru 800 brelluskot, í Mamma Mia voru þau 2000. Contraband er þokkalega stórt verkefni en það fellur einmitt undir þann hatt að ef áhorfendur taka ekki eftir vinnu okkar þá höfum við staðið okkur í stykkinu." freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Nældi sér í einn umdeildan Lífið Fleiri fréttir Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína Sjá meira
„Ég var að vinna í þessu síðasta sumar, var hálft ár í London og þurfti því að kúpla mig út úr vinnunni hér heima," segir Daði Einarsson hjá tæknibrellufyrirtækinu Framestore Reykjavík. Hann vann náið með mexíkóska verðlaunaleikstjóranum Alfonso Cuarón við nýjustu kvikmynd hans, Gravity, sem skartar meðal annars stórleikurunum George Clooney og Söndru Bullock í aðalhlutverkum. Mikil tölvugrafík verður í myndinni og því varð að forvinna hana mjög mikið. Daði þurfti til að mynda að hanna hreyfingar leikara og gera nánast myndina fyrir eiginlegar tökur ásamt því að skipuleggja hvernig ætti að taka upp aðalleikarana þegar eiginlegar tökur hæfust. Hann ber Alfonso Cuarón vel söguna en leikstjórinn á að baki myndir á borð við Harry Potter og fangann frá Azkeban og Children of Men með Clive Owen. „Hann er rosalegur karakter og mikill kvikmyndagerðarmaður. Það var virkilega skemmtilegt og forvitnilegt að fá að vinna þessa kvikmynd í svona nánu samneyti við innsta hringinn."Daði segir Cuarón vera mikinn kvikmyndagerðarmann.Daði flutti heim til Íslands fyrir fjórum árum eftir að hafa búið í London og New York frá því fyrir aldamót. Hann var á mála hjá tölvubrellufyrirtækinu Framestore þegar hann og eiginkona hans tóku þá ákvörðun að snúa aftur til föðurlandsins. Framestore vildi hins vegar síður en svo sjá á eftir sínum manni og fékk hann til að opna með sér útibú í gamla Landsímahúsinu við Austurvöll. Þar starfa nú fimmtán Íslendingar við gerð tölvubrellna og tæknilega eftirvinnslu og úrvinnslu kvikmynda og auglýsinga. Og þetta er allt lítið mál á stafrænni öld. „Við erum með mjög öflugar tölvur og öfluga nettengingu við London og New York þaðan sem við fáum stærsta partinn af okkar vinnu." En það eru ekki bara tæknibrellu-skrýmsli sem rata inn á borð til Daða og Framestore. Því hann er einnig að vinna við kvikmynd Baltasars Kormáks, Contraband. „Í nútíma kvikmyndum er eiginlega allt lagað, litir og leikkonur. Í Titanic til að mynda voru 800 brelluskot, í Mamma Mia voru þau 2000. Contraband er þokkalega stórt verkefni en það fellur einmitt undir þann hatt að ef áhorfendur taka ekki eftir vinnu okkar þá höfum við staðið okkur í stykkinu." freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Nældi sér í einn umdeildan Lífið Fleiri fréttir Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína Sjá meira