Lífið

Finnar kaupa óséðan Heimsendi

Þættirnir Heimsendir eftir Ragnar Bragason og félaga gerast á geðdeild og verða teknir upp á Arnarholti á Kjalarnesi.
Þættirnir Heimsendir eftir Ragnar Bragason og félaga gerast á geðdeild og verða teknir upp á Arnarholti á Kjalarnesi.
„Ég hef alltaf verið heillaður af Finnum. Ég hef að vísu aldrei komið þangað, en er alltaf á leiðinni," segir leikstjórinn Ragnar Bragason.

Finnska ríkissjónvarpið YLE hefur keypt sýningarréttinn á sjónvarpsþáttunum Heimsendi án þess að hafa séð svo mikið sem einn þátt. Leikstjórinn Ragnar Bragason vinnur nú að handriti þáttanna ásamt Pétri Jóhanni Sigfússyni, Jörundi Ragnarssyni og Jóhanni Ævari Grímssyni.

Þeir voru einnig á bak við Vaktaþættina víðfrægu, ásamt borgarstjóranum Jóni Gnarr, en eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu hafa þættirnir Nætur-, Dag- og Fangavaktin verið sýndir á YLE við góðan orðstír.

Ragnar Bragason.
„Það er kominn góður fílingur eftir sýningar á Vaktaseríunum," segir Ragnar. „Þetta er sami hópurinn og sama fyrirtæki á bak við Heimsendi og þeir treysta því. Ætli þeim hafi ekki litist vel á hugmyndina."

Tökur á Heimsendi hefjast í byrjun júní. Þættirnir gerast á geðdeild og verða teknir upp á Kjalarnesi á yfirgefnu geðdeildinni Arnarholti. Sýningar hefjast í október. -afb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.