Lífið

Fyrirlestraröð Sequences hefst í dag

Hannes Lárusson er heiðurslistamaður Sequences 2011. Gunnar J. Árnason flytur fyrirlestur um hann í dag. 
Fréttablaðið/Anton
Hannes Lárusson er heiðurslistamaður Sequences 2011. Gunnar J. Árnason flytur fyrirlestur um hann í dag. Fréttablaðið/Anton
Myndlistarhátíðin Sequences býður upp á daglega fyrirlestra í samstarfi við Listaháskóla Íslands, frá og með deginum í dag til 7. apríl. Fyrirlestrarnir verða haldnir í mynlistardeild Listaháskóla Íslands, Laugarnesvegi 91, í stofu 024, klukkan 13 til 15.

Fyrirlestrarnir fara fram á ensku og íslensku en í þeim mun þorri erlendra listamanna sem taka þátt í hátíðinni ræða verkin sín og nálgun á gjörningnum, sem aðaláhersla er lögð á á hátíðinni í ár. Gunnhildur Hauksdóttir, myndlistarmaður og varaformaður Nýlistasafnsins, stjórnar umræðum.

Í fyrsta fyrirlestrinum í dag ræðir Gunnar J. Árnason um Hannes Lárusson, heiðurslistamann Sequences 2011. Á miðvikudag fjallar um Gunnhildur um „performansinn" og autgnablikið og á fimmtudag ræðir Silje Silden um samnorræna gjörningavettvanginn Nordic Tantrum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.