Lífið

Hvetur mig til dáða

Ragnheiður Gestsdóttir og Vigdís Finnbogadóttir.
Ragnheiður Gestsdóttir og Vigdís Finnbogadóttir.
„Þetta hefur mikla þýðingu fyrir mig og hvetur mann til dáða," segir Ragnheiður Gestsdóttir, sem hlaut Sögusteininn, barnabók Ibby, sem afhent voru á Íslandi í fjórða sinn um helgina.

Verðlaunin eru veitt rithöfundi, myndlistarmanni eða þýðanda sem með höfundarverki sínuhefur auðgað íslenskar barnabókmenntir. Í umsögn dómnefndar segir að Ragnheiður hafi með skáldsögum sínum, myndskreytingum, léttlestrarefni, endursögðum ævintýrum og fleiru, lagt fram mjög mikilvægan skerf til íslenskrabarnabókmennta.

Ragnheiður ólst upp á bókaheimili, þar sem það þótti eðlilegt að leggja ritstörf fyrir sig og það hafi án efa kveikt áhuga hennar á að skrifa fyrir börn.

„Ég reyndi ýmislegt annað, til dæmis að kenna og fór í háskóla til að rannsaka þessi mál frá hinni hliðinni. Svo er bara svo gaman að búa eitthvað til sjálf. Börn hafa alltaf heillað mig, ég á fjögur sjálf og finnst börn mjög skemmtilegt fólk. En síðast en ekki síst finnst mér mikilvægt að þessari bókmenntagrein sé sinnt og það hefur hentað mér.

Vigdís Finnbogadóttir afhenti Ragnheiði verðlaunin, sem hlaut 500 þúsund krónur í sigurlaun. Dómnefnd skipuðu Anna Heiða Pálsdóttir bókmenntafræðingur, Ármann Jakobsson bókmenntafræðingur, og Ragna Sigurðardóttir myndlistarkona og rithöfundur.

- bs






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.