Lífið

Nolan fær ekki nóg af Batman

Christopher Nolan mun leikstýra næstu og framleiða þarnæstu kvikmyndir um riddara næturinnar.
Christopher Nolan mun leikstýra næstu og framleiða þarnæstu kvikmyndir um riddara næturinnar.
Aðdáendur Bruce Wayne og hliðarsjálfs hans, Batman, geta tekið gleði sína á ný, því leikstjórinn Christopher Nolan hyggst ekki yfirgefa riddara næturinnar jafn snögglega og gefið hafði verið í skyn. Nolan er nú að undirbúa sig fyrir þriðju myndina um Batman en hinar tvær, Batman Begins og Dark Knight, hafa notið feikilega mikillar hylli meðal gagnrýnenda og áhorfenda. Nolan hafði lýst því yfir að þetta yrði hans síðasta mynd um þrotlausa baráttu Batman við þrjóta Gotham-borgar og það er allt satt og rétt.

Hins vegar láðist Nolan að nefna það að hann myndi framleiða sjálfstætt framhald þeirra mynda. Forseti Warner Bros., Jeff Robinov, upplýsti þetta í samtali við Los Angeles Times.

„Við fáum þriðju Batman-myndina en síðan þurfum við að endurskoða söguna og gera eitthvað nýtt með honum. Christopher Nolan mun framleiða ásamt Emmu Thomas og það er því í þeirra höndum hvert framhaldið verður." Þetta minnir óneitanlega á örlög Spider-Man þríleiksins eftir Sam Raimi en nú hefur verið ákveðið að gera kvikmyndir um unglingsárin í lífi þeirrar hetju. Raimi kemur reyndar ekkert nálægt þeim.

Nolan hefur verið að safna liði fyrir þriðju myndina og þegar hefur verið staðfest að þau Anne Hathaway, Tom Hardy og Joseph Gordon-Levitt muni leika í myndinni við hlið Michael Caine og Christian Bale.- fgg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.