Reynst erfitt að fá kort til líffæragjafar 6. október 2011 07:15 Geir gunnlaugsson „Mér finnst það alveg furðulegt að fólk eigi að þurfa að betla eftir því að gefa úr sér hjartað,“ segir Guðmundur Arason, kenndur við Fönn, sem hefur undanfarið reynt að nálgast líffæragjafakort frá Landlæknisembættinu en ekki haft erindi sem erfiði. „Fyrir löngu ákváðum við hjónakornin að ef það væri hægt að nota eitthvað úr okkur myndum við gefa það. Við sendum línu um það til Landlæknis og fengum þau svör að það væri hið besta mál. Síðan hefur liðið langur tími og ég hef ekkert heyrt frá þeim. Það sem okkur hefur hins vegar vantað er kort sem gefur til kynna að við viljum vera líffæragjafar. Ef ég lendi í slysi er ekkert til staðar sem gefur þetta til kynna.“ Guðmundur segist hafa haft samband við Landlæknisembættið aftur. Þá hafi komið í ljós að líffæragjafakort væru ekki fáanleg þar sem birgðir hefðu klárast. Þá fékk hann ekki svar við því hvenær kortin yrðu fáanleg á ný og þegar hann bað um að vera látinn vita þegar kortin yrðu fáanleg var þeirri bón neitað. Fleiri hafa haft samband við Fréttablaðið vegna sömu vandræða. Geir Gunnlaugsson landlæknir segir að fyrirkomulag kortanna hafi verið í endurskoðun upp á síðkastið en von sé á nýjum kortum. „Nú er fyrirkomulagið þannig að kortið er hluti af bæklingi sem við höfum gefið út um líffæragjöf, en þá hafa áhugasamir klippt kortið út og geymt í veski sínu,“ segir Geir. „Bæklingurinn hefur hins vegar ekki verið til um hríð hjá okkur þar sem hann er í endurskoðun en hann verður prentaður mjög fljótlega.“ Geir segir að á meðan bæklingurinn sé ekki til hjá embættinu sé hægt að prenta hann út af heimasíðu embættisins. Því geti fólk séð um þetta sjálft þar til nýr bæklingur komi. „Við munum núna fara inn á heimasíðuna og vekja athygli á þessum möguleika. Það er víst svona sem blaðamenn geta haft jákvæð áhrif,“ segir Geir. magnusl@frettabladid.is Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira
„Mér finnst það alveg furðulegt að fólk eigi að þurfa að betla eftir því að gefa úr sér hjartað,“ segir Guðmundur Arason, kenndur við Fönn, sem hefur undanfarið reynt að nálgast líffæragjafakort frá Landlæknisembættinu en ekki haft erindi sem erfiði. „Fyrir löngu ákváðum við hjónakornin að ef það væri hægt að nota eitthvað úr okkur myndum við gefa það. Við sendum línu um það til Landlæknis og fengum þau svör að það væri hið besta mál. Síðan hefur liðið langur tími og ég hef ekkert heyrt frá þeim. Það sem okkur hefur hins vegar vantað er kort sem gefur til kynna að við viljum vera líffæragjafar. Ef ég lendi í slysi er ekkert til staðar sem gefur þetta til kynna.“ Guðmundur segist hafa haft samband við Landlæknisembættið aftur. Þá hafi komið í ljós að líffæragjafakort væru ekki fáanleg þar sem birgðir hefðu klárast. Þá fékk hann ekki svar við því hvenær kortin yrðu fáanleg á ný og þegar hann bað um að vera látinn vita þegar kortin yrðu fáanleg var þeirri bón neitað. Fleiri hafa haft samband við Fréttablaðið vegna sömu vandræða. Geir Gunnlaugsson landlæknir segir að fyrirkomulag kortanna hafi verið í endurskoðun upp á síðkastið en von sé á nýjum kortum. „Nú er fyrirkomulagið þannig að kortið er hluti af bæklingi sem við höfum gefið út um líffæragjöf, en þá hafa áhugasamir klippt kortið út og geymt í veski sínu,“ segir Geir. „Bæklingurinn hefur hins vegar ekki verið til um hríð hjá okkur þar sem hann er í endurskoðun en hann verður prentaður mjög fljótlega.“ Geir segir að á meðan bæklingurinn sé ekki til hjá embættinu sé hægt að prenta hann út af heimasíðu embættisins. Því geti fólk séð um þetta sjálft þar til nýr bæklingur komi. „Við munum núna fara inn á heimasíðuna og vekja athygli á þessum möguleika. Það er víst svona sem blaðamenn geta haft jákvæð áhrif,“ segir Geir. magnusl@frettabladid.is
Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira