Lífið

Van Damme var útskúfaður frá Hollywood

Belgíska bardagahetjan Jean-Claude Van Damme hefur upplýst að kvikmyndaverin í Hollywood hafi meðvitað lokað á hann vegna launakrafna hans. Van Damme varð að hætta kvikmyndaleik eftir tíunda áratuginn þar sem engin hlutverk voru í boði fyrir hann.

Leikarinn hafði skýringar á reiðum höndum í breskum sjónvarpsþætti á dögunum. „Þeir úthýstu mér eftir að ég setti fram of háar launakröfur. Eftir Time Cop fékk ég tilboð um að gera þrjár kvikmyndir og átti að fá tólf milljónir dala fyrir hverja mynd. Mér fannst það skammarlegt, ég vildi tuttugu milljónir dala á hverja mynd eins og Jim Carrey fékk."

Eftir það hættu kvikmyndaverin að hringja og Van Damme segist sjá eftir öllu saman. „Ég var ekki með sjálfum mér og mér urðu á mikil mistök."

Van Damme var vissulega aðalmaðurinn í gerð svokallaðra b-hasarmynda á tíunda áratug síðustu aldar. Hann tjáði sig á bjagaðri ensku en sjálfur Schwarzenegger, var harkan uppmáluð og kýldi mann og annan með hnefum og hnjám. Kvikmyndirnar voru flestar keimlíkar, Van Damme einn á móti öllum, reiður talsmaður réttvísinnar.

Og aðdáendur kappans verða að bíða enn um sinn eftir kvikmynd með „meistaranum" því hann neyðist til að hafna öllum kvikmyndahlutverkum um þessar mundir þar sem hann býr sig nú af kappi undir endurkoma sína í thai-boxi gegn Somluck Kamsing í nóvember.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.