Lífið

Reykjavík Music Mess vekur athygli út fyrir landsteina

Aðstandendur lofa miklu fjöri á hátíðinni. Mynd/Vasilis Panagiotopoulos
Aðstandendur lofa miklu fjöri á hátíðinni. Mynd/Vasilis Panagiotopoulos
Átta erlendir blaðamenn hafa boðað komu sína á tónlistarhátíðina Reykjavík Music Mess síðar í mánuðinum. Að sögn Baldvins Esra Einarssonar, eins skipuleggjenda hátíðarinnar, hefur orðið vart við talsverðan áhuga erlendis, bæði hjá fjölmiðlum og tónlistaráhugafólki.

Meðal þeirra fjölmiðla sem boðað hafa komu sína hingað eru Mojo, Clash, Uncle Sally's, sem að sögn Baldvins er eitt stærsta tónlistarblað Þýskalands, og Byte.fm sem ku vera stærsta netútvarp í Þýskalandi.

Ákveðið hefur verið að stækka hátíðina frá því sem upphaflega var áætlað. Hefst hún degi fyrr, föstudaginn 15. apríl, og nokkrar hljómsveitir hafa bæst við dagskrána. Nýju nöfnin eru Samaris, nýkrýnd sigursveit Músíktilrauna, Orphic Oxtra, Agent Fresco, danska rokkdúóið FOSSILS, Borko, Quadruplos, Ég, Kippi Kanínus, Lazyblood og Einar Örn Benediktsson.

Uppfærð dagskrá hátíðarinnar verður aðgengileg á heimasíðunni Reykjavikmusicmess.com frá og með morgundeginum en þar fer miðasala jafnframt fram.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.