Veglegt safnbox slapp við bruna 2. desember 2011 11:00 box frá Björgvini Nýtt safnbox með bestu lögum Björgvins Halldórssonar og afmælistónleikum hans er komið út. fréttablaðið/anton Veglegt safnbox með 88 af vinsælustu lögum Björgvins Halldórssonar er komið út. Umfangsmesta útgáfa Senu til þessa. Framleiðsluferli nýs safnbox með Björgvini Halldórssyni, Gullvagninn, tók sex til sjö vikur og fór það fram í Tékklandi. „Þetta var framleitt í verksmiðju þar sem bruni varð tveimur dögum eftir að þau sendu þetta til okkar. Við náðum þessu heim áður, þannig að það er engin lykt af þessu,“ segir Eiður Arnarsson hjá Senu, hress. „Ég held að það sé óhætt að fullyrða að þetta er innihaldsmesta og umfangsmesta útgáfan sem við höfum lagt í,“ segir Eiður um safnboxið. „Þetta er búið að taka megnið af árinu,“ bætir hann við en Björgvin varð sextugur í apríl og tónleikarnir, sem er nýja efnið á útgáfunni, voru teknir upp við það tækifæri. Safnboxinu er skipt upp í fimm diska. Fjórir hafa að geyma lög frá sólóferli Björgvins, dúetta, lög sem hann hefur sjálfur samið og loks lög sem hann hefur sungið með hljómsveitum. Alls eru þetta 88 lög. Loks fylgja afmælistónleikarnir með á mynddiski. „Þetta er langur ferill sem þetta þarf að spanna, eða 42 ár. Þetta eru ekki nema tíu ár á hverja plötu, það er ekki mikið,“ segir Eiður. Uppi voru hugmyndir um að hafa tvo diska til viðbótar í boxinu með sjómannalögum og trúarlögum en hætt var við það. Sex ár eru liðin síðan safnplatan Ár og öld með Björgvini kom út. Hún seldist í fimmtán þúsund eintökum en hefur ekki verið fáanleg í eitt og hálft ár. Ekki er búist við jafnmikilli sölu á nýja boxinu enda var það dýrara í framleiðslu og kostar fyrir vikið meira. Björgvin er hæstánægður með útgáfuna. „Þetta er orðið ansi mikið sem maður er búinn að taka þátt í, bæði einsamall og með öðrum. Þetta er hrikalega stór katalógur en það var reynt að búa til svolítið sniðugan pakka.“ Björgvin hefur gefið út hjá Senu og fyrirtækjunum sem komu á undan því síðan um miðjan áttunda áratuginn. „Maður þekkir til þarna og hefur gert marga skemmtilega hluti. Meirihlutann er ég frekar sáttur við en þegar maður gerir svona mikið vill maður gera sumt aftur og annað má betur fara eins og gengur og gerist. En maður er alltaf að reyna að toppa sjálfan sig og gera eitthvað nýtt.“ Hinir árlegu jólatónleikar hans verða í Laugardalshöll á laugardaginn. Aðspurður telur hann tónleikana þá stærstu til þessa, enda 140 manns á sviðinu þegar mest lætur, auk hóps aðstoðarmanna. „Æfingarnar ganga ofsalega vel og við ætlum hvergi að slá af.“ freyr@frettabladid.is Lífið Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Emilíana Torrini fann ástina Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Heitustu naglatrendin fyrir haustið Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Fleiri fréttir Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Sjá meira
Veglegt safnbox með 88 af vinsælustu lögum Björgvins Halldórssonar er komið út. Umfangsmesta útgáfa Senu til þessa. Framleiðsluferli nýs safnbox með Björgvini Halldórssyni, Gullvagninn, tók sex til sjö vikur og fór það fram í Tékklandi. „Þetta var framleitt í verksmiðju þar sem bruni varð tveimur dögum eftir að þau sendu þetta til okkar. Við náðum þessu heim áður, þannig að það er engin lykt af þessu,“ segir Eiður Arnarsson hjá Senu, hress. „Ég held að það sé óhætt að fullyrða að þetta er innihaldsmesta og umfangsmesta útgáfan sem við höfum lagt í,“ segir Eiður um safnboxið. „Þetta er búið að taka megnið af árinu,“ bætir hann við en Björgvin varð sextugur í apríl og tónleikarnir, sem er nýja efnið á útgáfunni, voru teknir upp við það tækifæri. Safnboxinu er skipt upp í fimm diska. Fjórir hafa að geyma lög frá sólóferli Björgvins, dúetta, lög sem hann hefur sjálfur samið og loks lög sem hann hefur sungið með hljómsveitum. Alls eru þetta 88 lög. Loks fylgja afmælistónleikarnir með á mynddiski. „Þetta er langur ferill sem þetta þarf að spanna, eða 42 ár. Þetta eru ekki nema tíu ár á hverja plötu, það er ekki mikið,“ segir Eiður. Uppi voru hugmyndir um að hafa tvo diska til viðbótar í boxinu með sjómannalögum og trúarlögum en hætt var við það. Sex ár eru liðin síðan safnplatan Ár og öld með Björgvini kom út. Hún seldist í fimmtán þúsund eintökum en hefur ekki verið fáanleg í eitt og hálft ár. Ekki er búist við jafnmikilli sölu á nýja boxinu enda var það dýrara í framleiðslu og kostar fyrir vikið meira. Björgvin er hæstánægður með útgáfuna. „Þetta er orðið ansi mikið sem maður er búinn að taka þátt í, bæði einsamall og með öðrum. Þetta er hrikalega stór katalógur en það var reynt að búa til svolítið sniðugan pakka.“ Björgvin hefur gefið út hjá Senu og fyrirtækjunum sem komu á undan því síðan um miðjan áttunda áratuginn. „Maður þekkir til þarna og hefur gert marga skemmtilega hluti. Meirihlutann er ég frekar sáttur við en þegar maður gerir svona mikið vill maður gera sumt aftur og annað má betur fara eins og gengur og gerist. En maður er alltaf að reyna að toppa sjálfan sig og gera eitthvað nýtt.“ Hinir árlegu jólatónleikar hans verða í Laugardalshöll á laugardaginn. Aðspurður telur hann tónleikana þá stærstu til þessa, enda 140 manns á sviðinu þegar mest lætur, auk hóps aðstoðarmanna. „Æfingarnar ganga ofsalega vel og við ætlum hvergi að slá af.“ freyr@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Emilíana Torrini fann ástina Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Heitustu naglatrendin fyrir haustið Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Fleiri fréttir Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Sjá meira
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning