Hreinleiki í stað vímuefna 13. janúar 2011 17:00 Breska poppsöngkonan Jessie J. Mynd/Getty Images. Breska poppsöngkonan Jessie J er líklegust til að slá í gegn árið 2011 samkvæmt nýjum lista BBC. Hún fékk hjartaáfall 18 ára og má ekki nota vímuefni. Breska poppsöngkonan Jessie J lenti í efsta sæti á árlegum lista breska ríkisútvarpsins, BBC, yfir þá flytjendur sem eru taldir líklegastir til að slá í gegn árið 2011. Í næstu sætum á eftir voru James Blake, rokksveitin The Vaccines með Árna Hjörvar Árnason á bassanum, Jamie Woon og Clare Maguire. Jessie J, sem heitir réttu nafni Jessica Cornish og er 22 ára, hefur verið lýst sem bresku útgáfunni af Rihönnu eða Pink, enda ákveðin týpa með kröftuga rödd. Hún byrjaði aðeins ellefu ára í skemmtanabransanum þegar hún tók þátt í söngleiknum Whistle Down the Wind eftir Andrew Lloyd Webber. Hún stundaði söngleikjanám í sama listaskóla og Amy Winehouse, Katie Melua og Leona Lewis sóttu en í staðinn fyrir að setja stefnuna á West End ákvað Jessie að prófa sig áfram í poppinu. Hún gekk til liðs við stúlknasveit sem lifði ekki lengi og í framhaldinu tók hún upp sína fyrstu sólóplötu aðeins sautján ára. Svo illa vildi til að rétt áður en fyrsta smáskífulagið átti að koma út fór útgáfufyrirtækið á hausinn. Með engan útgáfusamning í Bretlandi í sjónmáli byrjaði Jessie að semja lög fyrir aðra tónlistarmenn. Engu að síður, eftir að hafa spilað á nokkrum kynningartónleikum í Bandaríkjunum náði hún eyrum þarlendra útgáfumógúla og á endanum var það stórfyrirtækið Universal Republic sem tryggði sér krafta hennar. Taldi það söngkonuna hafa það sem til þyrfti til að slá í gegn vestanhafs. Þrátt fyrir samninginn hélt Jessie áfram að semja fyrir aðra, þar á meðal lagið Party in the USA sem Miley Cyrus kom í annað sæti bandaríska vinsældarlistans. Næst íhugaði hún að láta Rihönnu fá lagið Do It Like A Dude en popparinn Justin Timberlake hvatti hana til að eiga lagið fyrir sig sjálfa. Það borgaði sig því þetta fyrsta smáskífulag hennar náði á topp þrjátíu í Bretlandi á síðasta ári. Jessie hefur þegar sett sér markmið fyrir næstu tólf mánuði og þau eru langt í frá í hógvær. Hún ætlar að gefa út plötu sem fer í efsta sætið á vinsældalistum, fara í tónleikaferð sem aðalnúmerið, setja eigið ilmvatn á markað, koma á fót góðgerðarsamtökum og klúbbum fyrir ungt fólk í London, semja söngleik, syngja dúett með Leonu Lewis og semja næsta topp smáskífulag Britney Spears. Þrátt fyrir þessu háleitu markmið þarf hún að passa sig á að ofreyna sig ekki því hún á við hjartavandamál að stríða og fékk vægt hjartaáfall fyrir aðeins fjórum árum. Dagsdaglega finnur hún samt ekki fyrir óþægindum, nema þegar hún verður verulega þreytt, en hún má ekki drekka áfengi, reykja eða nota eiturlyf. „Ég vil vera fyrirmynd og ég verð að byggja sjálfstraust mitt á hreinleika. Ég get ekki farið upp á svið með tvöfaldan gin og tónik í líkamanum eða eiturlyf. Ég verð að fara á svið sem ég sjálf vegna þess að ég get ekki notað nein af þessum efnum,“ sagði hún. freyr@frettabladid.is Mest lesið Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Destiny's Child með óvænta endurkomu Lífið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Lífið Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Lífið Jóhanna Guðrún gæsuð Lífið Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Fleiri fréttir Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Sjá meira
Breska poppsöngkonan Jessie J er líklegust til að slá í gegn árið 2011 samkvæmt nýjum lista BBC. Hún fékk hjartaáfall 18 ára og má ekki nota vímuefni. Breska poppsöngkonan Jessie J lenti í efsta sæti á árlegum lista breska ríkisútvarpsins, BBC, yfir þá flytjendur sem eru taldir líklegastir til að slá í gegn árið 2011. Í næstu sætum á eftir voru James Blake, rokksveitin The Vaccines með Árna Hjörvar Árnason á bassanum, Jamie Woon og Clare Maguire. Jessie J, sem heitir réttu nafni Jessica Cornish og er 22 ára, hefur verið lýst sem bresku útgáfunni af Rihönnu eða Pink, enda ákveðin týpa með kröftuga rödd. Hún byrjaði aðeins ellefu ára í skemmtanabransanum þegar hún tók þátt í söngleiknum Whistle Down the Wind eftir Andrew Lloyd Webber. Hún stundaði söngleikjanám í sama listaskóla og Amy Winehouse, Katie Melua og Leona Lewis sóttu en í staðinn fyrir að setja stefnuna á West End ákvað Jessie að prófa sig áfram í poppinu. Hún gekk til liðs við stúlknasveit sem lifði ekki lengi og í framhaldinu tók hún upp sína fyrstu sólóplötu aðeins sautján ára. Svo illa vildi til að rétt áður en fyrsta smáskífulagið átti að koma út fór útgáfufyrirtækið á hausinn. Með engan útgáfusamning í Bretlandi í sjónmáli byrjaði Jessie að semja lög fyrir aðra tónlistarmenn. Engu að síður, eftir að hafa spilað á nokkrum kynningartónleikum í Bandaríkjunum náði hún eyrum þarlendra útgáfumógúla og á endanum var það stórfyrirtækið Universal Republic sem tryggði sér krafta hennar. Taldi það söngkonuna hafa það sem til þyrfti til að slá í gegn vestanhafs. Þrátt fyrir samninginn hélt Jessie áfram að semja fyrir aðra, þar á meðal lagið Party in the USA sem Miley Cyrus kom í annað sæti bandaríska vinsældarlistans. Næst íhugaði hún að láta Rihönnu fá lagið Do It Like A Dude en popparinn Justin Timberlake hvatti hana til að eiga lagið fyrir sig sjálfa. Það borgaði sig því þetta fyrsta smáskífulag hennar náði á topp þrjátíu í Bretlandi á síðasta ári. Jessie hefur þegar sett sér markmið fyrir næstu tólf mánuði og þau eru langt í frá í hógvær. Hún ætlar að gefa út plötu sem fer í efsta sætið á vinsældalistum, fara í tónleikaferð sem aðalnúmerið, setja eigið ilmvatn á markað, koma á fót góðgerðarsamtökum og klúbbum fyrir ungt fólk í London, semja söngleik, syngja dúett með Leonu Lewis og semja næsta topp smáskífulag Britney Spears. Þrátt fyrir þessu háleitu markmið þarf hún að passa sig á að ofreyna sig ekki því hún á við hjartavandamál að stríða og fékk vægt hjartaáfall fyrir aðeins fjórum árum. Dagsdaglega finnur hún samt ekki fyrir óþægindum, nema þegar hún verður verulega þreytt, en hún má ekki drekka áfengi, reykja eða nota eiturlyf. „Ég vil vera fyrirmynd og ég verð að byggja sjálfstraust mitt á hreinleika. Ég get ekki farið upp á svið með tvöfaldan gin og tónik í líkamanum eða eiturlyf. Ég verð að fara á svið sem ég sjálf vegna þess að ég get ekki notað nein af þessum efnum,“ sagði hún. freyr@frettabladid.is
Mest lesið Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Destiny's Child með óvænta endurkomu Lífið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Lífið Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Lífið Jóhanna Guðrún gæsuð Lífið Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Fleiri fréttir Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Sjá meira