Spá mörgþúsund milljarða uppbyggingu í Norður-Noregi 18. apríl 2011 19:30 Mikil bjartsýni ríkir nú í Norður-Noregi eftir að gríðarstór olíulind fannst þar undan ströndum í byrjun mánaðarins. Spáð er að á næstu árum verði fjárfest þar fyrir yfir fjögurþúsund milljarða króna. Statoil tilkynnti í byrjun mánaðarins um mesta olíufund í sögu Noregs í meira en áratug, um tvöhundruð kílómetra norðvestur af Hammerfest. Svartsýni var þá farið gæta enda var Statoil búið að leita lengi í Barentshafi með litlum árangri þegar menn duttu loks í lukkupottinn. Jannik Lindbæk, upplýsingafulltrúi Statoil, segir að boraðar hafi verið í allt áttatíu leitarholur. "Og fyrir stuttu fundum við mikið magn. Þetta er stærsti fundur síðustu tíu ár," segir talsmaðurinn og bætir við: "Við höfum lagt mikla vinnu í að þróa vinnslu í Barentshafi svo það er ljóst að þetta verður á næstu árum mjög mikilvægt svæði fyrir Statoil." Fyrir samfélögin í Norður-Noregi verða áhrifin gríðarleg. Þar eru framundan fjárfestingar sem hlaupa á þúsundum milljarða króna. Talsmaður olíusamtaka Norður-Noregs, Arvid Jensen, spáir því að í hönd fari uppbygging fyrir yfir fjögur þúsund milljarða króna. Oddvitinn í Tromsö, Arild Hausberg, segir að olíufundurinn hafi þegar haft svo uppörvandi áhrif í Norður-Noregi að þar sjáist munur á lund manna þessa dagana. Oddvitinn í Hammerfest, Alf Jakobsen, segist ekki aðeins finna fyrir áhuga fyrirtækja í olíugeiranum heldur einnig á mörgum öðrum sviðum. Hann hefur þegar séð hvaða áhrif uppbygging gasvinnslustöðvarþar hafði. "Bara í Hammerfest höfum við fengið um það bil fimm hundruð nýja íbúa vegna þessa og þar af eru flestir á aldrinum 20-39 ára," segir oddvitinn. "Það þýðir að íbúarnir verða yngri, - unga fólkið flytur aftur heim og þess bíða spennandi störf. " Flugvöllurinn í Tromsö á eftir að fá aukið vægi og orðin spurning hvort hann verði ekki freistandi áfangastaður fyrir íslensk flugfélög. Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Sjá meira
Mikil bjartsýni ríkir nú í Norður-Noregi eftir að gríðarstór olíulind fannst þar undan ströndum í byrjun mánaðarins. Spáð er að á næstu árum verði fjárfest þar fyrir yfir fjögurþúsund milljarða króna. Statoil tilkynnti í byrjun mánaðarins um mesta olíufund í sögu Noregs í meira en áratug, um tvöhundruð kílómetra norðvestur af Hammerfest. Svartsýni var þá farið gæta enda var Statoil búið að leita lengi í Barentshafi með litlum árangri þegar menn duttu loks í lukkupottinn. Jannik Lindbæk, upplýsingafulltrúi Statoil, segir að boraðar hafi verið í allt áttatíu leitarholur. "Og fyrir stuttu fundum við mikið magn. Þetta er stærsti fundur síðustu tíu ár," segir talsmaðurinn og bætir við: "Við höfum lagt mikla vinnu í að þróa vinnslu í Barentshafi svo það er ljóst að þetta verður á næstu árum mjög mikilvægt svæði fyrir Statoil." Fyrir samfélögin í Norður-Noregi verða áhrifin gríðarleg. Þar eru framundan fjárfestingar sem hlaupa á þúsundum milljarða króna. Talsmaður olíusamtaka Norður-Noregs, Arvid Jensen, spáir því að í hönd fari uppbygging fyrir yfir fjögur þúsund milljarða króna. Oddvitinn í Tromsö, Arild Hausberg, segir að olíufundurinn hafi þegar haft svo uppörvandi áhrif í Norður-Noregi að þar sjáist munur á lund manna þessa dagana. Oddvitinn í Hammerfest, Alf Jakobsen, segist ekki aðeins finna fyrir áhuga fyrirtækja í olíugeiranum heldur einnig á mörgum öðrum sviðum. Hann hefur þegar séð hvaða áhrif uppbygging gasvinnslustöðvarþar hafði. "Bara í Hammerfest höfum við fengið um það bil fimm hundruð nýja íbúa vegna þessa og þar af eru flestir á aldrinum 20-39 ára," segir oddvitinn. "Það þýðir að íbúarnir verða yngri, - unga fólkið flytur aftur heim og þess bíða spennandi störf. " Flugvöllurinn í Tromsö á eftir að fá aukið vægi og orðin spurning hvort hann verði ekki freistandi áfangastaður fyrir íslensk flugfélög.
Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Sjá meira