Man lítið sem ekkert eftir síðustu heimsókn til Íslands 28. október 2011 10:00 Leitaði að eiturlyfjum Steve-O man lítið eftir síðustu heimsókn sinni til Íslands, annað en að hann kom fram í sjónvarpsþætti og leitaði mikið að eiturlyfjum. Sem hann fann fyrir rest. Hann hætti hins vegar öllu slíku fyrir þremur árum og er nú orðinn grænmetisæta. NordicPhotos/getty „Þetta var eiginlega aldrei spurning um hvað ég vildi, þetta var bara spurning upp á líf eða dauða,“ segir áhættuleikarinn og sprelligosinn Steve-O í samtali við Fréttablaðið. Hann verður með sýningu í Háskólabíói hinn 9. nóvember næstkomandi en þessi furðulega samblanda af trúði og rokkstjörnu er hætt öllu óhollu líferni, svo sem áfengis- og eiturlyfjaneyslu. Hann er meira að segja orðinn grænmetisæta. Steve-O lofar engu að síður góðri sýningu sem sé þó meira í ætt við uppistand. Steve-O hefur áður heimsótt Ísland, hann kom hingað fyrir tíu árum ásamt öðrum góðum félögum úr Jackass-liðinu og troðfyllti Háskólabíó nokkrum sinnum. Margir Íslendingar muna eftir þeirri heimsókn en hið sama verður ekki sagt um Steve-O. „Ég man mjög lítið eftir þessu, nánast ekki neitt fyrir utan að ég leitaði mjög lengi að eiturlyfjum og fann þau fyrir rest,“ segir Steve-O, sem var staddur í borginni Stoke-on-Trent í Englandi og var að reyna að bóka sig inn á hótel. „Það gengur eitthvað erfiðlega, þau segjast ekki vera með pöntunina mína. Ég er að reyna að ferðast einn en það gengur illa, ég held að ég þurfi alltaf að vera með barnapíu á ferðalögunum mínum,“ segir Steve-O um leið og talið berst aftur að fyrri Íslandsheimsókninni, sem virðist vera í töluverðri móðu. Hann rámar þó örlítið í þátttöku sína í stefnumótaþættinum Djúpu lauginni sem vakti mikla athygli á sínum tíma. Steve-O viðurkennir að sú frammistaða hafi ekki skilað honum neinum árangri með hinu kyninu. Steve-O segir að hlutverk sitt sem skemmtikraftur hafi ekkert breyst þótt hann hafi hætt að drekka og dópa. „En að gera heimskulega hluti þegar maður var fullur eða uppdópaður var ekkert mál og það er því mikil áskorun fyrir mig að sýna að það var aldrei áfengið eða eiturlyfin sem keyrði mig áfram,“ segir Steve-O. Áhættuleikarinn varð fyrir miklu áfalli á þessu ári þegar besti vinur hans, Ryan Dunn, lést í bílslysi. Hann tók það mjög nærri sér og segist enn þann dag í dag eiga erfitt með að meðtaka þá staðreynd að Dunn sé ekki lengur á meðal þeirra. „Ég trúi því varla ennþá að hann sé farinn. En ég veit að hann hefði viljað að við héldum áfram að gera það sem við gerum í dag, þannig höldum við minningu hans á lofti,“ segir Steve-O og kveður, væntanlega til að reyna koma sér inn á hótelið í Stoke sem fyrst. freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Ný stikla úr GTA VI Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Fleiri fréttir Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Sjá meira
„Þetta var eiginlega aldrei spurning um hvað ég vildi, þetta var bara spurning upp á líf eða dauða,“ segir áhættuleikarinn og sprelligosinn Steve-O í samtali við Fréttablaðið. Hann verður með sýningu í Háskólabíói hinn 9. nóvember næstkomandi en þessi furðulega samblanda af trúði og rokkstjörnu er hætt öllu óhollu líferni, svo sem áfengis- og eiturlyfjaneyslu. Hann er meira að segja orðinn grænmetisæta. Steve-O lofar engu að síður góðri sýningu sem sé þó meira í ætt við uppistand. Steve-O hefur áður heimsótt Ísland, hann kom hingað fyrir tíu árum ásamt öðrum góðum félögum úr Jackass-liðinu og troðfyllti Háskólabíó nokkrum sinnum. Margir Íslendingar muna eftir þeirri heimsókn en hið sama verður ekki sagt um Steve-O. „Ég man mjög lítið eftir þessu, nánast ekki neitt fyrir utan að ég leitaði mjög lengi að eiturlyfjum og fann þau fyrir rest,“ segir Steve-O, sem var staddur í borginni Stoke-on-Trent í Englandi og var að reyna að bóka sig inn á hótel. „Það gengur eitthvað erfiðlega, þau segjast ekki vera með pöntunina mína. Ég er að reyna að ferðast einn en það gengur illa, ég held að ég þurfi alltaf að vera með barnapíu á ferðalögunum mínum,“ segir Steve-O um leið og talið berst aftur að fyrri Íslandsheimsókninni, sem virðist vera í töluverðri móðu. Hann rámar þó örlítið í þátttöku sína í stefnumótaþættinum Djúpu lauginni sem vakti mikla athygli á sínum tíma. Steve-O viðurkennir að sú frammistaða hafi ekki skilað honum neinum árangri með hinu kyninu. Steve-O segir að hlutverk sitt sem skemmtikraftur hafi ekkert breyst þótt hann hafi hætt að drekka og dópa. „En að gera heimskulega hluti þegar maður var fullur eða uppdópaður var ekkert mál og það er því mikil áskorun fyrir mig að sýna að það var aldrei áfengið eða eiturlyfin sem keyrði mig áfram,“ segir Steve-O. Áhættuleikarinn varð fyrir miklu áfalli á þessu ári þegar besti vinur hans, Ryan Dunn, lést í bílslysi. Hann tók það mjög nærri sér og segist enn þann dag í dag eiga erfitt með að meðtaka þá staðreynd að Dunn sé ekki lengur á meðal þeirra. „Ég trúi því varla ennþá að hann sé farinn. En ég veit að hann hefði viljað að við héldum áfram að gera það sem við gerum í dag, þannig höldum við minningu hans á lofti,“ segir Steve-O og kveður, væntanlega til að reyna koma sér inn á hótelið í Stoke sem fyrst. freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Ný stikla úr GTA VI Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Fleiri fréttir Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Sjá meira