Man lítið sem ekkert eftir síðustu heimsókn til Íslands 28. október 2011 10:00 Leitaði að eiturlyfjum Steve-O man lítið eftir síðustu heimsókn sinni til Íslands, annað en að hann kom fram í sjónvarpsþætti og leitaði mikið að eiturlyfjum. Sem hann fann fyrir rest. Hann hætti hins vegar öllu slíku fyrir þremur árum og er nú orðinn grænmetisæta. NordicPhotos/getty „Þetta var eiginlega aldrei spurning um hvað ég vildi, þetta var bara spurning upp á líf eða dauða,“ segir áhættuleikarinn og sprelligosinn Steve-O í samtali við Fréttablaðið. Hann verður með sýningu í Háskólabíói hinn 9. nóvember næstkomandi en þessi furðulega samblanda af trúði og rokkstjörnu er hætt öllu óhollu líferni, svo sem áfengis- og eiturlyfjaneyslu. Hann er meira að segja orðinn grænmetisæta. Steve-O lofar engu að síður góðri sýningu sem sé þó meira í ætt við uppistand. Steve-O hefur áður heimsótt Ísland, hann kom hingað fyrir tíu árum ásamt öðrum góðum félögum úr Jackass-liðinu og troðfyllti Háskólabíó nokkrum sinnum. Margir Íslendingar muna eftir þeirri heimsókn en hið sama verður ekki sagt um Steve-O. „Ég man mjög lítið eftir þessu, nánast ekki neitt fyrir utan að ég leitaði mjög lengi að eiturlyfjum og fann þau fyrir rest,“ segir Steve-O, sem var staddur í borginni Stoke-on-Trent í Englandi og var að reyna að bóka sig inn á hótel. „Það gengur eitthvað erfiðlega, þau segjast ekki vera með pöntunina mína. Ég er að reyna að ferðast einn en það gengur illa, ég held að ég þurfi alltaf að vera með barnapíu á ferðalögunum mínum,“ segir Steve-O um leið og talið berst aftur að fyrri Íslandsheimsókninni, sem virðist vera í töluverðri móðu. Hann rámar þó örlítið í þátttöku sína í stefnumótaþættinum Djúpu lauginni sem vakti mikla athygli á sínum tíma. Steve-O viðurkennir að sú frammistaða hafi ekki skilað honum neinum árangri með hinu kyninu. Steve-O segir að hlutverk sitt sem skemmtikraftur hafi ekkert breyst þótt hann hafi hætt að drekka og dópa. „En að gera heimskulega hluti þegar maður var fullur eða uppdópaður var ekkert mál og það er því mikil áskorun fyrir mig að sýna að það var aldrei áfengið eða eiturlyfin sem keyrði mig áfram,“ segir Steve-O. Áhættuleikarinn varð fyrir miklu áfalli á þessu ári þegar besti vinur hans, Ryan Dunn, lést í bílslysi. Hann tók það mjög nærri sér og segist enn þann dag í dag eiga erfitt með að meðtaka þá staðreynd að Dunn sé ekki lengur á meðal þeirra. „Ég trúi því varla ennþá að hann sé farinn. En ég veit að hann hefði viljað að við héldum áfram að gera það sem við gerum í dag, þannig höldum við minningu hans á lofti,“ segir Steve-O og kveður, væntanlega til að reyna koma sér inn á hótelið í Stoke sem fyrst. freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið Fleiri fréttir Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Sjá meira
„Þetta var eiginlega aldrei spurning um hvað ég vildi, þetta var bara spurning upp á líf eða dauða,“ segir áhættuleikarinn og sprelligosinn Steve-O í samtali við Fréttablaðið. Hann verður með sýningu í Háskólabíói hinn 9. nóvember næstkomandi en þessi furðulega samblanda af trúði og rokkstjörnu er hætt öllu óhollu líferni, svo sem áfengis- og eiturlyfjaneyslu. Hann er meira að segja orðinn grænmetisæta. Steve-O lofar engu að síður góðri sýningu sem sé þó meira í ætt við uppistand. Steve-O hefur áður heimsótt Ísland, hann kom hingað fyrir tíu árum ásamt öðrum góðum félögum úr Jackass-liðinu og troðfyllti Háskólabíó nokkrum sinnum. Margir Íslendingar muna eftir þeirri heimsókn en hið sama verður ekki sagt um Steve-O. „Ég man mjög lítið eftir þessu, nánast ekki neitt fyrir utan að ég leitaði mjög lengi að eiturlyfjum og fann þau fyrir rest,“ segir Steve-O, sem var staddur í borginni Stoke-on-Trent í Englandi og var að reyna að bóka sig inn á hótel. „Það gengur eitthvað erfiðlega, þau segjast ekki vera með pöntunina mína. Ég er að reyna að ferðast einn en það gengur illa, ég held að ég þurfi alltaf að vera með barnapíu á ferðalögunum mínum,“ segir Steve-O um leið og talið berst aftur að fyrri Íslandsheimsókninni, sem virðist vera í töluverðri móðu. Hann rámar þó örlítið í þátttöku sína í stefnumótaþættinum Djúpu lauginni sem vakti mikla athygli á sínum tíma. Steve-O viðurkennir að sú frammistaða hafi ekki skilað honum neinum árangri með hinu kyninu. Steve-O segir að hlutverk sitt sem skemmtikraftur hafi ekkert breyst þótt hann hafi hætt að drekka og dópa. „En að gera heimskulega hluti þegar maður var fullur eða uppdópaður var ekkert mál og það er því mikil áskorun fyrir mig að sýna að það var aldrei áfengið eða eiturlyfin sem keyrði mig áfram,“ segir Steve-O. Áhættuleikarinn varð fyrir miklu áfalli á þessu ári þegar besti vinur hans, Ryan Dunn, lést í bílslysi. Hann tók það mjög nærri sér og segist enn þann dag í dag eiga erfitt með að meðtaka þá staðreynd að Dunn sé ekki lengur á meðal þeirra. „Ég trúi því varla ennþá að hann sé farinn. En ég veit að hann hefði viljað að við héldum áfram að gera það sem við gerum í dag, þannig höldum við minningu hans á lofti,“ segir Steve-O og kveður, væntanlega til að reyna koma sér inn á hótelið í Stoke sem fyrst. freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið Fleiri fréttir Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Sjá meira