Lífið

Vinsælasti tískubloggari Skandinavíu

Elin Kling á Tibi-tískusýningunni í New York nú í september.
Elin Kling á Tibi-tískusýningunni í New York nú í september. Nordicphotos/Getty
Hin sænska Elin Kling heldur úti einu vinsælasta tískubloggi Skandinavíu í dag. Hún gefur jafnframt út tískutímaritið Style By og er fyrsti bloggarinn sem hefur verið fenginn til að hanna fatalínu fyrir sænska tískurisann H&M.

Kling hóf feril sinn innan tískuheimsins sem fyrirsæta og bjó þá í Mílanó. Hún þykir afskaplega smekkleg og einkennist fatastíll hennar af hreinum, fallegum sniðum í bland við þægilegar, stórar peysur og gallabuxur.

Föstudagur Fréttablaðsins fór á stúfana og valdi nokkrar flíkur í anda Elinar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.