Lífið

Heimilisfræðikennari gefur út matreiðslubók

Fjölmennt var í Eymundsson á Skólavörðustíg þegar útgáfu matreiðslubókarinnar Eldum saman eftir Guðmund Finnbogason var fagnað.

Ungir sem aldnir glöddust saman, gæddu sér á veitingum og flettu bókinni. 

Guðmundur Finnbogason, heimilifræðikennari í Laugarnesskóla, hefur á undanförnum árum haldið vinsæl matreiðslunámskeið fyrir börn sem og foreldra og kennara.

Þetta er fyrsta matreiðslubókin sem hann sendir frá sér og uppskriftirnar eru fjölbreyttar og girnilegar. Þær henta börnum sem eru að byrja að elda sem og lengra komnum og höfundur brýnir fyrir lesendum sínum að börn og foreldrar eigi að elda saman, læra hvert af öðru og njóta samvista í eldhúsinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.