Verslunin Kronkron bauð viðskiptavinum sínum í jólagleði á föstudagskvöldið þar sem jólaútstilling listakonunnar Hildar Yeoman var afhjúpuð. Það voru margir sem nýttu tækifærið og yljuðu sér á heitri jólaglögg og skoðuðu jólafatnað.
Verslunin fagnaði einnig nýju merki í búðinni. Þar fæst nú fatnaður frá hinni grísku Mary Katranzou, sem hefur slegið í gegn með ævintýralegum fatnaði sínum. Katranzou hlotið mikið lof frá því hún steig fram á sjónarsviðið árið 2008. Vinsældir hennar hafa aukist með hverri línu og eru fjölmiðlar sammála um að hér sé ný stjarna fædd.
Valgarður Gíslason ljósmyndari leit við í jólagleðina í Kronkron og smellti af nokkrum myndum af gestum og gangandi. Smellið á myndina til að fletta myndasafninu.
Jól hjá Kronkron
