Innlent

Lík Jóns forseta var grafið upp

Lík Jóns Sigurðssonar og eiginkonu hans, Ingibjargar Einarsdóttur, voru grafin upp árið 1881 og tímabundið komið fyrir í líkhúsi í Reykjavík. Ástæðan var að minnisvarðinn sem settur var við gröf þeirra í Hólavallakirkjugarði var svo þungur að hleðslan í kringum gröfina bar hann ekki uppi.

Þetta kemur fram í bókinni Jón forseti allur eftir Pál Björnsson sagnfræðing, sem kemur út á morgun. Bókin fékk tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Jón og Ingibjörg létust bæði í Kaupmannahöfn í desember 1879. Líkkistur þeirra voru fluttar heim um vorið og jarðarför þeirra fór fram að viðstöddu fjölmenni. Safnað var fyrir minnismerki sem kom til landsins í október 1881.

Páll greinir frá því að þá hafi komið í ljós að umbúnaður grafarinnar gerði ekki ráð fyrir svo veglegum steini. Grafa þurfti kistur Jóns og Ingibjargar upp og þær látnar standa uppi í líkhúsi bæjarins á meðan gerðar voru nauðsynlegar ráðstafanir.

Um þennan atburð eru litlar heimildir, en landsmálablöðin þögðu. Túlkar Páll þögnina sem svo að mönnum hafi þótt það svo miður að ró þeirra hjóna var raskað að þeir hafi ákveðið að þegja.- shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×