Innlent

Brotist inn í verslun og saumastofu í nótt

Brotist var inn í verslun og saumastofu sextíu og sex gráða norður við Miðhraun í Garðabæ í nótt.

Þjófurinn spennti upp glugga og komst þar inn. Ekki er enn ljóst hverju hann stal, en líklegt þykir að hann hafi stolið sér skjólfatnaði. Hann komst undan og er ófundinn.

Þeir komust líka undan, pörupiltarnir sem voru að klifar í jólatré á Lækjartorgi í nótt.-




Fleiri fréttir

Sjá meira


×