Innlent

Ammoníaksleki á Fiskislóð

Ammoníaksleki á Fiskislóð.
Ammoníaksleki á Fiskislóð.
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins glímir nú við ammóníakleka hjá fyrirtækinu Fiskkaupum að Fiskislóð 34 í Reykjavík.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu er lekinn frá mælalögn í fyrirtækinu. Reykkafarar hafa verið sendir inn í fyrirtækið til að kanna aðstæður. Þá er sérstakur gámur kominn á staðinn en í honum eru tæki og tól til að berjast gegn eiturefnaleka.

Að sögn slökkviliðsmanns á vettvangi fór rör í sundur. Beðið er eftir að þrýstingur minnki og síðan þarf að lofta út. Hann segir að eftir það geti starfsemi hafist aftur í húsinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×