Innlent

Lögreglan leitar leigubílstjóra - gæti skipt miklu í nauðgunarrannsókn

Egill Gillz Einarsson hefur verið kærður fyrir nauðgun.
Egill Gillz Einarsson hefur verið kærður fyrir nauðgun.
Lögreglan leitar leigubílstjórans sem ók Agli Gillz Einarssyni, unnustu hans og átján ára stúlku heim til Egils í Kópavog þann 25. nóvember síðastliðinn. Egill og unnustan hafa, eins og kunnugt er, verið kærð fyrir að nauðga og beita stúlkuna kynferðisofbeldi á heimili Egils sama kvöld.

Í tilkynningu frá lögreglunni segir að hún þurfi að ná tali af leigubílstjóranum sem ók þeim heim umrætt kvöld. Sá var að störfum í miðborginni aðfaranótt föstudagsins og ók þremenningunum frá Austurstræti í miðborg Reykjavíkur inn í Kórahverfið í Kópavogi.

Lögreglan hvetur leigubílstjórann til að gefa sig fram en vitnisburður hans getur haft mikla þýðingu í umræddu máli. Þá eru þeir sem kunna að geta veitt upplýsingar um áðurnefndan leigubílstjóra vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 444-1000.

Upplýsingum má jafnframt koma á framfæri í tölvupósti á netfangið abending@lrh.is.

Rannsókn lögreglunnar á málinu hefur verið sett í forgang hjá embættinu samkvæmt upplýsingum sem Vísir fékk frá lögreglunni í gær. Þá greindi Fréttablaðið frá því í dag að það hefði verið framkvæmd húsleit á heimili Egils eftir að stúlkan kærði parið.


Tengdar fréttir

Lögregla gerði húsleit heima hjá Agli

Lögregla kaus að fara ekki fram á gæsluvarðhald yfir Agli Einarssyni og kærustu hans vegna rannsóknar á meintri nauðgun þeirra þar sem tæp vika leið frá atburðinum þar til málið var kært. Strax morguninn eftir voru hin kærðu kvödd til yfirheyrslu hjá lögreglu og húsleit gerð heima hjá Agli.

Ari Edwald: Gillz fer ekki í loftið á meðan málið er í athugun

"Hann fer ekki í loftið á meðan málið er í athugun,“ svarar Ari Edwald, forstjóri 365 miðla, spurður hvort Egill Gillzenegger Einarsson, muni skemmta landanum á vegum 365 miðla eftir að hann og unnusta hans voru kærð fyrir nauðgun í síðustu viku.

Gillz kærður fyrir nauðgun

Egill Einarsson, kallaður Gillzenegger, hefur verið kærður fyrir nauðgun. Það er Eyjan.is sem greinir frá þessu.

Dreifingu símaskrárinnar hætt og standar fjarlægðir úr verslunum

Símaskráin hefur verið tekin úr virkri dreifingu samkvæmt upplýsingum frá framkvæmdastjóra Já, Sigríði Margréti Oddsdóttur. Þetta hefur meðal annars verið gert í ljósi þess að Egill Gillz Einarsson og unnusta hafa verið kærð fyrir að nauðga átján ára stúlku 25. nóvember síðastliðinn.

Gillz segir nauðgunarásakanir fráleitar

Egill Einarsson, eða Gillzenegger, segir ásakanir um nauðgun fráleitar og eingöngu til þess fallnar að sverta mannorð sitt. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Egill sendi Vísi fyrir stundu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×