Innlent

Ingibjörg Sólrún ekki hætt í Samfylkingunni

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar og utanríkisráðherra, er ekki hætt í Samfylkingunni eins og fullyrt var á dv.is. Þar sagði að Ingibjörg væri hætt í flokknum og að ástæðan væri námskeið sem Jón Baldvin Hannibalsson fyrrverandi ráðherra var fenginn til að halda. Fréttastofa Ríkisútvarpsins náði símasambandi við Ingibjörgu, sem var þá nýlent í Kabúl höfuðborg Afganistans þar sem hún er að hefja störf, og segir hún ekki rétt að hún sé hætt í flokknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×