Innlent

Fjárlagafrumvarpið samþykkt með minnihluta atkvæða

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Fjárlagafrumvarpið var samþykkt á Alþingi fyrir stundu. Fjárlagafrumvarpið er jafnan stærsta þingmál á hverju þingi fyrir jól og var engin untantekning núna. Á morgun eru svo önnur stór þingmál til umræðu. Meðal annars er sérstök umræða um aga í ríkisfjármálum. Næstu daga þar á eftir verða svo nefndardagar á Alþingi.

Frumvarpið var samþykkt með minnihluta atkvæða. Alls greiddu 31 þingmaður frumvarpinu atkvæði sitt, þrír greiddu atkvæði á móti en 23 greiddu ekki atkvæði. Sex voru fjarstaddir. Sextíu og þrír þingmenn sitja á Alþingi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×