„Ég get ekki mikið tjáð mig um þetta, ætla bara að vísa á Sigurjón [Kjartansson] sem framleiðir þetta," segir Hugleikur Dagsson, sem fékk nýverið styrk frá Kvikmyndamiðstöð Íslands til að skrifa handritið að teiknimyndaþáttaröðinni, sem hefur verið gefið vinnuheitið Hullinn.
Hugleikur leyfir sér þó að efast um að Hullinn verði endanlegt nafn á verkefninu.

Umrædd teiknimyndasería yrði mögulega sú fyrsta í íslenskri sjónvarpssögu í þessu formi, Hugleikur hefur hins vegar áður prófað að teikna fyrir sjónvarp og gerði meðal stutta „sketsa" í samstarfi við Tvíhöfða á PoppTV en hægt er að horfa á þær í flokknum Tvíhöfði undir Stöð 2 á Vísir Sjónvarp. Hér fyrir ofan má sjá eitt atriðanna, Dúettinn Plató.
„Þá voru teiknimyndirnar kynntar sem íslensk útgáfa af South Park. Þetta verkefni okkar er hins vegar ekkert slíkt, það er hvorki íslenskur Simpsons né South Park," segir Sigurjón. -fgg