Bíóferðin með eiginmanninum endaði heima Boði Logason skrifar 9. febrúar 2011 20:51 Kolbrún ætlaði að fara í Sambíóin í Mjódd en þar sem gjafabréfið hennar gilti einungis á myndir á almennu verði fór hún heim. „Þetta var leiðinlegur endir á skemmtilegu kvöldi," segir Kolbrún Ósk Albertsdóttir sem ætlaði að fara í bíó með eiginmanni sínum á föstudaginn eftir að dóttir þeirra gaf þeim gjafabréf í bíó. Kolbrún og eiginmaðurinn ætluðu að sjá myndina Sanctum en þegar þau mættu á staðinn var þeim tjáð að gjafabréfið sem þau höfðu fengið gilti einungis á myndir sem væru á almennu verði. Dýrara er á þrívíddarmyndir og íslenskar myndir en Sanctum er þrívíddarmynd.Flestar myndir í dag í þrívídd „Það stóð aftan á miðanum að miðinn gilti einungis á almennar myndir, ég tók ekkert eftir því fyrr en ég kom í bíóið og ætlaði þá að fá að borga bara mismunin," segir Kolbrún. Afgreiðslustúlkan tjáði henni að ekki væri hægt að borga mismunin, heldur þyrfti hún að fara á mynd á almennu verði, það er að segja sem kostar 1.150 krónur á. „Ég leit í kringum í mig og sá að það var engin mynd sem mig langaði að sjá sem var á almennu verði. Og ef þú lítur í Moggann þá sérðu að flestar myndir í dag eru í þrívídd." Ætluðu að vera góð við mömmu og pabba Og Kolbrún fór því heim ásamt eiginmanni sínum. „Við fórum út að borða fyrr um kvöldið og ætluðum að enda kvöldið með því að fara í bíó. En við fórum ekki á neina mynd og fórum því bara heim," segir hún en eiginmaður hennar vinnur úti á landi og kemur í höfuðborgina einu sinni í mánuði. „Dóttir okkar og tengdasonur ætluðu að vera góð við mömmu sína og pabba og gefa okkur gjafabréfið í bíó en það fór því miður svona." Kolbrún hafði samband við Sambíóin og þar var henni tjáð að reglurnar væru bara svona. „Hún sagði að þetta væri út af einhverju í kerfinu hjá þeim sem væri ekki hægt að breyta. Ég hélt að þetta væri ekki svona mikið mál og ég gæti bara borgað 400 kallinn á milli. Í öðrum búðum þegar þú átt inneignarnótu fer hún bara sjálfkrafa upp í flíkina eða vöruna sem þú kaupir og svo borgar þú mismuninn."Hvað gerist ef almennt miðaverð hækkar? „Ég spurði svo konuna hvað myndi gerast ef almennt miðaverðið hækkar, er þá gjafarbréfið mitt ónýtt? Hún sagði mér að þá myndu þau reyna að gera eitthvað fyrir mig." Kolbrún hefur ekki enn notað gjafabréfið. „Það er spurning hvort ég gefi ekki einhverjum þennan miða sem langar að sjá mynd sem er á almennu verði eða þá ég reyni að finna mér mynd, það verður bara að koma í ljós," segir hún að lokum. Tengdar fréttir Sambíóin bjóða Kolbrúnu og bóndanum á Sanctum Forsvarsmenn Sambíóanna hafa ákveðið að bjóða Kolbrúnu Ósk Albertsdóttur og eiginmanni hennar að skella sér á þrívíddarmyndina Sanctum og fá stóra kók og popp í kaupbæti. 10. febrúar 2011 12:01 Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Sjá meira
„Þetta var leiðinlegur endir á skemmtilegu kvöldi," segir Kolbrún Ósk Albertsdóttir sem ætlaði að fara í bíó með eiginmanni sínum á föstudaginn eftir að dóttir þeirra gaf þeim gjafabréf í bíó. Kolbrún og eiginmaðurinn ætluðu að sjá myndina Sanctum en þegar þau mættu á staðinn var þeim tjáð að gjafabréfið sem þau höfðu fengið gilti einungis á myndir sem væru á almennu verði. Dýrara er á þrívíddarmyndir og íslenskar myndir en Sanctum er þrívíddarmynd.Flestar myndir í dag í þrívídd „Það stóð aftan á miðanum að miðinn gilti einungis á almennar myndir, ég tók ekkert eftir því fyrr en ég kom í bíóið og ætlaði þá að fá að borga bara mismunin," segir Kolbrún. Afgreiðslustúlkan tjáði henni að ekki væri hægt að borga mismunin, heldur þyrfti hún að fara á mynd á almennu verði, það er að segja sem kostar 1.150 krónur á. „Ég leit í kringum í mig og sá að það var engin mynd sem mig langaði að sjá sem var á almennu verði. Og ef þú lítur í Moggann þá sérðu að flestar myndir í dag eru í þrívídd." Ætluðu að vera góð við mömmu og pabba Og Kolbrún fór því heim ásamt eiginmanni sínum. „Við fórum út að borða fyrr um kvöldið og ætluðum að enda kvöldið með því að fara í bíó. En við fórum ekki á neina mynd og fórum því bara heim," segir hún en eiginmaður hennar vinnur úti á landi og kemur í höfuðborgina einu sinni í mánuði. „Dóttir okkar og tengdasonur ætluðu að vera góð við mömmu sína og pabba og gefa okkur gjafabréfið í bíó en það fór því miður svona." Kolbrún hafði samband við Sambíóin og þar var henni tjáð að reglurnar væru bara svona. „Hún sagði að þetta væri út af einhverju í kerfinu hjá þeim sem væri ekki hægt að breyta. Ég hélt að þetta væri ekki svona mikið mál og ég gæti bara borgað 400 kallinn á milli. Í öðrum búðum þegar þú átt inneignarnótu fer hún bara sjálfkrafa upp í flíkina eða vöruna sem þú kaupir og svo borgar þú mismuninn."Hvað gerist ef almennt miðaverð hækkar? „Ég spurði svo konuna hvað myndi gerast ef almennt miðaverðið hækkar, er þá gjafarbréfið mitt ónýtt? Hún sagði mér að þá myndu þau reyna að gera eitthvað fyrir mig." Kolbrún hefur ekki enn notað gjafabréfið. „Það er spurning hvort ég gefi ekki einhverjum þennan miða sem langar að sjá mynd sem er á almennu verði eða þá ég reyni að finna mér mynd, það verður bara að koma í ljós," segir hún að lokum.
Tengdar fréttir Sambíóin bjóða Kolbrúnu og bóndanum á Sanctum Forsvarsmenn Sambíóanna hafa ákveðið að bjóða Kolbrúnu Ósk Albertsdóttur og eiginmanni hennar að skella sér á þrívíddarmyndina Sanctum og fá stóra kók og popp í kaupbæti. 10. febrúar 2011 12:01 Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Sjá meira
Sambíóin bjóða Kolbrúnu og bóndanum á Sanctum Forsvarsmenn Sambíóanna hafa ákveðið að bjóða Kolbrúnu Ósk Albertsdóttur og eiginmanni hennar að skella sér á þrívíddarmyndina Sanctum og fá stóra kók og popp í kaupbæti. 10. febrúar 2011 12:01