Nancy Sinatra nútímans 16. desember 2011 12:00 Lana Del Rey er söngkonan með dimmu röddina sem er að slá í gegn um þessar mundir með laginu Video Games. Fáir vita að hún hefur áður reynt fyrir sér í tónlistarbransanum og er dóttir milljarðamærings. Fáir hafa heyrt nafn Lönu Del Rey en fleiri hafa hins vegar heyrt lag hennar Video Games oftar en einu sinni á öldum ljósvakans upp á síðkastið. Lagið hefur slegið í gegn og tæplega tvær milljónir hlustað á myndbandið á You Tube. Í nóvember á þessu ári hélt Lana Del Rey sína fyrstu tónleika í Bretlandi og seldist upp á þá á nokkrum mínútum. Með Kurt Cobain, Thomas Newman og Bruce Springsteen sem sínar tónlistarfyrirmyndir vill Lana del Rey láta kalla sig Nancy Sinatra nútímans. Lana Del Rey heitir í raun Elizabeth Grant en hún hefur viðurkennt að listamannsnafnið var búið til af umboðsmönnum hennar til að selja fleiri plötur. Hún reyndi að koma sér á framfæri árið 2009 í poppbransanum en það mistókst og í ár sneri hún aftur með nýja ímynd. Meira hár, þykkari varir, betri lög og klæddí anda sjöunda áratugarins. Lana Del Rey er fædd og uppalin í New York og dóttir milljarðamæringsins Robs Grant, en sá bakgrunnur hefur valdið ímynd hennar nokkrum skaða enda skiptar skoðanir um hvort söngkonan hafi einfaldlega borgað sig áfram í tónlistarbransanum. En það verður ekki um það deilt að lagið Video Games er eitt af lögum ársins og nýjasta lag hennar, Born to Die, á eftir að klifra hátt upp listana á næstu vikum. Það bendir allt til þess að Lana Del Rey eigi eftir að fá nokkur tónlistarverðlaunin árið 2012. alfrun@frettabladid.is Lífið Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Bíó og sjónvarp „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Lífið Fleiri fréttir Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira
Lana Del Rey er söngkonan með dimmu röddina sem er að slá í gegn um þessar mundir með laginu Video Games. Fáir vita að hún hefur áður reynt fyrir sér í tónlistarbransanum og er dóttir milljarðamærings. Fáir hafa heyrt nafn Lönu Del Rey en fleiri hafa hins vegar heyrt lag hennar Video Games oftar en einu sinni á öldum ljósvakans upp á síðkastið. Lagið hefur slegið í gegn og tæplega tvær milljónir hlustað á myndbandið á You Tube. Í nóvember á þessu ári hélt Lana Del Rey sína fyrstu tónleika í Bretlandi og seldist upp á þá á nokkrum mínútum. Með Kurt Cobain, Thomas Newman og Bruce Springsteen sem sínar tónlistarfyrirmyndir vill Lana del Rey láta kalla sig Nancy Sinatra nútímans. Lana Del Rey heitir í raun Elizabeth Grant en hún hefur viðurkennt að listamannsnafnið var búið til af umboðsmönnum hennar til að selja fleiri plötur. Hún reyndi að koma sér á framfæri árið 2009 í poppbransanum en það mistókst og í ár sneri hún aftur með nýja ímynd. Meira hár, þykkari varir, betri lög og klæddí anda sjöunda áratugarins. Lana Del Rey er fædd og uppalin í New York og dóttir milljarðamæringsins Robs Grant, en sá bakgrunnur hefur valdið ímynd hennar nokkrum skaða enda skiptar skoðanir um hvort söngkonan hafi einfaldlega borgað sig áfram í tónlistarbransanum. En það verður ekki um það deilt að lagið Video Games er eitt af lögum ársins og nýjasta lag hennar, Born to Die, á eftir að klifra hátt upp listana á næstu vikum. Það bendir allt til þess að Lana Del Rey eigi eftir að fá nokkur tónlistarverðlaunin árið 2012. alfrun@frettabladid.is
Lífið Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Bíó og sjónvarp „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Lífið Fleiri fréttir Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira