Lífið

Glænýtt sýnishorn úr myndinni Á annan veg

Íslenska gamanmyndin Á annan veg verður frumsýnd 2. september. Nýtt sýnishorn úr myndinni er frumsýnt á Vísi í dag og er hægt að horfa á það hér með greininni eða á sjónvarpinu á Vísi.

Á annan veg er meinfyndin og mannleg kómedía sem segir gerist upp úr 1980. Tveir ungir menn starfa við vegavinnu á afskekktum fjallvegum, handmála merkingar á malbik og reka niður tréstikur í vegkanta. Þeir hafa ekkert nema hvorn annan og tilbreytingalausa vinnuna – sem væri kannski allt í lagi ef þeim líkaði betur hvor við annan.

Á annan veg er fyrsta mynd Hafsteins Gunnars Sigurðssonar, sem bæði skrifar handritið og leikstýrir. Aðalleikarar myndarinnar eru þeir Sveinn Ólafur Gunnarsson og Hilmar Guðjónsson. Kvikmyndataka er í höndum Árna Filippussonar og Hálfdán Pedersen hannar leikmyndina.

Í meðfylgjandi myndasafni má sjá ljósmyndir úr myndinni og af tökustað.

Kíkið einnig á Facebook-síðu myndarinnar, facebook.com/aannanveg.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.