Lífið

Giftist í gallabuxum (og kemst upp með það)

myndir/cover media
Fyrrum gítarleikari Guns N´Roses, Slash, 46 ára, sem heitir réttu nafni Saul Hudson, endurnýjaði hjúskaparheitin klæddur í gallabuxur á Ibiza á Spáni um helgina.

Sú heppna er fyrirsætan Perla Ferrar sem hann gekk að eiga fyrir tíu árum.

Perla og Slash gengu í heilagt hjónaband haustið 2001 og eiga saman tvo syni London Emilio, 9 ára, og Cash Anthony, 6 ára. Þá má einnig sjá á meðfylgjandi myndum sem teknar voru við athöfnina.

„Sid og Nancy gerðu fátt spennandi miðað við okkur," sagði Slash spurður út í hjónabandið og bætti við að sambandið breyttist töluvert eftir að hann hætti að drekka og dópa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.