Lífið

Sofia Coppola gengin út

myndir/cover media
Lost in Translation leikstjórinn, Sofia Coppola, 40 ára, og franski tónlistarmaðurinn Thomas Mars giftu sig um helgina. Parið var pússað saman á heimili Coppola fjölskyldunnar á suður Ítalíu.

Pabbi Sofiu, leikstjórinn Francis Ford Coppola, var að vonum glaður eins og sjá má á myndunum sem teknar voru fyrir utan heimili þeirra stuttu eftir persónulega og fámenna athöfn sem fram fór í garðinum þeirra. George Lucas og Johnny Depp voru á meðal gesta í brúðkaupinu.

Sofia og Thomas eiga tvær dætur saman, Romy og Cosima.

Þá má líka sjá Sofiu ásamt dóttur þeirra Cosimu í myndasafni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.