Herjólfur ferjar 300 þúsund farþega í ár 28. júlí 2011 08:30 Það hefur heldur betur glæðst mannlífið í Heimaey eftir að Landaeyjahöfn var tekin í notkun enda stöðugur straumur af farþegum út í Eyjar. Mynd/Stefán Theodóra Ágústsdóttir Útlit er fyrir að Herjólfur ferji 300 þúsund farþega til og frá Vestmannaeyjum í ár en til samanburðar má geta þess að þessi fjöldi var einungis 120 þúsund síðasta árið sem Herjólfur tók höfn í Þorlákshöfn. Í fyrra fóru 220 þúsund farþegar með skipinu en það lagði í fyrsta sinn við Landeyjahöfn þann 20. júlí það ár. Ferðir þangað voru þó stopular á tímabili í fyrravetur. Elliði Vignisson bæjarstjóri segir þessa fjölgun farþega hafa haft gífurleg áhrif á mannlíf, þjónustu og atvinnulífið í Vestmannaeyjum. „Ég hef búið alla mína tíð hér í Eyjum, fyrir utan nokkur ár þegar ég þurfti að sækja mér menntun annars staðar, og ég hef ekki séð bæinn minn í öðru eins lífi og ljóma,“ segir hann. Hann segir að nokkur ný fyrirtæki hafi sprottið upp í kjölfar þessa þunga sem kominn er í umferðina út í Eyjar og eldri fyrirtæki hafi eflst mjög. Hólmgeir Austfjörð, eigandi veitingastaðarins Topp pizza, segist finna vel fyrir þessum breytingum á eigin skinni. „Á meðan Herjólfur fer í Landeyjahöfn er fullt hérna hjá mér frá ellefu að morgni og fram á kvöld,“ segir hann. „Þegar skipið fer til Þorlákshafnar fæ ég nokkra hausa í hádeginu og svo kemur einstaka maður eftir það.“ Hann segir að nú fái hann um 2.000 til 2.500 gesti á viku en þegar Herjólfur komst ekki til Landeyjahafnar á tímabili síðastliðinn vetur hafi hann fengið um 40 gesti á viku. Eitt af þeim fyrirtækjum sem skaut upp kollinum eftir að Landeyjahöfn var tekin í notkun er fataverslunin Salka. Hún var opnuð í nóvember síðastliðnum og segir Theodóra Ágústsdóttir afgreiðslukona að þá hafi fólk af Suðurlandi komið til að gera jólainnkaupin í Eyjum. „Svo finnur maður alveg hvernig holskeflan skellur hér á um leið og Herjólfur kemur úr fyrstu ferðinni klukkan ellefu, þá byrjar umferðin,“ segir hún. Þau Theodóra og Hólmgeir taka undir með bæjarstjóranum og segja að merkja megi þessa þungu umferð á mannlífinu í bænum. „Hér er setið við hvert borð úti við kaffihúsin, þannig að þetta setur skemmtilegan svip á bæinn,“ segir Theodóra. jse@frettabladid.is Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira
Theodóra Ágústsdóttir Útlit er fyrir að Herjólfur ferji 300 þúsund farþega til og frá Vestmannaeyjum í ár en til samanburðar má geta þess að þessi fjöldi var einungis 120 þúsund síðasta árið sem Herjólfur tók höfn í Þorlákshöfn. Í fyrra fóru 220 þúsund farþegar með skipinu en það lagði í fyrsta sinn við Landeyjahöfn þann 20. júlí það ár. Ferðir þangað voru þó stopular á tímabili í fyrravetur. Elliði Vignisson bæjarstjóri segir þessa fjölgun farþega hafa haft gífurleg áhrif á mannlíf, þjónustu og atvinnulífið í Vestmannaeyjum. „Ég hef búið alla mína tíð hér í Eyjum, fyrir utan nokkur ár þegar ég þurfti að sækja mér menntun annars staðar, og ég hef ekki séð bæinn minn í öðru eins lífi og ljóma,“ segir hann. Hann segir að nokkur ný fyrirtæki hafi sprottið upp í kjölfar þessa þunga sem kominn er í umferðina út í Eyjar og eldri fyrirtæki hafi eflst mjög. Hólmgeir Austfjörð, eigandi veitingastaðarins Topp pizza, segist finna vel fyrir þessum breytingum á eigin skinni. „Á meðan Herjólfur fer í Landeyjahöfn er fullt hérna hjá mér frá ellefu að morgni og fram á kvöld,“ segir hann. „Þegar skipið fer til Þorlákshafnar fæ ég nokkra hausa í hádeginu og svo kemur einstaka maður eftir það.“ Hann segir að nú fái hann um 2.000 til 2.500 gesti á viku en þegar Herjólfur komst ekki til Landeyjahafnar á tímabili síðastliðinn vetur hafi hann fengið um 40 gesti á viku. Eitt af þeim fyrirtækjum sem skaut upp kollinum eftir að Landeyjahöfn var tekin í notkun er fataverslunin Salka. Hún var opnuð í nóvember síðastliðnum og segir Theodóra Ágústsdóttir afgreiðslukona að þá hafi fólk af Suðurlandi komið til að gera jólainnkaupin í Eyjum. „Svo finnur maður alveg hvernig holskeflan skellur hér á um leið og Herjólfur kemur úr fyrstu ferðinni klukkan ellefu, þá byrjar umferðin,“ segir hún. Þau Theodóra og Hólmgeir taka undir með bæjarstjóranum og segja að merkja megi þessa þungu umferð á mannlífinu í bænum. „Hér er setið við hvert borð úti við kaffihúsin, þannig að þetta setur skemmtilegan svip á bæinn,“ segir Theodóra. jse@frettabladid.is
Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira