Herjólfur ferjar 300 þúsund farþega í ár 28. júlí 2011 08:30 Það hefur heldur betur glæðst mannlífið í Heimaey eftir að Landaeyjahöfn var tekin í notkun enda stöðugur straumur af farþegum út í Eyjar. Mynd/Stefán Theodóra Ágústsdóttir Útlit er fyrir að Herjólfur ferji 300 þúsund farþega til og frá Vestmannaeyjum í ár en til samanburðar má geta þess að þessi fjöldi var einungis 120 þúsund síðasta árið sem Herjólfur tók höfn í Þorlákshöfn. Í fyrra fóru 220 þúsund farþegar með skipinu en það lagði í fyrsta sinn við Landeyjahöfn þann 20. júlí það ár. Ferðir þangað voru þó stopular á tímabili í fyrravetur. Elliði Vignisson bæjarstjóri segir þessa fjölgun farþega hafa haft gífurleg áhrif á mannlíf, þjónustu og atvinnulífið í Vestmannaeyjum. „Ég hef búið alla mína tíð hér í Eyjum, fyrir utan nokkur ár þegar ég þurfti að sækja mér menntun annars staðar, og ég hef ekki séð bæinn minn í öðru eins lífi og ljóma,“ segir hann. Hann segir að nokkur ný fyrirtæki hafi sprottið upp í kjölfar þessa þunga sem kominn er í umferðina út í Eyjar og eldri fyrirtæki hafi eflst mjög. Hólmgeir Austfjörð, eigandi veitingastaðarins Topp pizza, segist finna vel fyrir þessum breytingum á eigin skinni. „Á meðan Herjólfur fer í Landeyjahöfn er fullt hérna hjá mér frá ellefu að morgni og fram á kvöld,“ segir hann. „Þegar skipið fer til Þorlákshafnar fæ ég nokkra hausa í hádeginu og svo kemur einstaka maður eftir það.“ Hann segir að nú fái hann um 2.000 til 2.500 gesti á viku en þegar Herjólfur komst ekki til Landeyjahafnar á tímabili síðastliðinn vetur hafi hann fengið um 40 gesti á viku. Eitt af þeim fyrirtækjum sem skaut upp kollinum eftir að Landeyjahöfn var tekin í notkun er fataverslunin Salka. Hún var opnuð í nóvember síðastliðnum og segir Theodóra Ágústsdóttir afgreiðslukona að þá hafi fólk af Suðurlandi komið til að gera jólainnkaupin í Eyjum. „Svo finnur maður alveg hvernig holskeflan skellur hér á um leið og Herjólfur kemur úr fyrstu ferðinni klukkan ellefu, þá byrjar umferðin,“ segir hún. Þau Theodóra og Hólmgeir taka undir með bæjarstjóranum og segja að merkja megi þessa þungu umferð á mannlífinu í bænum. „Hér er setið við hvert borð úti við kaffihúsin, þannig að þetta setur skemmtilegan svip á bæinn,“ segir Theodóra. jse@frettabladid.is Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Theodóra Ágústsdóttir Útlit er fyrir að Herjólfur ferji 300 þúsund farþega til og frá Vestmannaeyjum í ár en til samanburðar má geta þess að þessi fjöldi var einungis 120 þúsund síðasta árið sem Herjólfur tók höfn í Þorlákshöfn. Í fyrra fóru 220 þúsund farþegar með skipinu en það lagði í fyrsta sinn við Landeyjahöfn þann 20. júlí það ár. Ferðir þangað voru þó stopular á tímabili í fyrravetur. Elliði Vignisson bæjarstjóri segir þessa fjölgun farþega hafa haft gífurleg áhrif á mannlíf, þjónustu og atvinnulífið í Vestmannaeyjum. „Ég hef búið alla mína tíð hér í Eyjum, fyrir utan nokkur ár þegar ég þurfti að sækja mér menntun annars staðar, og ég hef ekki séð bæinn minn í öðru eins lífi og ljóma,“ segir hann. Hann segir að nokkur ný fyrirtæki hafi sprottið upp í kjölfar þessa þunga sem kominn er í umferðina út í Eyjar og eldri fyrirtæki hafi eflst mjög. Hólmgeir Austfjörð, eigandi veitingastaðarins Topp pizza, segist finna vel fyrir þessum breytingum á eigin skinni. „Á meðan Herjólfur fer í Landeyjahöfn er fullt hérna hjá mér frá ellefu að morgni og fram á kvöld,“ segir hann. „Þegar skipið fer til Þorlákshafnar fæ ég nokkra hausa í hádeginu og svo kemur einstaka maður eftir það.“ Hann segir að nú fái hann um 2.000 til 2.500 gesti á viku en þegar Herjólfur komst ekki til Landeyjahafnar á tímabili síðastliðinn vetur hafi hann fengið um 40 gesti á viku. Eitt af þeim fyrirtækjum sem skaut upp kollinum eftir að Landeyjahöfn var tekin í notkun er fataverslunin Salka. Hún var opnuð í nóvember síðastliðnum og segir Theodóra Ágústsdóttir afgreiðslukona að þá hafi fólk af Suðurlandi komið til að gera jólainnkaupin í Eyjum. „Svo finnur maður alveg hvernig holskeflan skellur hér á um leið og Herjólfur kemur úr fyrstu ferðinni klukkan ellefu, þá byrjar umferðin,“ segir hún. Þau Theodóra og Hólmgeir taka undir með bæjarstjóranum og segja að merkja megi þessa þungu umferð á mannlífinu í bænum. „Hér er setið við hvert borð úti við kaffihúsin, þannig að þetta setur skemmtilegan svip á bæinn,“ segir Theodóra. jse@frettabladid.is
Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira