Samkynhneigðir vilja útskýringar á orðinu „framsóknarhommi“ 23. ágúst 2011 17:10 Ingvi Hrafn Jónsson. Samtökin ´78 gera athugasemdir við ummæli sem fjölmiðlamaðurinn Ingvi Hrafn Jónsson lét falla í þjóðmálaþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Þar var hann inntur eftir viðbrögðum vegna úrsagnar Guðmundar Steingrímssonar úr Framsóknarflokknum. Ingvi Hrafn sagði þá: „Guðmundur Steingrímsson hefur, alveg frá því hann gekk í Framsóknarflokkinn, verið hommi. Framsóknarhommi. Hann er í flokknum, en er ekki framsóknarmaður; hann er krati ef eitthvað er..." Í grein sem formaður samtakanna, Guðmundur Helgason, og varaformaðurinn, Anna Jonna Ármannsdóttir sendu frá sér, kemur fram að þau séu frekar ringluð heldur en móðguð yfir orðum Ingva Hrafns. Þannig segir í greininni: „Í mínum huga merkir jú orðið hommi „samkynhneigður maður” og þá hlýtur framsóknarhommi að merkja samkynhneigður framsóknarmaður...? Eða hvað? Getur verið að Ingvi Hrafn hafi meint eitthvað allt annað með þessum orðum heldur en að lýsa Guðmund Steingrímsson samkynhneigðan? Er hann að gera lítið úr karlmennsku þingmannsins eins og gagnkynhneigðir bræður okkar vilja oft gera með notkun orðsins? „Framsóknarhommi. Hann er í flokknum, en er ekki framsóknarmaður..." Er hann þá minni maður? Ekki ALVÖRU maður?“ Þau segja ennfremur í greininni að Guðmundur eigi reyndar eitt sameiginlegt með samkynhneigðum: „Þeir sem kalla sig homma í dag eru það sem þeir eru, hreinir og beinir með tilfinningar sínar. Þeir hafa lokið þessu ferli að koma útúr skápnum. Er Guðmundur Steingrímsson ekki bara að segja að sem stjórnmálamaður vilji hann fylgja samvisku sinni og vera hreinn og beinn? Þetta á hann þá sameiginlegt með hommum og hreinskilnin gæti aflað honum mikils fylgis enda hefur almenningur kallað eftir meiri heiðarleika í íslensk stjórnmál“. Að lokum óska greinahöfundar eftir því að Ingvi Hrafn útskýri hvað hann átti við. Eða eins og þau sjálf orða það: „Ingvi Hrafn vill kannski útskýra fyrir okkur hvað hann nákvæmlega átti við með þessum orðum? “ Hér fyrir neðan má lesa greinina í heild sinni:Af „framsóknarhommum…”Ingvi Hrafn Jónsson gerði á mánudag tilraun til þess að gera lítið úr Guðmundi Steingrímssyni alþingismanni vegna frétta af úrsögn þingmannsins úr Framsóknarflokknum.„Guðmundur Steingrímsson hefur, alveg frá því hann gekk í Framsóknarflokkinn, verið hommi. Framsóknarhommi. Hann er í flokknum, en er ekki framsóknarmaður; hann er krati ef eitthvað er…" sagði Ingvi Hrafn í útvarpsviðtali á Bylgjunni.Mín fyrstu viðbrögð voru “hvað í ósköpunum á maðurinn eiginlega við?”Í mínum huga merkir jú orðið hommi „samkynhneigður maður” og þá hlýtur framsóknarhommi að merkja samkynhneigður framsóknarmaður...?Eða hvað? Getur verið að Ingvi Hrafn hafi meint eitthvað allt annað með þessum orðum heldur en að lýsa Guðmund Steingrímsson samkynhneigðan? Er hann að gera lítið úr karlmennsku þingmannsins eins og gagnkynhneigðir bræður okkar vilja oft gera með notkun orðsins? „Framsóknarhommi. Hann er í flokknum, en er ekki framsóknarmaður..."Er hann þá minni maður? Ekki ALVÖRU maður? Þó menn séu ekki pólitískir samherjar þá er ekki þar með sagt að það sé eðlilegt að reyna að níða þá með svona gamaldags orðræðu.Þeir sem kalla sig homma í dag eru það sem þeir eru, hreinir og beinir með tilfinningar sínar. Þeir hafa lokið þessu ferli að koma útúr skápnum. Er Guðmundur Steingrímsson ekki bara að segja að sem stjórnmálamaður vilji hann fylgja samvisku sinni og vera hreinn og beinn? Þetta á hann þá sameiginlegt með hommum og hreinskilnin gæti aflað honum mikils fylgis enda hefur almenningur kallað eftir meiri heiðarleika í íslensk stjórnmál.Orðið hommi þótti upprunalega niðrandi orð sem notað var um samkynhneigða karlmenn, en þeir tóku orðið til sín og nota það kinnroðalaust í dag. Að nota orðið hommi árið 2011 í tilraun til að gera lítið úr öðrum er í besta falli tímaskekkja og sýnir bara á hvílíkum villigötum þessi umræða er.Ingvi Hrafn vill kannski útskýra fyrir okkur hvað hann nákvæmlega átti við með þessum orðum? Guðmundur Helgason, formaður Samtakanna '78Anna Jonna Ármannsdóttir, varaformaður Samtakanna '78 Tengdar fréttir Ingvi Hrafn um Guðmund: "Hann er hommi, framsóknarhommi“ "Guðmundur Steingrímsson hefur, alveg frá því hann gekk í Framsóknarflokkinn, verið hommi. framsóknarhommi. Hann er í flokknum, en er ekki framsóknarmaður; hann er krati ef eitthvað er,“ sagði Ingvi Hrafn Jónsson, sjónvarpsstjóri ÍNN í viðtali í útvarpsþættinum Reykjavík Síðdegis þar sem Þorgeir Ástvaldsson ræddi við hann um stöðuna innan Framsóknarflokksins. 22. ágúst 2011 20:15 Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
Samtökin ´78 gera athugasemdir við ummæli sem fjölmiðlamaðurinn Ingvi Hrafn Jónsson lét falla í þjóðmálaþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Þar var hann inntur eftir viðbrögðum vegna úrsagnar Guðmundar Steingrímssonar úr Framsóknarflokknum. Ingvi Hrafn sagði þá: „Guðmundur Steingrímsson hefur, alveg frá því hann gekk í Framsóknarflokkinn, verið hommi. Framsóknarhommi. Hann er í flokknum, en er ekki framsóknarmaður; hann er krati ef eitthvað er..." Í grein sem formaður samtakanna, Guðmundur Helgason, og varaformaðurinn, Anna Jonna Ármannsdóttir sendu frá sér, kemur fram að þau séu frekar ringluð heldur en móðguð yfir orðum Ingva Hrafns. Þannig segir í greininni: „Í mínum huga merkir jú orðið hommi „samkynhneigður maður” og þá hlýtur framsóknarhommi að merkja samkynhneigður framsóknarmaður...? Eða hvað? Getur verið að Ingvi Hrafn hafi meint eitthvað allt annað með þessum orðum heldur en að lýsa Guðmund Steingrímsson samkynhneigðan? Er hann að gera lítið úr karlmennsku þingmannsins eins og gagnkynhneigðir bræður okkar vilja oft gera með notkun orðsins? „Framsóknarhommi. Hann er í flokknum, en er ekki framsóknarmaður..." Er hann þá minni maður? Ekki ALVÖRU maður?“ Þau segja ennfremur í greininni að Guðmundur eigi reyndar eitt sameiginlegt með samkynhneigðum: „Þeir sem kalla sig homma í dag eru það sem þeir eru, hreinir og beinir með tilfinningar sínar. Þeir hafa lokið þessu ferli að koma útúr skápnum. Er Guðmundur Steingrímsson ekki bara að segja að sem stjórnmálamaður vilji hann fylgja samvisku sinni og vera hreinn og beinn? Þetta á hann þá sameiginlegt með hommum og hreinskilnin gæti aflað honum mikils fylgis enda hefur almenningur kallað eftir meiri heiðarleika í íslensk stjórnmál“. Að lokum óska greinahöfundar eftir því að Ingvi Hrafn útskýri hvað hann átti við. Eða eins og þau sjálf orða það: „Ingvi Hrafn vill kannski útskýra fyrir okkur hvað hann nákvæmlega átti við með þessum orðum? “ Hér fyrir neðan má lesa greinina í heild sinni:Af „framsóknarhommum…”Ingvi Hrafn Jónsson gerði á mánudag tilraun til þess að gera lítið úr Guðmundi Steingrímssyni alþingismanni vegna frétta af úrsögn þingmannsins úr Framsóknarflokknum.„Guðmundur Steingrímsson hefur, alveg frá því hann gekk í Framsóknarflokkinn, verið hommi. Framsóknarhommi. Hann er í flokknum, en er ekki framsóknarmaður; hann er krati ef eitthvað er…" sagði Ingvi Hrafn í útvarpsviðtali á Bylgjunni.Mín fyrstu viðbrögð voru “hvað í ósköpunum á maðurinn eiginlega við?”Í mínum huga merkir jú orðið hommi „samkynhneigður maður” og þá hlýtur framsóknarhommi að merkja samkynhneigður framsóknarmaður...?Eða hvað? Getur verið að Ingvi Hrafn hafi meint eitthvað allt annað með þessum orðum heldur en að lýsa Guðmund Steingrímsson samkynhneigðan? Er hann að gera lítið úr karlmennsku þingmannsins eins og gagnkynhneigðir bræður okkar vilja oft gera með notkun orðsins? „Framsóknarhommi. Hann er í flokknum, en er ekki framsóknarmaður..."Er hann þá minni maður? Ekki ALVÖRU maður? Þó menn séu ekki pólitískir samherjar þá er ekki þar með sagt að það sé eðlilegt að reyna að níða þá með svona gamaldags orðræðu.Þeir sem kalla sig homma í dag eru það sem þeir eru, hreinir og beinir með tilfinningar sínar. Þeir hafa lokið þessu ferli að koma útúr skápnum. Er Guðmundur Steingrímsson ekki bara að segja að sem stjórnmálamaður vilji hann fylgja samvisku sinni og vera hreinn og beinn? Þetta á hann þá sameiginlegt með hommum og hreinskilnin gæti aflað honum mikils fylgis enda hefur almenningur kallað eftir meiri heiðarleika í íslensk stjórnmál.Orðið hommi þótti upprunalega niðrandi orð sem notað var um samkynhneigða karlmenn, en þeir tóku orðið til sín og nota það kinnroðalaust í dag. Að nota orðið hommi árið 2011 í tilraun til að gera lítið úr öðrum er í besta falli tímaskekkja og sýnir bara á hvílíkum villigötum þessi umræða er.Ingvi Hrafn vill kannski útskýra fyrir okkur hvað hann nákvæmlega átti við með þessum orðum? Guðmundur Helgason, formaður Samtakanna '78Anna Jonna Ármannsdóttir, varaformaður Samtakanna '78
Tengdar fréttir Ingvi Hrafn um Guðmund: "Hann er hommi, framsóknarhommi“ "Guðmundur Steingrímsson hefur, alveg frá því hann gekk í Framsóknarflokkinn, verið hommi. framsóknarhommi. Hann er í flokknum, en er ekki framsóknarmaður; hann er krati ef eitthvað er,“ sagði Ingvi Hrafn Jónsson, sjónvarpsstjóri ÍNN í viðtali í útvarpsþættinum Reykjavík Síðdegis þar sem Þorgeir Ástvaldsson ræddi við hann um stöðuna innan Framsóknarflokksins. 22. ágúst 2011 20:15 Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
Ingvi Hrafn um Guðmund: "Hann er hommi, framsóknarhommi“ "Guðmundur Steingrímsson hefur, alveg frá því hann gekk í Framsóknarflokkinn, verið hommi. framsóknarhommi. Hann er í flokknum, en er ekki framsóknarmaður; hann er krati ef eitthvað er,“ sagði Ingvi Hrafn Jónsson, sjónvarpsstjóri ÍNN í viðtali í útvarpsþættinum Reykjavík Síðdegis þar sem Þorgeir Ástvaldsson ræddi við hann um stöðuna innan Framsóknarflokksins. 22. ágúst 2011 20:15