Samkynhneigðir vilja útskýringar á orðinu „framsóknarhommi“ 23. ágúst 2011 17:10 Ingvi Hrafn Jónsson. Samtökin ´78 gera athugasemdir við ummæli sem fjölmiðlamaðurinn Ingvi Hrafn Jónsson lét falla í þjóðmálaþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Þar var hann inntur eftir viðbrögðum vegna úrsagnar Guðmundar Steingrímssonar úr Framsóknarflokknum. Ingvi Hrafn sagði þá: „Guðmundur Steingrímsson hefur, alveg frá því hann gekk í Framsóknarflokkinn, verið hommi. Framsóknarhommi. Hann er í flokknum, en er ekki framsóknarmaður; hann er krati ef eitthvað er..." Í grein sem formaður samtakanna, Guðmundur Helgason, og varaformaðurinn, Anna Jonna Ármannsdóttir sendu frá sér, kemur fram að þau séu frekar ringluð heldur en móðguð yfir orðum Ingva Hrafns. Þannig segir í greininni: „Í mínum huga merkir jú orðið hommi „samkynhneigður maður” og þá hlýtur framsóknarhommi að merkja samkynhneigður framsóknarmaður...? Eða hvað? Getur verið að Ingvi Hrafn hafi meint eitthvað allt annað með þessum orðum heldur en að lýsa Guðmund Steingrímsson samkynhneigðan? Er hann að gera lítið úr karlmennsku þingmannsins eins og gagnkynhneigðir bræður okkar vilja oft gera með notkun orðsins? „Framsóknarhommi. Hann er í flokknum, en er ekki framsóknarmaður..." Er hann þá minni maður? Ekki ALVÖRU maður?“ Þau segja ennfremur í greininni að Guðmundur eigi reyndar eitt sameiginlegt með samkynhneigðum: „Þeir sem kalla sig homma í dag eru það sem þeir eru, hreinir og beinir með tilfinningar sínar. Þeir hafa lokið þessu ferli að koma útúr skápnum. Er Guðmundur Steingrímsson ekki bara að segja að sem stjórnmálamaður vilji hann fylgja samvisku sinni og vera hreinn og beinn? Þetta á hann þá sameiginlegt með hommum og hreinskilnin gæti aflað honum mikils fylgis enda hefur almenningur kallað eftir meiri heiðarleika í íslensk stjórnmál“. Að lokum óska greinahöfundar eftir því að Ingvi Hrafn útskýri hvað hann átti við. Eða eins og þau sjálf orða það: „Ingvi Hrafn vill kannski útskýra fyrir okkur hvað hann nákvæmlega átti við með þessum orðum? “ Hér fyrir neðan má lesa greinina í heild sinni:Af „framsóknarhommum…”Ingvi Hrafn Jónsson gerði á mánudag tilraun til þess að gera lítið úr Guðmundi Steingrímssyni alþingismanni vegna frétta af úrsögn þingmannsins úr Framsóknarflokknum.„Guðmundur Steingrímsson hefur, alveg frá því hann gekk í Framsóknarflokkinn, verið hommi. Framsóknarhommi. Hann er í flokknum, en er ekki framsóknarmaður; hann er krati ef eitthvað er…" sagði Ingvi Hrafn í útvarpsviðtali á Bylgjunni.Mín fyrstu viðbrögð voru “hvað í ósköpunum á maðurinn eiginlega við?”Í mínum huga merkir jú orðið hommi „samkynhneigður maður” og þá hlýtur framsóknarhommi að merkja samkynhneigður framsóknarmaður...?Eða hvað? Getur verið að Ingvi Hrafn hafi meint eitthvað allt annað með þessum orðum heldur en að lýsa Guðmund Steingrímsson samkynhneigðan? Er hann að gera lítið úr karlmennsku þingmannsins eins og gagnkynhneigðir bræður okkar vilja oft gera með notkun orðsins? „Framsóknarhommi. Hann er í flokknum, en er ekki framsóknarmaður..."Er hann þá minni maður? Ekki ALVÖRU maður? Þó menn séu ekki pólitískir samherjar þá er ekki þar með sagt að það sé eðlilegt að reyna að níða þá með svona gamaldags orðræðu.Þeir sem kalla sig homma í dag eru það sem þeir eru, hreinir og beinir með tilfinningar sínar. Þeir hafa lokið þessu ferli að koma útúr skápnum. Er Guðmundur Steingrímsson ekki bara að segja að sem stjórnmálamaður vilji hann fylgja samvisku sinni og vera hreinn og beinn? Þetta á hann þá sameiginlegt með hommum og hreinskilnin gæti aflað honum mikils fylgis enda hefur almenningur kallað eftir meiri heiðarleika í íslensk stjórnmál.Orðið hommi þótti upprunalega niðrandi orð sem notað var um samkynhneigða karlmenn, en þeir tóku orðið til sín og nota það kinnroðalaust í dag. Að nota orðið hommi árið 2011 í tilraun til að gera lítið úr öðrum er í besta falli tímaskekkja og sýnir bara á hvílíkum villigötum þessi umræða er.Ingvi Hrafn vill kannski útskýra fyrir okkur hvað hann nákvæmlega átti við með þessum orðum? Guðmundur Helgason, formaður Samtakanna '78Anna Jonna Ármannsdóttir, varaformaður Samtakanna '78 Tengdar fréttir Ingvi Hrafn um Guðmund: "Hann er hommi, framsóknarhommi“ "Guðmundur Steingrímsson hefur, alveg frá því hann gekk í Framsóknarflokkinn, verið hommi. framsóknarhommi. Hann er í flokknum, en er ekki framsóknarmaður; hann er krati ef eitthvað er,“ sagði Ingvi Hrafn Jónsson, sjónvarpsstjóri ÍNN í viðtali í útvarpsþættinum Reykjavík Síðdegis þar sem Þorgeir Ástvaldsson ræddi við hann um stöðuna innan Framsóknarflokksins. 22. ágúst 2011 20:15 Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Fleiri fréttir Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Sjá meira
Samtökin ´78 gera athugasemdir við ummæli sem fjölmiðlamaðurinn Ingvi Hrafn Jónsson lét falla í þjóðmálaþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Þar var hann inntur eftir viðbrögðum vegna úrsagnar Guðmundar Steingrímssonar úr Framsóknarflokknum. Ingvi Hrafn sagði þá: „Guðmundur Steingrímsson hefur, alveg frá því hann gekk í Framsóknarflokkinn, verið hommi. Framsóknarhommi. Hann er í flokknum, en er ekki framsóknarmaður; hann er krati ef eitthvað er..." Í grein sem formaður samtakanna, Guðmundur Helgason, og varaformaðurinn, Anna Jonna Ármannsdóttir sendu frá sér, kemur fram að þau séu frekar ringluð heldur en móðguð yfir orðum Ingva Hrafns. Þannig segir í greininni: „Í mínum huga merkir jú orðið hommi „samkynhneigður maður” og þá hlýtur framsóknarhommi að merkja samkynhneigður framsóknarmaður...? Eða hvað? Getur verið að Ingvi Hrafn hafi meint eitthvað allt annað með þessum orðum heldur en að lýsa Guðmund Steingrímsson samkynhneigðan? Er hann að gera lítið úr karlmennsku þingmannsins eins og gagnkynhneigðir bræður okkar vilja oft gera með notkun orðsins? „Framsóknarhommi. Hann er í flokknum, en er ekki framsóknarmaður..." Er hann þá minni maður? Ekki ALVÖRU maður?“ Þau segja ennfremur í greininni að Guðmundur eigi reyndar eitt sameiginlegt með samkynhneigðum: „Þeir sem kalla sig homma í dag eru það sem þeir eru, hreinir og beinir með tilfinningar sínar. Þeir hafa lokið þessu ferli að koma útúr skápnum. Er Guðmundur Steingrímsson ekki bara að segja að sem stjórnmálamaður vilji hann fylgja samvisku sinni og vera hreinn og beinn? Þetta á hann þá sameiginlegt með hommum og hreinskilnin gæti aflað honum mikils fylgis enda hefur almenningur kallað eftir meiri heiðarleika í íslensk stjórnmál“. Að lokum óska greinahöfundar eftir því að Ingvi Hrafn útskýri hvað hann átti við. Eða eins og þau sjálf orða það: „Ingvi Hrafn vill kannski útskýra fyrir okkur hvað hann nákvæmlega átti við með þessum orðum? “ Hér fyrir neðan má lesa greinina í heild sinni:Af „framsóknarhommum…”Ingvi Hrafn Jónsson gerði á mánudag tilraun til þess að gera lítið úr Guðmundi Steingrímssyni alþingismanni vegna frétta af úrsögn þingmannsins úr Framsóknarflokknum.„Guðmundur Steingrímsson hefur, alveg frá því hann gekk í Framsóknarflokkinn, verið hommi. Framsóknarhommi. Hann er í flokknum, en er ekki framsóknarmaður; hann er krati ef eitthvað er…" sagði Ingvi Hrafn í útvarpsviðtali á Bylgjunni.Mín fyrstu viðbrögð voru “hvað í ósköpunum á maðurinn eiginlega við?”Í mínum huga merkir jú orðið hommi „samkynhneigður maður” og þá hlýtur framsóknarhommi að merkja samkynhneigður framsóknarmaður...?Eða hvað? Getur verið að Ingvi Hrafn hafi meint eitthvað allt annað með þessum orðum heldur en að lýsa Guðmund Steingrímsson samkynhneigðan? Er hann að gera lítið úr karlmennsku þingmannsins eins og gagnkynhneigðir bræður okkar vilja oft gera með notkun orðsins? „Framsóknarhommi. Hann er í flokknum, en er ekki framsóknarmaður..."Er hann þá minni maður? Ekki ALVÖRU maður? Þó menn séu ekki pólitískir samherjar þá er ekki þar með sagt að það sé eðlilegt að reyna að níða þá með svona gamaldags orðræðu.Þeir sem kalla sig homma í dag eru það sem þeir eru, hreinir og beinir með tilfinningar sínar. Þeir hafa lokið þessu ferli að koma útúr skápnum. Er Guðmundur Steingrímsson ekki bara að segja að sem stjórnmálamaður vilji hann fylgja samvisku sinni og vera hreinn og beinn? Þetta á hann þá sameiginlegt með hommum og hreinskilnin gæti aflað honum mikils fylgis enda hefur almenningur kallað eftir meiri heiðarleika í íslensk stjórnmál.Orðið hommi þótti upprunalega niðrandi orð sem notað var um samkynhneigða karlmenn, en þeir tóku orðið til sín og nota það kinnroðalaust í dag. Að nota orðið hommi árið 2011 í tilraun til að gera lítið úr öðrum er í besta falli tímaskekkja og sýnir bara á hvílíkum villigötum þessi umræða er.Ingvi Hrafn vill kannski útskýra fyrir okkur hvað hann nákvæmlega átti við með þessum orðum? Guðmundur Helgason, formaður Samtakanna '78Anna Jonna Ármannsdóttir, varaformaður Samtakanna '78
Tengdar fréttir Ingvi Hrafn um Guðmund: "Hann er hommi, framsóknarhommi“ "Guðmundur Steingrímsson hefur, alveg frá því hann gekk í Framsóknarflokkinn, verið hommi. framsóknarhommi. Hann er í flokknum, en er ekki framsóknarmaður; hann er krati ef eitthvað er,“ sagði Ingvi Hrafn Jónsson, sjónvarpsstjóri ÍNN í viðtali í útvarpsþættinum Reykjavík Síðdegis þar sem Þorgeir Ástvaldsson ræddi við hann um stöðuna innan Framsóknarflokksins. 22. ágúst 2011 20:15 Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Fleiri fréttir Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Sjá meira
Ingvi Hrafn um Guðmund: "Hann er hommi, framsóknarhommi“ "Guðmundur Steingrímsson hefur, alveg frá því hann gekk í Framsóknarflokkinn, verið hommi. framsóknarhommi. Hann er í flokknum, en er ekki framsóknarmaður; hann er krati ef eitthvað er,“ sagði Ingvi Hrafn Jónsson, sjónvarpsstjóri ÍNN í viðtali í útvarpsþættinum Reykjavík Síðdegis þar sem Þorgeir Ástvaldsson ræddi við hann um stöðuna innan Framsóknarflokksins. 22. ágúst 2011 20:15