Innlent

Catalina kærir synjun á reynslulausn

Catalina Ncoco hefur kært til innanríkisráðuneytisins þá ákvörðun fangelsismálayfirvalda að synja henni um reynslulausn. Ncoco afplánar nú dóma sem hún fékk meðal annars fyrir hórmang.

Catalina var fyrir ári síðan í hæstarétti dæmd í þriggja og hálfs árs fangelsi Fyrir hórmang og brot gegn fíkniefnalöggjöfinni. Hún var hins vegar sýknuð af ákærum um mansal.

Síðan dómurinn var kveðinn upp hefur ýmislegt á daga Catalinu drifið eldur kom upp í fangaklefa hennar eftir að samfangi kveikti í fötunum hennar og þá var viðtalsbók um líf hennar og störf gefin út fyrir síðustu jól

Samkvæmt heimildum fréttastofu unir Catalina sér afar illa í fangesli og sótti um reynslulauns fyrir skömmu þegar hún var þá búin að afplána helming af dóminum. Almenna reglan er sú að slík reynslulauns sé veitt nema þá þegar um alvarlega dóma sé að ræða. Catalinu var nú nýlega synjað um þessa reynslulauns á þeim forsendum að dómurinn fyrir hórmang flokkist sem kynferðisbrot og ekki megi veita reynslulausn nema þegar 2/3 hluta afplánunnar sé lokið.

Catalina kærði þessa synjun til innanríkisráðuneytið sem hefur nú málið til meðferðar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×