Fólk lagt inn á spitala vegna tannsýkinga Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 28. desember 2011 19:09 Þeim fjölgar sem leggja þarf inn á spítala vegna tannsýkinga. Ein af ástæðum sýkinganna er léleg tannheilsa en dæmi eru um að fólk hafi ekki farið til tannlæknis í áratug. Á síðustu mánuðum hafa fleiri en áður leitað á háls- nef - og eyrnadeild Landspítalans með sýkingar í munni sem myndast hafa út frá tönnum. Sýkingarnar hafa verið það alvarlegar að þurft hefur að leggja fólkið inn og gefa þeim sýklalyf í æð. „Fólkið verður veikt. Það getur verið með háan hita. Þetta er bólga og maður sér þetta þá utan á fólki, það er bólguhella og jafnvel roði út á kinn. Það á erfitt með að opna munn. Það á erfitt með að næra sig og þar af leiðandi erfitt með að taka verkja- og sýklalyf í gegnum munn og það kallar á meðferð lyfja í æð," Hannes Petersen, yfirlæknir háls-, nef- og eyrnalækninga á LSH. Hann segir fólk oft þurfa að liggja inni í nokkra daga. Ekki eru til nákvæmar tölur um hversu marga hefur þurft að leggja inn vegna tannsýkinga síðustu mánuði en Hannes áætlar að það hafi verið tveir til fjórir á mánuði. Tannsýkingar geta myndast við endajaxla eða eftir endajaxlatöku. Þá hafa bakteríur tengdar skemmdum tönnum sitt að segja. „Ein ástæðan er sannarleg léleg tannheilsa og skemmdar tennur," segir Hannes. Hannes segir hugsanlegt að kostnaður við tannlækningar hafi sitt að segja og hræðsla við tannlækna. Flestir sem leita á deildina eru frá tvítugu til fertugs og segir hann tannheilsu sumra þeirra slæma. „Það má kannski ímynda sér að þessi hópur hafi verið hjá tannlæknum á meðan þeir voru í skóla, en eftir það hafi heimsóknum til tannlækna fækkað, og jafnvel alveg stoppað. Þessir einstaklingar eru kannski að koma með afleiðingar tannskemmda til okkar jafnvel fimm til tíu árum seinna og hafi þá á tímabilinu aldrei hitt tannlækni," segir Hannes að lokum. Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Sjá meira
Þeim fjölgar sem leggja þarf inn á spítala vegna tannsýkinga. Ein af ástæðum sýkinganna er léleg tannheilsa en dæmi eru um að fólk hafi ekki farið til tannlæknis í áratug. Á síðustu mánuðum hafa fleiri en áður leitað á háls- nef - og eyrnadeild Landspítalans með sýkingar í munni sem myndast hafa út frá tönnum. Sýkingarnar hafa verið það alvarlegar að þurft hefur að leggja fólkið inn og gefa þeim sýklalyf í æð. „Fólkið verður veikt. Það getur verið með háan hita. Þetta er bólga og maður sér þetta þá utan á fólki, það er bólguhella og jafnvel roði út á kinn. Það á erfitt með að opna munn. Það á erfitt með að næra sig og þar af leiðandi erfitt með að taka verkja- og sýklalyf í gegnum munn og það kallar á meðferð lyfja í æð," Hannes Petersen, yfirlæknir háls-, nef- og eyrnalækninga á LSH. Hann segir fólk oft þurfa að liggja inni í nokkra daga. Ekki eru til nákvæmar tölur um hversu marga hefur þurft að leggja inn vegna tannsýkinga síðustu mánuði en Hannes áætlar að það hafi verið tveir til fjórir á mánuði. Tannsýkingar geta myndast við endajaxla eða eftir endajaxlatöku. Þá hafa bakteríur tengdar skemmdum tönnum sitt að segja. „Ein ástæðan er sannarleg léleg tannheilsa og skemmdar tennur," segir Hannes. Hannes segir hugsanlegt að kostnaður við tannlækningar hafi sitt að segja og hræðsla við tannlækna. Flestir sem leita á deildina eru frá tvítugu til fertugs og segir hann tannheilsu sumra þeirra slæma. „Það má kannski ímynda sér að þessi hópur hafi verið hjá tannlæknum á meðan þeir voru í skóla, en eftir það hafi heimsóknum til tannlækna fækkað, og jafnvel alveg stoppað. Þessir einstaklingar eru kannski að koma með afleiðingar tannskemmda til okkar jafnvel fimm til tíu árum seinna og hafi þá á tímabilinu aldrei hitt tannlækni," segir Hannes að lokum.
Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent