Bryndís Jakobs komst inn í eftirsótt nám í Köben 21. júlí 2011 11:32 Mynd/Anton Brink "Þetta kom mér mjög á óvart og ég bjóst engan veginn við því að komast inn," segir tónlistarkonan Bryndís Jakobsdóttir sem komst á dögunum inn í The Royal Danish Academy of Music í lagasmíði. Milli 150 og 200 sóttu um námið en aðeins fimm komust að. "Ég var á leiðinni í sálfræði í haust og sótti um lagasmíðina til að prófa, en ég vissi að það væri erfitt að komast inn," segir Bryndís sem búsett er í Kaupmannahöfn ásamt kærasta sínum Mads Mouritz, og Magnúsi, sex mánaða syni þeirra. Bryndís er þessa dagana stödd í fríi á Íslandi og nýtir tímann til að leggja lokahönd á plötu dúettsins Song for Wendy, sem skipaður er henni og Mads. Platan á að koma út með haustinu en þau leita nú að heppilegri útgáfu til að gefa hana út. "Þegar ég var ólétt í fyrrasumar vorum við dugleg að fara upp í sumarbústað hérna á Íslandi og semja saman. Að lokum vorum við komin með efni í heila plötu og vissum í raun ekkert hvað við áttum að gera við það," segir Bryndís en skötuhjúin drifu sig í tónleikaferðalag um Danmörku í kjölfarið og þau ákváðu að taka upp lögin í leiðinni. "Það er svo auðvelt og lítill kostnaður þegar við erum bara tvö saman í hljómsveit. Við tókum bara lestina og ferðuðumst á milli," segir Bryndís sem var ólétt í ferðalaginu og hélt síðustu tónleikana komin viku fram yfir settan dag. "Ég fór alveg tvær vikur fram yfir settan fæðingardag, svo þetta var allt í góðu og bara fínt að stytta biðina eftir barninu með tónleikahaldi." Aðspurð hvort það taki ekki á að búa saman og vinna saman eins og Bryndís og Mads gera svarar hún neitandi. "Það er mjög þægilegt að vera bæði í sama geira en hann er líka að gera sitt eigið efni og ég mitt. Við eyðum miklum tíma saman en það gengur vel. Ég er spennt að byrja í náminu í haust og Kaupmannahöfn er yndisleg borg að búa í með barn. Við erum samt alltaf með annan fótinn á Íslandi." alfrun@frettabladid.is Mest lesið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron Lífið Mannauðsstjórinn segir einnig upp Lífið Streitulaust fjölskyldufrí í stað stress og álags Áskorun Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina Lífið Fleiri fréttir Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Sjá meira
"Þetta kom mér mjög á óvart og ég bjóst engan veginn við því að komast inn," segir tónlistarkonan Bryndís Jakobsdóttir sem komst á dögunum inn í The Royal Danish Academy of Music í lagasmíði. Milli 150 og 200 sóttu um námið en aðeins fimm komust að. "Ég var á leiðinni í sálfræði í haust og sótti um lagasmíðina til að prófa, en ég vissi að það væri erfitt að komast inn," segir Bryndís sem búsett er í Kaupmannahöfn ásamt kærasta sínum Mads Mouritz, og Magnúsi, sex mánaða syni þeirra. Bryndís er þessa dagana stödd í fríi á Íslandi og nýtir tímann til að leggja lokahönd á plötu dúettsins Song for Wendy, sem skipaður er henni og Mads. Platan á að koma út með haustinu en þau leita nú að heppilegri útgáfu til að gefa hana út. "Þegar ég var ólétt í fyrrasumar vorum við dugleg að fara upp í sumarbústað hérna á Íslandi og semja saman. Að lokum vorum við komin með efni í heila plötu og vissum í raun ekkert hvað við áttum að gera við það," segir Bryndís en skötuhjúin drifu sig í tónleikaferðalag um Danmörku í kjölfarið og þau ákváðu að taka upp lögin í leiðinni. "Það er svo auðvelt og lítill kostnaður þegar við erum bara tvö saman í hljómsveit. Við tókum bara lestina og ferðuðumst á milli," segir Bryndís sem var ólétt í ferðalaginu og hélt síðustu tónleikana komin viku fram yfir settan dag. "Ég fór alveg tvær vikur fram yfir settan fæðingardag, svo þetta var allt í góðu og bara fínt að stytta biðina eftir barninu með tónleikahaldi." Aðspurð hvort það taki ekki á að búa saman og vinna saman eins og Bryndís og Mads gera svarar hún neitandi. "Það er mjög þægilegt að vera bæði í sama geira en hann er líka að gera sitt eigið efni og ég mitt. Við eyðum miklum tíma saman en það gengur vel. Ég er spennt að byrja í náminu í haust og Kaupmannahöfn er yndisleg borg að búa í með barn. Við erum samt alltaf með annan fótinn á Íslandi." alfrun@frettabladid.is
Mest lesið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron Lífið Mannauðsstjórinn segir einnig upp Lífið Streitulaust fjölskyldufrí í stað stress og álags Áskorun Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina Lífið Fleiri fréttir Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“